Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 2
Smurostar við öll tækifæri ms.is ... ný bragðtegund H VÍ TA H ÚS IÐ / S ÍA - 11 -0 50 9 Ný bragðtegund með pizzakryddi Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréinn ... brauðréinn ... súpuna eða á hrökkbrauðið Tvö þúsund leiksýningar Leikhúsgestir hjá atvinnuleikhúsunum, leik- hópum og áhugafélögum veturinn 2011-12 voru nálægt 350 þúsund talsins og sýningarnar rúmlega tvö þúsund, samkvæmt tölum frá Hag- stofunni. Af þeim voru sýningargestir atvinnu- leikhúsanna fjögurra tæplega 300 þúsund. Atvinnuleikhópar eru rúmlega 60 og settu upp 91 sýningu á tímabilinu. Metfjöldi leikhússgesta ef horft er til síðustu þriggja áratuga hjá atvinnu- leikhúsunum var sýningarárið 1998-9 þegar um 315 þúsund gestir mættu í leikhús. -sda Nær fimm þúsund vildu hlut í VÍS Mikil umframeftirspurn var í hlutafjárútboði VÍS en tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlut í félaginu. Alls var 70 prósent af hlutafé félagsins selt fyrir 14,3 milljarða króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að selja 60 prósent hlut en seljandinn hafði heimild til að stækka útboðið um 10 prósent. Útboðið er skýr vísibend- ing um að áhugi á hlutabréfamarkaðnum sé að Vilja snjóframleiðslu og skíðahús Skíðasamband Íslands hefur sent sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu hvatningu til þess að bæta aðstöðu skíðamanna á svæðinu sem þeir segja í miklum ólestri. Skíðamenn skora á sveitarfélög að koma upp snjófram- leiðslu í Bláfjöllum og Skálafelli auk þess sem þeir vilja að hugmyndir um byggingu skíðahúss í Úlfarsfelli verði teknar til sérstakrar athugunar. Skíðasambandið lýsir jafnframt miklum áhyggjum af aðstöðuleysi sem lýtur bæði að keppnisfólki og almenningi. -sda aukast, segir Greining Íslandsbanka. „Fjármagnshöftin takmarka fjár- festingarkosti fyrir innlenda fjár- festa og hlutabréf gefa fjárfestum tækifæri til að auka eignadreifingu og freista þess að ná hærri ávöxtun á eignasafn sitt. Velta má því fyrir sér hvort fleiri félög muni ekki reyna að nýta þann meðbyr sem hlutafjármarkaður virðist hafa og freista skráningar á árinu. TM mun í öllu falli verða skráð á markað á árinu en útboð félagsins hefst 22. apríl.“ - jh Fleiri flytjast til landsins en frá því Á fyrsta ársfjórðungi fluttust 480 fleiri til landsins en frá því og er það þriðji ársfjórðungurinn frá hruni 2008 sem sú tala er jákvæð, en á fjórða fjórðungi í fyrra fluttust 620 fleiri til landsins en frá því, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Er þetta umtalsverður viðsnúningur frá því sem var skömmu eftir hrun og batamerki í efnahagslífinu, að því er fram kemur hjá Greiningu íslandsbanka. Atvinnuleysi hefur minnkað og störfum fjölgað sem er öfugt við þróun víða í nálægum ríkjum. Á árinu 2009 fluttust 4.835 fleiri frá landinu en til þess, og á ár- unum 2009 til 2012 hafa samanlagt 8.692 fleiri flust frá landinu en til þess, en það er ríflega 2,7 prósent heildaríbúafjölda í landinu í upphafi árs 2009. - jh G unnlaugur Jónasson, bóksali á Ísafirði, byrjaði um miðjan aldur að taka þátt í Fossavatnsgöngunni. Þann 4. maí. Hann er 82ja ára og reynir að fara sem oftast á gönguskíði. „Það er svo stutt að fara. Það líða ekki nema tólf mínútur frá því maður stendur upp úr sófanum og þar til maður er kominn á skíðin hér uppi í dal,“ segir Gunnlaugur. Hann hefur nú tekið þátt í hinni árlegu Fossavatnsgöngu, elstu og fjölmennustu göngu- skíðakeppni landsins, í bráðum þrjátíu ár. „Ég rölti þetta bara á mínum hraða,“ segir hann og bætir hógvær við: „Ég er ekki einn af aðalköppunum.