Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 24
E ftir dóm EFTA dómstólsins í Icesave málinu
þá er komin upp alveg
ný staða. Þess vegna
ber að endurskoða
þær greiðslur, um 500
milljarða, sem fyrir-
hugað er að greiða
úr þrotabúi Lands-
bankans til Breta og
Hollendinga.
Neyðarlögin voru
sett m.a. til að tryggja
allar innistæður að
fullu. Gjörningur sem
er langt umfram öll
lög og reglur. Kröfur
Breta og Hollendinga fyrir
EFTA dómstólnum snérust um
lágmarksinnistæðurnar, 20.887
evrur per reikning, alls að fjár-
hæð 700 milljarða. Aldrei var
rætt um neitt umfram þessar
lágmarksinnistæður fyrir dómn-
um. Neyðarlögin verða þess hins
vegar valdandi að við munum
þegar upp er staðið greiða
Bretum og Hollendingum um
1.200 milljarða vegna Icesave. Af
þessum 1.200 milljörðum standa
eftir í dag um 500 milljarðar.
Þessa 500 milljarða á að greiða
á út á næstu mánuðum og árum,
greiða með gjaldeyri sem þjóðin
á mjög takmarkað af.
Í tveimur þjóðaratkvæða-
greiðslum hafnaði þjóðin Icesave
samningunum. Í síðari þjóðarat-
kvæðagreiðslunni um Buchheit
samninginn var vilji þjóðarinnar
alveg skýr. Þjóðin vildi fara dóm-
stólaleiðina og fá úr því skorið
fyrir dómstólum hvort hún væri
í ábyrgð fyrir þessum Icesave
reikningum eða ekki.
• Niðurstaðan í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Buch-
heit samninginn var
skýr: Þjóðin vildi ekki
borga krónu nema
vera dæmd til þess.
• Niðurstaðan í dóms-
málinu fyrir EFTA
dómstólnum er skýr:
Þjóðinni ber ekki að
borga krónu vegna
Icesave og íslenska
ríkinu ber ekki að
tryggja innistæður á
Icesave.
Við eigum að fara
að vilja þjóðarinn-
ar, vilja sem fram
kom í tveimur þjóðaratkvæða-
greiðslum og við eigum að grípa
til eftirfarandi aðgerða:
Nr. 1
Stöðva strax allar greiðslur til
Breta og Hollendinga.
Nr. 2
Stofna rannsóknarnefnd á
vegum Alþingis sem rannsakar
hvers vegna greiddir voru 700
milljarðar í gjaldeyri út úr þrota-
búi Landsbankans þó svo þjóðin
hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum
ítrekað neitað að greiða neitt
vegna Icesave nema að undan-
gengnum dómi. Af hverju virti
Alþingi og stjórnsýslan þessar
þjóðaratkvæðagreiðslur að
vettugi og hóf greiðslur áður
en dómur féll og borgaði út
700 milljarða í gjaldeyri þvert á
skýran vilja þjóðarinnar?
Nr. 3
Leitað verði allra leiða til að fá
til baka það fé sem þegar hefur
verið greitt til Breta og Hollend-
inga. Íslenskir lífeyrissjóðir og
Seðlabanki Íslands eru stórir
kröfuhafar í þrotabúi Lands-
bankans og væntanlega í hópi
fámennra kröfuhafa sem enn
eiga sínar upphaflegu kröfur í
þrotabúinu. Hitt eru vogunar-
sjóðir sem keyptu sínar kröfur
á hrakvirði og eru að horfa til
annarra hluta. Ef sækja á þetta
fé til Breta og Hollendinga þá er
það Seðlabankinn og lífeyris-
sjóðirnir sem væntanlega þurfa
að gera það.
Nr. 4
Gerð verði úttekt á því hve
mikið tjón þjóðarinnar er vegna
hryðjuverkalaganna sem Bretar
settu í október 2008 á Lands-
bankann, Kaupþing, Seðlabanka
Íslands og ríkissjóð ásamt því
að kyrrsetja gull- og gjaldeyris-
varasjóð landsins sem geymdur
var í Morgan Stanley bankanum
í London. Samhliða því að for-
sætis- og fjármálaráðherra Breta
kynntu það fyrir fjölmiðlum
heimsins að Ísland væri gjald-
þrota. Eins það tjón sem Bretar
og Hollendingar ollu þjóðinni
með því að tefja fyrir afgreiðslu
lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um, AGS.
Nr. 5
Enn er eftir að greiða um 500
af þeim 1.200 milljörðum sem
neyðarlögin skuldbinda þrotabú
Landsbankans að greiða til
Breta og Hollendinga vegna
Icesave. Gera á þessa greiðslu,
þessa 500 milljarða, upptæka og
nota þetta fé sem bætur fyrir það
tjón sem hryðjuverkalögin ollu
þjóðinni og það tjón sem varð
vegna dráttar á lánum frá AGS.
Er ekki löngu tímabært að
þjóðin gefi fjórflokknum frí í eitt
til tvö kjörtímabil og kalli til nýja
flokka og nýtt fólk?
Vilji þjóðarinnar í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum
Greiðum ekki krónu
meira vegna Icesave
Friðrik Hansen
Guðmundsson
verkfræðingur og
frambjóðandi Lýðræðis-
vaktarinnar
Þ egar við göngum til kosninga er mikilvægasta
spurningin þessi: höf-
um við það betra í dag
en fyrir fjórum árum?
