Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 72
4 brúðkaup Helgin 19.-21. apríl 2013 Frábær brúðargjöf Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra · Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta ® Nú skiptir hvert kíló máli Fisléttar ferðatöskur Harðar og mjúkar Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is 8.995,- St. 36 - 42 Einnig til í svörtu og grænu 8.995,- St. 36 - 42 Einnig til í svörtu og grænu 12.995,- St. 36 - 41 Einnig til í svörtu 12.995,- St. 36 - 41 Einnig til í svörtu 12.995,- St. 36 - 42 Einnig til í svörtu 13.995,- St. 36 - 41 Einnig til í svörtu Fjarðagötu 13 • Í Firðinum Hafnarfirði • S. 555 4420 Gerum hús að heimili Brúðar gjafir við allra hæfi tripod standlampi 37.000 kr. tiL Í tVEiMUr LitUM Lampaskermar í miklu úrvali. Skermur er ekki innifalinn í verði. TEKK COMPANY og HABITAT Kauptúni | Sími 564 4400 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18 H jálmar segir fólk kjósa að ganga í hjónaband því það vilji staðfesta góðan veru- leika. „Fólk vill segja já við hvort annað við altarið. Fólk vill líka stað- festa fyrir fjölskyldu og vinasam- félagi að þetta sé ekki bara samn- ingur um hjónaband heldur lífsstíll.“ Hjálmari þykir ósköp ljúft að ganga inn í það andrúmsloft að taka þátt í því með brúðhjónum að skapa fallega athöfn þannig að dagurinn verði eftirminnilegur og kalli fram hlýjar tilfinningar. Brúðkaupsdagurinn er mikilvægur Í tengslum við jarðarfarir og gerð æviágrips er brúðkaupsdagsins nær alltaf getið. Við undirbúning jarðar- fara spyr Hjálmar eftirlifandi maka oft hvaða minningar viðkomandi eigi tengdar sínum brúðkaupsdegi. Bæði við undirbúning brúðkaupa og önnur tækifæri spyr Hjálmar fólk oft hvað það hafi verið í fari makans sem hafi heillað í fyrstu. „Margir muna það ljómandi vel,“ segir Hjálm- ar glaðlega og bætir við að honum finnist ekkert fallegra en ung ást- fangin hjón, nema gömul ástfangin hjón sem saman hafa farið langa leið þar sem skin og skúrir hafa skipst á. „Brúðkaupsdagurinn er stór dagur og það er ekki kastað til höndum. Ég er alveg viss um það þó stundum sé talað um að þetta sé bara glamúr þá er afar sjaldgæft að manni finn- ist ekki full heilindi,“ segir Hjálmar. Svarið við altarið Að sögn Hjálmars fyllast brúðhjón stundum kvíða yfir því að skipu- leggja svo mikilvægan dag. „Ég segi nú oft við brúðhjón að ef þau vita hvað þau ætla að segja þegar ég spyr þau við altarið, þá sé allt í góðu  Hjálmar jónsson glaðværð einkennir Hjónavígslur Undirbúningur með brúðhjónum ljúft starf „Brúðkaup er stutt athöfn með langtímagildi,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sem blæs á þær ráðleggingar að fólk eigi aldrei að fara ósátt að sofa. Þvert á móti telur Hjálmar gott fyrir fólk að sofa á málunum og ræða þau eftir að hvíld er náð. lagi. Allt annað eru umbúðir og þær ber að hafa bara eins og þær koma fyrir. Það getur ekkert komið upp á ef brúðhjónin vita hvað þau ætla að segja og það vita þau alltaf,“ segir Hjálmar. Oft eiga brúðhjón börn og því tel- ur Hjálmar eðlilegt að þau taki þátt í athöfninni, til dæmis sem hringa- berar. „Börnunum er málið skylt og því fá þau stundum að vera nokk- urs konar aðstoðarprestar þegar að hringunum kemur. Mér finnst það svo fallegt því þetta er líka fjöl- skylduathöfn.“ Á árum áður starfaði Hjálmar sem prestur á Sauðárkróki þar sem allir þekkja alla. Eftir að hann hóf störf í Reykjavík tók hann upp þá reglu að biðja brúðhjón alltaf að svara nokkr- um spurningum eins og til dæmis hvenær fólk hafi áttað sig á því að það vildi búa saman og hvenær það hafi vitað að það væri ástfangið. Með þessu gerir Hjálmar starfið sitt persónulegra og kemur í veg fyrir að honum finnist hann vera að vinna færibandavinnu þegar annasamir tímar eru í kirkjunni. Mismunandi hjónavígslur „Fyrst og fremst undirbýr fólk hjóna- vígsluna eins og það sé að undirbúa sína lífshamingju og það undirbýr vel,“ segir Hjálmar og bætir við að stundum sé það þannig að fáir séu viðstaddir hjónavígslur. „Fólk kallar saman nánustu fjölskyldu eða nán- asta vinahóp en stundum eru þetta stærri athafnir. Helgin, virðingin og glaðværðin fer ekkert endilega eftir fjöldanum. Stundum eru bara tíu manns viðstaddir og það er ofsa gott líka. Það hefur ekkert um gildi hjónavígslunnar að segja hvort margir eða fáir eru viðstaddir,“ segir Hjálmar. Umburðarlyndi er mikilvægt Að sögn Hjálmars er mikilvægt í hjónabandinu að temja sér umburð- arlyndi og forðast pirring. „Það þarf oft afskaplega lítið til. Við erum svo misjafnlega fyrirkölluð frá degi til dags. Þannig er nú bara lífið,“ segir Hjálmar inntur eftir ráðleggingum fyrir hjón. Hjálmar segist algerlega ósammála þeirri ráðleggingu að fólk fari aldrei ósátt að sofa. Þvert á móti eigi fólk að sofa á málunum og ræða þau þegar hvíld er náð. „Fólk ætti ekki að eyða nóttinni í rifrildi held- ur fara að sofa og sammælast um að ræða málin næsta dag.„ Hjálm- ar segir hjónabandið viðkvæmasta og nánasta samfélag fólks og þess vegna sé svo gott til þess að hugsa að svo margir finni í því hamingjuna og rækti hana. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Hjálmar Jónssson dómkirkjuprestur segir það ljúft að ganga inn í það andrúmsloft að skapa fallega athöfn með brúðhjónunum. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.