Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 20
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda öflugs atvinnulífs og betri lífskjara almenn-ings. Þetta er rétt að hafa í huga þegar vika er til alþingiskosninga. Ný þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er hvorki uppörvandi fyrir atvinnulíf né heimilin í landinu. Spáin nær frá 2013 til 2018. Gert er ráð fyrir að lands- framleiðsla aukist aðeins um 1,9 prósent á þessu ári og um 2,7 prósent á því næsta. Aukning einkaneyslu í ár verður minni en í fyrra og fjárfesting dregst saman um 2,3 prósent. Spár um launa- breytingar, gengi og verð- bólgu fela í sér að óstöðug- leiki muni áfram einkenna efnahagskerfið. Hagstofan gerir ráð fyrir 0,6 prósent minni hagvexti en í síðustu spá sem birt var í nóvember. Áætlað er að hag- vöxtur á árinu 2012 hafi verið 1,6 prósent sem er 1,1 prósent minna en sagði í fyrri spá stofnunarinnar. Meginskýr- ingin á lækkun hagvaxtarspár þessa árs liggur í minni fjárfestingum atvinnuveg- anna. Þá eru spár um útflutning lakari en í síðustu spá. Samtök atvinnulífsins benda á það sem fram kemur í spánni að launahækkanir og verðbólga verði áfram mun meiri en í við- skiptalöndum okkar. Spáð er að laun hækki um 5,5-6,0 prósent samanborið við 2,5 pró- sent í viðskiptalöndunum og að verðbólgan verði 4,2 prósent á þessu ári og 3,4 prósent á því næsta samanborið við 1-2 prósent al- þjóðlega. Þá er því spáð að gengi krónunnar haldi áfram að veikjast næstu árin. Launahækkanir umfram framleiðni- aukningu valda óhjákvæmilega verðbólgu, öllum til bölvunar, fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum sem horfa á verðlag hækka, auk verðtryggðra fasteignalána. Að þessu þarf að gæta en á undanförnum 15 árum hafa laun á Íslandi hækkað um 7 prósent á ári að jafnaði. Verðmætasköpun á hverja klukkustund hefur á sama tíma ekki vaxið að jafnaði nema um 2 prósent. Á þetta bend- ir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir það ekki koma á óvart að verðbólga sé langt umfram markmið stjórnvalda og Seðla- bankans þegar laun hækka margfalt meira en framleiðnin, ár eftir ár. Þorsteinn tiltekur að síðasta áratug, 2003-2012, hafi laun að meðaltali hækkað um 81 prósent hérlendis en vegna mikillar verðbólgu hafi kaupmáttur launa aðeins aukist um 3,5 prósent á þessu tímabili, um 0,4 prósent árlega. Til samanburðar nefnir hann þróunina í Danmörku og Svíþjóð. Þar hækkuðu laun á þessum áratug um 27- 28 prósent og kaupmáttur launa um 8-11 prósent eða um 1 prósent árlega að jafnaði. Framkvæmdastjórinn segir að launahækk- anir í þessum helstu nágrannalöndum okkar hafi verið hóflegar og í samræmi við framleiðniþróun og stöðugt verðlag þannig að kaupmáttur hafi vaxið jafnt og þétt. „Það er því full ástæða fyrir Íslendinga að læra af reynslu Norðurlandanna af kjarasamn- ingum,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Sam- keppnisstaða útflutningsiðnaðar er grund- völlur kjarasamninga á Norðurlöndunum. Samkeppnisaðilar beggja vegna borðs eru sammála um að kostnaðarhækkanir megi ekki skerða samkeppnisstöðu útflutnings- fyrirtækjanna því það fækki störfum og dragi úr útflutningi. Samkeppnisgreinarnar skapa því svigrúm til launahækkana á öllum vinnumarkaðnum. Kjarasamningar í öðrum atvinnugreinum, bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum, fylgja síðan for- dæmi samkeppnisgreinanna.“ Ætli Íslendingar sér að ná tökum á verð- bólgunni verða væntingar til kjarasamninga að vera raunsæjar. Til lengri tíma litið skilar það betri afkomu. Mikilvægt er að nýtt alþingi og ný ríkis- stjórn beiti sér af alefli gegn því að dökk spá Hagstofunnar gangi eftir. Brýnasta verk- efni þeirra stjórnvalda sem við taka er að bæta skilyrði fyrir auknum fjárfestingum, ekki síst í útflutningsgreinum. Það er for- senda þess að verðmætaaukning verði sem fjölgar störfum og bætir lífskjör. Afnám gjaldeyrishafta er meðal forsendna fyrir auknum fjárfestingum. Sama á við um stöð- ugt gengi krónunnar sem er forsenda fyrir aukinni samkeppnishæfni fyrirtækja. Forsenda öflugs atvinnulífs og bættra lífskjara er efnahagslegur stöðugleiki Spá sem má ekki ganga eftir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is En ef það er kjörgengt? Er óæskilegt fólk að koma inn í landið? Já – ég vil stoppa það. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, bjó lengi erlendis og er ekki kjörgengur. Hann vill endurskoða Schengen-samkomulagið og huga betur af því hverjum er hleypt inn í landið. Meiðyrði? Víktu burt, drullusokkur Teitur Atlason, bloggari og frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur þessi kröftuglegu vígorð eftir Gunn- laugi M. Sigmundssyni og segir hann hafa kallað þetta yfir hann á fjölmennum fundi í Hörpu. Teitur og Gunnlaugur tókust nýlega á fyrir dómstólum þar sem Teitur varðist meiðyrðakæru frá Gunnlaugi og hafði betur. Er þetta betra klukkan hálf tvö? Ég læt ekki bjóða mér svona klukkan hálf níu á morgnana. Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Samfylkingarinnar, taldi glósu Gunnlaugs Sigmundssonar til Teits Atlasonar ætlaða sér og frábiður sér almennt svona orðbragð í morgunsárið. Ekki hönnuð fyrir Hönnu Þá er rangt, sem komið hefur fram, að einstaka starfsmenn ritstjórnar hafi starfað fyrir varaformann Sjálfstæðis- flokksins og engu breytti um þessa ákvörðun að útgefandi blaðsins hafi fyrir tæpum áratug unnið við framboð hans. Björgvin Guðmundsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hafnaði því alfarið að skoðankönnun blaðsins, sem sýndi að fleiri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna leiddi hann, hefði verið gerð með hagsmuni hennar í huga. Hvernig má þetta vera? Við sjáum það að við erum bara rétt ofan við fimm prósenta múrinn og það þýðir auðvitað að sá flokkur sem er lengst til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum sem hefur verið á þingi og sá flokkur sem hefur sett grænu málin á oddinn, hann er bara við það að detta út af þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, útskýrir hvað gerist ef enginn kýs VG. Mikilvægt atkvæði tapast Já ég vissi af þessu. Sturla Jónsson, oddviti framboðsins Sturla Jónsson, getur ekki kosið sjálfan sig þar sem hann býður fram í öðru kjördæmi en hann á lögheimili. Enda klikkuð stefna Ég bara er ekki sammála starfsmanna- stefnunni sem hefur verið rekin þarna undanfarna mánuði. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, þarf ekki lengur að þola undarlega starfsmannastefnu útgáfufélagsins Birtíngs þar sem henni var sagt fyrirvaralaust upp störfum eftir átta ára starf þar sem hún hafði staðið sig „gríðarlega vel“ að mati framkvæmdastjórans sem rak hana. Amnesty? Hvað er það? Þessi ummæli benda til þess að mann- eskjan þekki ef til vill ekki þessa upp- byggingu á samtökunum, ég leyfi mér að gera það í hugarlund. Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, fékk lítinn botn í undarleg ummæli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálpar, sem amaðist við því að Amnesty væri að sinna arfa í útlöndum á meðan Íslendingar ættu ekki til hnífs og skeiðar. Blessaður, hafðu ekki áhyggjur af því Ég held að flestir geri einhver mistök en að það hafi verið eitthvað kerfis- bundið svindl í gangi er alveg fráleitt. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verst Seðlabankanum sem hefur kært fyrirtækið til sérstaks saksóknara.  Vikan sEm Var Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 *Verðdæmi miðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla á mynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. Aukabúnaður á mynd: álfelgur. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda. Komdu í heimsókn í nýjan sýningarsal okkar að Ármúla 17 1,2 l7.990.000 kr. /100 kmOpel Ampera rafmagn/bensín Verð frá:* E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 4 3 4 ** 5,7 l5.690.000 kr. /100 kmOpel Insignia Wagon 2.0 dísil ssk. Verð frá:* ** KYNNTU ÞÉR NÝJAN SPARNEYTINN OPEL Sölumenn okkar eru í tilboðsstuði! 4,5 l5.190.000 kr. /100 kmOpel Zafira Tourer 2.0L dísil Einnig fáanlegur ssk. Verð frá:* ** 20 viðhorf Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.