Svarið við þeirri spurn-
ingu er ótvírætt já.
Verðbólga hefur lækkað
úr 18% í 3,9%, stýrivextir
úr 18% í 6%, laun hafa
hækkað um 5% undan-
farið ár og kaupmáttur
er á uppleið, skulda-
tryggingaálag hefur
lækkað úr 15% í 1,4%,
atvinnuleysi úr 9,1% í
5,3% og hagvöxtur hefur verið á
bilinu 1,6-2,5% frá árinu 2011 eftir
mikinn efnahagssamdrátt við
hrunið. Það er meiri hagvöxtur
en í flestum samanburðarlöndum
í Evrópu. Stærsta verkefni ríkis-
stjórnarinnar hefur verið að forða
gjaldþroti þjóðarbúsins og það
hefur tekist með eftirminnilegum
hætti. Halli ríkissjóðs sem var
216 milljarðar árið 2008 lækkar
í innan við 4 milljarða á þessu
ári skv. fjárlögum 2013 og það er
viðsnúningur sem engin önnur
ríkisstjórn á Vesturlöndum getur
státað af. Þessi árangur gerir
okkur kleift að auka á ný framlög
til menntamála, heilbrigðismála
og bæta stöðu íslenskra heimila.
Það segir sína sögu að með því að
lækka fjárlagahallann svo mikið
hefur ríkið sparað vaxtakostnað
sem nemur rekstrarkostnaði allra
háskóla á Íslandi, eða
um 17 milljarða króna.
Margt verið gert í
skuldamálum
Ráðist hefur verið í
umfangsmiklar leið-
réttingar á skuldum frá
hruni og er nú svo kom-
ið að skuldir heimila og
fyrirtækja hafa lækkað
um nær helming frá
hausti 2008, úr 510%
af landsframleiðslu í
280%. Skuldir heimil-
anna hafa lækkað um
300 milljarða á síðustu
tveimur árum eða um 19 prósentu-
stig af landsframleiðslu. Ríkis-
stjórnin hefur notað vaxtabætur
til að draga úr byrði heimilanna
og á árunum 2011 og 2012 var að
jafnaði um 30% vaxtakostnaðarins
endurgreiddur úr ríkissjóði en allt
upp í 45% hjá tekjulægstu heimil-
unum.
Réttlátar lausnir
Skuldir heimilanna eru nú svipað-
ar og þær voru 1. júní 2007. Engu
að síður þurfa ákveðnir hópar á
viðbótar stuðningi að halda og
telur Samfylkingin sanngjarnt að
grípa til enn frekari aðgerða til
að koma til móts við þá skuldara
með verðtryggð lán, sem keyptu
á versta tíma fyrir hrun og urðu
fyrir mestum forsendubresti. Það
á síst ekki við um þá sem keyptu
húsnæði á árunum fyrir hrun þeg-
ar húsnæðisverð var hæst og lentu
síðan í gengisfellingu krónunnar
á árinu 2008, þegar gengið féll
um ríflega 50%. Samfylkingin vill
lækka höfuðstól lána þessa hóps
en taka tillit til tekna og eigna-
stöðu fólks. Það er ekkert réttlæti
í því að nota hundruð milljarða í að
leiðrétta skuldir hátekjufólks með
miklar eignir á sama tíma og
skortur er á fjármagni í heil-
brigðiskerfi, almannatryggingar
og skólana.
Við viljum hins vegar koma til
móts við þá sem þurfa á aðstoð
að halda til að lifa mannsæmandi
lífi. Sérstök áhersla verður lögð á
að viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs
fái sambærilegar leiðréttingar og
viðskiptavinir bankanna og að
skuldarar með lánsveð fái sömu
leiðréttingar og aðrir skuldarar
með verðtryggð lán. Alþingi hefur
þegar samþykkt tillögu okkar
um að greiddar verði út sérstakar
vaxtabætur á þessu ári til láns-
veðshópsins og verið er að leggja
lokahönd á samkomulag við líf-
eyrissjóði um að skuldarar með
lánsveð geti nýtt sér 110% leiðina
eins og aðrir. Samfylkingin mun
beita sér fyrir því að þessar nýju
aðgerðir í skuldamálum heimil-
anna verði fjármagnaðar með því
að nýta svigrúm sem kann að
skapast í samningum við kröfu-
hafa um krónueignir þeirra og
viðbótarskatti á hagnað bankanna
sem nam rúmum 65 milljörðum
króna á síðasta ári.
Skuldir heimilanna hafa lækkað á kjörtímabilinu og kaupmáttur er á uppleið
Höfum við það betra?
Skúli Helgason
frambjóðandi
Samfylkingarinnar í 3.
sæti í Reykjavík norður
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar:
Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af
hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun,
nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi
skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn
ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum
asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið.
Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða
augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi
lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar
hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum
aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði
við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Verkjastillandi
bólgueyðandi
ÁNÆGJA
EÐA END
URGREIÐSLA!
Gildir frá 1. apríl - 30. júní 2013
24 viðhorf Helgin 19.-21. apríl 2013