Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 76
8 brúðkaup Helgin 19.-21. apríl 2013
Þ egar Kristín og Eiríkur kynntust fyrst æfðu þau bæði handbolta með FH. Eitt kvöldið var Kristín
í Kaplakrika að fagna titli með liðsfélög-
um sínum og slóst Eiríkur í hópinn og
eftir það kvöld hafa þau verið par. Eftir
árs samband trúlofuðu þau sig þó gifting
hafi ekki verið á stefnuskránni strax. Það
var svo á aðfangadagsmorgun í fyrra að
Eiríkur setti upp ratleik sem hófst í skó
úti í glugga og endaði við jólatréð þar sem
hann bað Kristínar. Eirík hafði langað að
biðja Kristínar fyrr um haustið en ákvað
að bíða með bónorðið því hún var að læra
fyrir próf á þeim tíma. Eiríkur þekkir sína
konu og vissi að hún myndi strax fara á
fullt að skipuleggja brúðkaupsdaginn.
Undirbúningstíminn skemmtilegur
Strax á aðfangadag hófust Kristín og Ei-
ríkur handa við undirbúning brúðkaups-
ins. Þau voru sammála um að það skyldi
haldið að sumri til og lögðu inn pöntun
hjá prestinum sínum á milli jóla og nýárs.
„Ég hafði alltaf ímyndað mér að þegar
að brúðkaupinu kæmi myndum við hafa
heilt ár til að undirbúa en við fórum á fullt
eftir áramót að skipuleggja stóra daginn,“
segir Kristín sem hefur gaman af undir-
búningnum en viðurkennir að hann geti
líka verið svolítið stressandi.
Kristín og Eiríkur spá og spekúlera
saman í öllu því sem viðkemur brúð-
kaupsdeginum. „Ég myndi segja að
þetta skiptist nokkuð jafnt á milli okk-
ar. Ég skoða reyndar skraut og svoleiðis
meira en Eiríkur en sýni honum alltaf
þegar ég finn eitthvað sniðugt á netinu,“
segir Kristín. „Mér finnst mjög gaman
að finna eitthvað á netinu sem hún biður
mig um,“ segir Eiríkur og bætir við að
hann hafi mjög gaman að undirbúningi
brúðkaupsins.
Stóri dagurinn
Eiríkur og Kristín kynntust fyrst í Kapla-
krika í Hafnarfirði fyrir sjö árum og hafa
verið saman síðan. Því er viðeigandi að
veislan verði þar. Giftingarathöfnin fer
fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann 13.
júlí og mun séra Einar Eyjólfsson gefa
þau saman. „Það kom aldrei neinn annar
prestur til greina en séra Einar. Hann
skírði mig og fermdi og skírði dóttur
okkar og fermdi Eirík,“ segir Kristín.
Athöfnin verður síðdegis og er stefn-
an að halda líflega veislu langt fram á
nótt. Tveggja ára dóttir Eiríks og Krist-
ínar mun taka þátt í athöfninni og ganga
inn kirkjugólfið með frænkum sínum og
frændum. Undirbúningurinn er langt á
veg kominn og hafa þau þegar útvegað
sér föt fyrir stóra daginn. Eiríkur keypti
sér jakkaföt en Kristín leigir kjól frá
kjólaleigunni Tvö hjörtu. Valið á brúðar-
kjólnum var nokkuð strembið enda margt
í boði. Kristín brá því á það ráð að taka
myndir af sér í nokkrum kjólum og skoða
þær heima í rólegheitum. „Það var gott
að geta skoðað myndirnar heima og sjá
hvaða kjóll var bestur,“ segir Kristín.
„Við þekkjum kokkinn sem eldar mat-
inn í veislunni. Einu sinni vorum við í
fermingarveislu og fengum alveg rosa-
lega góðan mat. Þá fór ég að grennslast
fyrir um það hver kokkurinn væri og
þá kom í ljós að ég þekkti hann. Það er
frábært að hann geti séð um matinn í
veislunni okkar,“ segir Eiríkur. Parið var
sammála um að hafa lambakjöt og kal-
kúnabringu í aðalrétt en á enn eftir að
ákveða hvernig brúðkaupstertan verður.
,,Kakan er smá hausverkur,“ viðurkennir
Eiríkur.
