Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 45
K ristín Birna Ólafsdóttir er að ljúka meistara-gráðu í íþróttavísindum og þjálfun við Háskólann
í Reykjavík. Sem hluta af meistara-
verkefni sínu fékk hún fólk með
þunglyndis- og/eða kvíðaeinkenni í
hópæfingar þrisvar í viku í átta vik-
ur. Bæði voru gerðar æfingar til að
auka úthald og styrk. „Árang-
urinn var mjög góður,“ segir
Kristín. Þunglyndiseinkenni
minnkuðu að meðaltali úr
því að vera miðlungsalvar-
leg niður í að vera undir
viðmiðunarmörkum fyrir
þunglyndi. Þar að auki
var rúmlega helm-
ingur þátttakenda
kominn undir
viðmið bæði
fyrir þunglyndi
og kvíða eftir
að æfinga-
tímabili lauk
og þannig
ekki með
nein mælan-
leg einkenni
kvíða eða
þunglyndis.
„Öll hreyf-
ing er holl og
góð fyrir bæði
líkama og sál.
En til þess að
hreyfimeðferð
virki sem best
fyrir fólk sem á
við þennan vanda
að stríða er gott að
hafa fagaðila sem
sér um utanumhald og uppbygg-
ingu æfinga. Tegund, uppsetning
og ákefð æfinga skipta máli til þess
að sem bestur árangur náist þegar
kemur að kvíða og þunglyndi,“
segir Kristín. Hún bendir á að rann-
sóknir hafi sýnt að úthaldsþjálfun,
minnst þrisvar í viku þar sem
náð er 60-80% af hámarkspúlsi
skili einna bestum árangri
þegar kemur að þunglyndis-
einkennum. „Um leið og
ákefðin er of mikil eða of lítil
er árangur ekki eins góður,“
segir hún.
Kristín bar árangur úr
rannsókn sinni saman við
árangur þátttakenda í
rannsókn þar sem
notast var við
ósértæka hug-
ræna atferlismeð-
ferð í hópi, sem
er sálfræðimeð-
ferð þar sem fólk
með mismunandi
einkenni fer í
hópmeðferð og
hefur sýnt mjög
góðan árangur á
kvíða- og þung-
lyndiseinkenn-
um. „Árangur
hreyfingar var
heilsa 45Helgin 19.-21. apríl 2013
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúrulegt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
ÞREYTT AUGU
Vilt þú fá meira út úr lífinu?
Ný námskeið hefjast í maí
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Kvennaleikfimi
Mán., mið. og fös. kl. 16:30.
Þri. og fim. kl. 10:00.
Yoga
Þri. og fim. kl. 12:00.
Í form fyrir golfið
þri. og fim. kl. 12:10-12:55.
Morgunþrek
Fyrir lengra komna.
Mán., mið. og fös. kl. 7:45 eða 09:00.
Zumba og Zumba toning
Þri. og fim. kl. 16:30.
Verð: 4 vikur, 3x í viku kr. 14.900,-
Verð: 4 vikur, 2x í viku kr. 12.900,-
Fyrir 60 ára og eldri
Zumba gold fyrir þá sem hafa gaman
af að dansa.
Þri. og fim. kl. 11:00.
Leikfimistímar fyrir þá sem vilja styrkja sig.
Mán og mið kl. 11:00 eða 15:00.
Verð kr. 9.900,-
Stoðkerfislausnir
Hentar einstaklingum sem glíma við einkenni
frá stoðkerfi svo sem bakverki, verki í hnjám
eða eftirstöðvar eftir slys.
Mán., mið. og fös. kl. 15:00 eða 16:30.
Verð 3x í viku, 6 vikur, kr. 26.900,-
Hefst 13. maí.
Orkulausnir
Hentar þeim sem vilja byggja
upp orku t.d. vegna vefjagigtar
eða eftir veikindi.
Þri. og fim. kl. 10:00 eða 15:00
Verð 2x í viku, 6 vikur, kr. 23.900,-
Hefst 14. maí.
Lyaskömmtun er ókeypis þjónusta sem Lyaborg býður viðskiptavinum
sínum. Hún hentar einstaklega vel þeim sem taka að staðaldri nokkrar
tegundir lya og vítamína.
Ókeypis skömmtun á lyum
Fljótleg Þægileg Örugg Persónuleg
Heilsa Reglubundin HReyfing bætiR andlega Heilsu
Hreyfing er vopn gegn þunglyndi
Ný íslensk rannsókn staðfestir það sem margir vissu, að reglubundin hreyfing minnkar þunglyndi og
kvíða. Meistaranemi í íþróttavísindum segir hreyfingu vera ódýrt meðferðarúrræði sem bæti lundina.
betri,“ segir Kristín. Hún kynnti
niðurstöður sínar á Sálfræðiþingi
sem haldið var fyrr í þessum mán-
uði. „Það bendir allt til að reglu-
bundin hreyfing geti verið gott
meðferðarúrræði fyrir fólk með
þunglyndis- og kvíðaeinkenni og
þar sem hópæfingar virka svona
vel þá getur þetta einnig verið ódýr
meðferð,“ segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Kristín Birna
Ólafsdóttir meist-
aranemi er sjálf
dugleg að hreyfa sig,
æfir frjálsar íþróttir
og uppsker eins og
hún sáir. Ljósmynd/Hari