“ Gunnlaugur segir mikilvægt að segja sér markmið. Í ár er markmiðið að fara 20 kílómetrana á tveimur tímum. „Einu sinni var markmiðið einn og hálfur. Maður bara metur þetta raunsætt,“ segir hann. Þegar Gunnlaugur var tólf ára patti á Ísafirði keppti hann í skíðagöngu við góðvin sinn að nafni Oddur Péturs- son. „Hann var þá mikill kappi og vann mig. Við kepptum oft eftir þetta og hann var alltaf langt á undan mér. En 58 árum síðar hafði staðan breyst, hann var orðinn slapp- ari og ég varð loks á undan,“ segir Gunnlaugur hlæjandi. „Ef þetta er ekki þolinmæði þá veit ég ekki hvað!,“ bætir hann við. Gunnlaugur lét þess ekki getið sérstaklega en Oddur átti glæstan skíðaferil og keppti tvisvar á vetraról- ympíuleikunum fyrir Íslands hönd á skíðum. Það er síðan afabarn Odds, Albertína Friðbjörg Elías- dóttir, sem er einn af forsvarsmönnum göngunnar í ár. Hún leggur áherslu á að gangan sé fyrir alla, hvort sem um er að ræða þrautþjálfaða keppnismenn, byrjendur eða börn. Þegar hafa um 200 manns frá ellefu löndum skráð mig, meðal annars frá Brasilíu. Albertína er mjög spennt fyrir göngunni. Skipulagið er alltaf með sama sniði. Á fimmtudeginum fyrir gönguna kennir heimsþekktur gönguskíðakappi þátttakendum réttu tökin, á föstudegi er skráning og pastaveisla. Keppnin sjálf er á laugardeg- inum. „Strax að henni lokinni er síðan kökuveisla þannig að þetta verður eins og risastór fermingarveisla,“ segir Albertína. Hún tekur ekki sjálf þátt í ár heldur tekur á móti keppendum í marki og hvetur þá síðasta spölinn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Útivist FossavatnsGanGan hentar öllum Sigraði ólympíufarann Bóksali á níræðisaldri er strax byrjaður að hlakka til hinnar árlegu Fossavatnsgöngu á Ísafirði. Hann hefur verið á skíðum frá barnsaldri og bæði sýnir og sannar að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Gunnlaugur Jónasson segir fátt betra en að fara á gönguskíði í kafaldsbyl og fá súrefni í kroppinn. Honum líkar einnig ágætlega að skíða í sólinni. Ljósmynd/Benedikt Hermannsson Ég er ekki einn af aðal- köppunum. Kostnaður Ríkisútvarpsins við Söngva- keppnina, undankeppni Eurovision, var um 30 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni dagskrár- stjóra. Hann segir að ekki sé búið að gera upp alla kostnaðarliði en fyrir liggi að kostn- aðurinn verði nokkuð lægri en fyrri ár, eins og lagt hafði verið upp með. „Við þetta má bæta að innsend lög hafa aldrei verið fleiri en í ár, áhorfið með mesta móti en um 57 prósent áhorf var á úrslita- kvöldið og bar aukin þátttaka í símakosn- ingu vitni um það,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn upplýsir jafnframt að kostn- aður við að senda Eyþór Inga Gunnlaugs- son og föruneyti til þátttöku í Eurovision í Svíþjóð verði á svipuðum slóðum ef ekki ögn lægri en fyrri ár, um 30 milljónir króna. Samanlagður kostnaður RÚV við Eurovision er því um 60 milljónir króna. Kostnaður við Áramótaskaupið 2012 var sömuleiðis á pari við fyrri ár. RÚV varði um 30 milljónum króna í framleiðslu þessu. Áhorf á Skaupið var 84,4 prósent  sönGkeppni kostnaður rÚv svipaður oG undanFarin ár Eurovision kostar 60 milljónir króna Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Eyþór Ingi syngur fyrir Íslands hönd í Malmö. RÚV ver um 30 milljónum í að senda hann út. 2 fréttir Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.