Ættingjar frá útlöndum
Þar sem Kristín á marga ættingja sem
búa í Noregi og Svíþjóð létu þau alla brúð-
kaupsgestina vita um dagsetningu brúð-
kaupsins strax í byrjun ársins. Helgina
eftir brúðkaupið verður svo haldið ættar-
mót á Íslandi svo gestirnir frá útlöndum
geta slegið tvær flugur í einu höggi í ferð
sinni til Íslands næsta sumar.
Hjónabandið mikilvægt fjölskyld-
unni
Eiríki og Kristínu finnst mikilvægt að
þau gifti sig því nú eiga þau dóttur og
eru orðin fjölskylda. „Við eigum tveggja
ára dóttur og okkur finnst þetta mikil-
vægt hennar vegna. Við förum reyndar
ekki í kirkju á hverjum sunnudegi en mér
finnst samt alltaf gott að vita af kirkjunni
okkar,“ segir Kristín og Eiríkur bætir við:
„Formlega erum við fjölskyldan þá orðin
eining.“ Kristín og Eiríkur eru einnig
sammála um að gott sé að vera gift upp á
réttindi og slíkt og þar af leiðandi öryggi
fjölskyldunnar. Ekki skemmi svo fyrir að
hafa tilefni til að halda stóra veislu.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Kynntust í KaplaKriKa fyrir sjö árum og halda brúðKaupsveisluna Þar
Ratleikur og bónorð á
aðfangadagsmorgun
Kristín Linnet Einarsdóttir og Eiríkur Jónsson ætla að ganga í hjónaband í sumar og hafa staðið í ströngu við
undirbúning það sem af er árinu. ,,Mér finnst mjög gaman að skipuleggja brúðkaupið,“ segir Eiríkur sem er jafn
liðtækur og Kristín við undirbúninginn.
Eiríkur Jónsson og Kristín Linnet Einarsdóttir ætla að gifta sig í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
13. júlí og hlakka til að fagna brúðkaupsdeginum með vinum og ættingjum. Ljósmynd/Hari
blómahúsið hlín íslensK blóm
Blómaverkstæði
í sveitinni
Í nágrenni Reykjalundar að Sveinsstöðum í Mosfellsbæ
reka hjónin Hlín Eyrún Sveinsdóttir og Sigþór Hólm
Þórarinsson Blómahúsið Hlín. Hjónin rækta Maríu-
stakk sem vinsæll er í blómvendi og nota nær undan-
tekningarlaust íslensk blóm. Blómahúsið Hlín fagnar
20 ára afmæli sínu á þessu ári en það var opnað árið
1993 og var þá í gamla Kaupfélagshúsinu Mosfellsbæ.
„Maríustakkurinn finnst mér
yndislegur og ég rækta hann
sjálf og nota mikið. Sömuleiðis
Baldursbrá og Hansarós sem
eru svo fallegar. Ég fæ nú líka
að klippa annars staðar, blómin
leynast víða,“ segir Hlín sem not-
ast mikið við blóm sem vaxa úti í
náttúrunni í nágrenni blómabúð-
arinnar. Hjá Hlín Blómahúsi fást
brúðarvendir sem eingöngu eru
gerðir úr stráum og laufblöðum
og eru þeir í miklu uppáhaldi hjá
eigandanum.
Að sögn Hlínar eru rósavend-
ir alltaf vinsælastir hjá brúðum.
„Mér finnst kúluformið á rósa-
vöndum alltaf fallegast, alveg
sama hvort þeir eru unnir úr rækt-
uðum íslenskum rósum eða villt-
um,“ segir Hlín og bætir við að oft
sé litum blandað saman, svo sem
bleikum og kremuðum.
Nú þegar eru tvær helgar
næsta sumar full bókaðar hjá Hlín
Blómahúsi svo Hlín segir gott að
hafa góðan fyrirvara á þegar brúð-
arvöndurinn er valinn. „Stundum
pantar fólk með árs fyrirvara en
algengast er nú að panta mánuði
fyrir brúðkaup,“ segir Hlín hlæj-
andi. Hjá Hlín Blómahúsi eru
aðeins notuð íslensk blóm þó að
í einstaka tilfellum séu blóm flutt
inn til landsins.
Nánari upplýsingar má finna á
Facebook síðunni Hlín Blómahús.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Hlín Eyrún Sveinsdóttir notar villt blóm í brúðarvendi.
Brúðarvöndur, höfuðkrans
og barmblóm úr maríu-
stakk og baldursbrá.
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220
Sendum frítt
www.lindesign.is
Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum
Yfir 40 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa
Einstakar brúðargjar
Fyrir ykkar mýkstu stundir
úr vefverslun
Íslensk
hönnun