Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 35
Undir fjallrisum við sólarupprás H Hafi andstæður Indlands komið okkur hjónum mátulega á óvart í nýlegri ferð þangað sló nágrannaríkið Nepal það út. Ég viðurkenni að ég vissi lítið um landið fyrirfram, annað en að það er fjalllent. Hákambur sjálfra Himalajafalla er á norð- urlandamærunum þar sem hæst ber tind Everestfjalls, hinn hæsta á jörðu, hvorki meira né minna en 8848 metra hár, eða rúmlega 29 þúsund fet yfir sjávarmáli. Í slíkri ógnarhæð fljúga farþegaþotur. Það er því með nokkrum ólíkindum að mann- skepnan sé að þvælast í þeirri hæð en svo er nú samt. Hátindi Everestfjalls náðu Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Nepalinn Tenzing Norgay fyrstir manna fyrir tæpum 60 árum, 29. maí árið 1953. Síðan hefur fjöldi manna sigrast á fjall- inu, þar á meðal Íslendingar – og raunar ætla tveir landa okkar sér á tindinn nú í maí – en ekki er það hættulaust. Á þriðja hundrað manns hafa farist við þær til- raunir. Með aukinni tækni farast færri en fyrir árið 1990 voru dauðalíkur þeirra sem reyndu fjallgöngu á þennan jarðar- topp hvorki meiri né minni en 37 prósent. Nær fjórir af hverjum tíu sem reyndu áttu ekki afturkvæmt. Það þurftu því að vera temmilega geggjaðir menn sem lögðu slíkt fyrir sig. Tilgangurinn með Nepalsheimsókn- inni var því ekki fjallganga, fjarri því, þótt vissulega væri spennandi að horfa til þessara fjallrisa, fjórum sinnum hærri en hæsti Íslandstindur en fjórtán fjallatindar á þessu svæði eru yfir 8000 metra háir. Hótelið okkar í Katmandu, höfuðborg Nepal, var að sönnu fínt og fyrsta flokks en það átti ekki við um allt sem fyrir augu bar. Mengun er sorglega mikil í þessu fallega fjallalandi og áin sem renn- ur í gegnum höfuðborgina sú skuggaleg- asta sem við höfum séð, sannkölluð sorp- og skolprenna. Hún er engu að síður heilög í augum heimamanna og á bakka hennar sáum við líkbrennslu þar sem hinn gengni var laugaður helgu vatni árinnar. Smástrákar sulluðu samtímis í ánni í leit að smámynt sem hent er í hana í tengslum við bálförina. Vart hefðu ster- ílir Vesturlandabúar þolað þá vist. Mannmergðin er mikil í höfuðborg- inni, enda streymir fólkið þangað úr sveitum landsins, farartækin eru af ýmsu tagi, mörg nokkuð lúin og ældu úr sér óþverranum enda súrnaði stundum í auga og hæsi settist að í hálsi. Vissulega er margt að sjá í Katmandu, markaðs- torg, stúpur, hallir og pagóður sem vitna um magnaðan arkitektúr Nepala en engu að síður var kærkomið að yfirgefa borg- ina og halda fjallaleið um sveitir Nepal til borgarinnar Pokhara við rætur Annap- urna fjallgarðsins. Hógvær fararstjóri okkar lét þess að vísu ekki getið fyrr en við vorum lögð af stað að fjallvegur þessi í Nepal væri talinn meðal tíu hættulegustu í heimi! Ferða- hópurinn ákvað því í sameiningu að fljúga til baka, þegar þar að kom. Það var þó huggun harmi gegn, innan um ind- verska ellitrukka sem siluðust upp brekk- urnar, að í vinstri umferðinni var rútan okkar fjallmegin. Í Pokhara er umhverfi allt annað og ljúfara en í höfuðborginni enda er svæðið talið vera með hinum fegurstu á jörð- inni, skógi vaxnar hlíðar í heittempruðu loftslagi með fuglum og fiðrildum þar sem stöðuvatn kórónar sköpunarverkið. Tindar Himalajafjalla tróna yfir borginni svo útsýnið er stórkostlegt. Næst stendur hið magnaða Machapuchare, Fiski- sporðurinn, hrikalegur tindur í tæplega 7000 metra hæð. Fjær sést hátindur Annapurna fjallgarðsins í 8091 metra hæð. Þessara fjallrisa nutum við ferða- félagarnir við sólarupprás af hæð ofan borgarinnar, í heiðskíru lofti þegar sólin litaði efstu tinda. Sú sýn er ógleymanleg. Þegar á daginn líður byrgir mistur oftar en ekki sýn til háfjallanna. Nokkrir ofurhugar í hópnum, karlar og konur, tóku ekki rútuna til baka heldur flugu með leiðbeinanda á svifvæng niður af hæðinni. Uppstreymið var ærið svo drekaflugmaðurinn gat hækkað sig að vild – að teknu tilliti til áræðis farþegans. Það viðurkennist að við hjónin lögðum ekki í þetta ævintýri, kunnum betur við vélarhljóð í þeim loftförum sem við ferðumst með. Sólarhatt minn tek ég hins vegar ofan fyrir þeim í hópnum sem algerlega óvanir lögðu í flugið. Tveir voru vanir slíku fjallasvifi að heiman. Þeir vissu því hvað í vændum var. Fararstjór- inn gekk lengst allra, valdi sér ferð á svifvæng þar sem í boði var að taka poka með kjötbitum með. Um leið og svifflugið hófst var hrægammi sleppt sem þöndum vængjum beitti hvössum goggi sínum og greip bitana, hvern af öðrum úr lófa farþega svifvængsins. Ég kýs frekar að gefa öndunum brauð. Nepalir eru vingjarnlegt fólk og hjálp- samt sem býr í fjallasal sínum milli stórveldanna Indlands og Kína. Margir Tíbetar flúðu þangað þegar Kínverjar yfirtóku land þeirra. Langflestir íbúanna eru hindúar eða búddatrúar. Nepali er opinbert tungumál en margar tíbeskar mállýskur talaðar. Ólæsi er yfir 80 pró- sent og lífslíkur aðeins 46 ár. Landbúnað- ur er undirstöðuatvinnuvegur og um 90 prósent íbúa lifa af honum. Sérkennilegt er fyrir langt að komna Kópavogsbúa að sjá að kannabisplantan vex villt um allt, jafnvel í vegköntunum. Enn má sjá marg- an aflóga hippann á þvælingi þarna, með gráar hárlufsurnar, sem líklega hefur leitað til fyrirheitna landsins á blómatím- anum og ekki ratað til baka. Stjórnmálaástand er ótryggt í Nepal og mótmæli tíð þótt það komi ekki niður á erlendum gestum. Það sáum við síðasta daginn í Katmandu. Þá voru mótmæli og allsherjarverkfall og öll farartæki bönnuð á götum borgarinnar – nema þau sem fluttu erlenda ferðamenn. Við vorum því nánast ein á götum Katmandu, það er að segja í bíl. Kosturinn fyrir okkur var ótvíræð- ur – drusl- urnar og eiturspúandi drekarnir voru víðs fjarri. Það auðveldaði and- ardráttinn. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Helgin 19.-21. apríl 2013 viðhorf 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.