Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is 6,3% Fastir vextir Óverðtryggðir innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu 2,5% Fastir vextir Verðtryggðir innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Nýjung í landslaginu Við bjóðum fjölbreytt úrval innláns­ reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% 36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013. K ortaveltutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins benda til þess að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði á fyrsta ársfjórðungi. Tölurnar sýna á hinn bóginn áframhaldandi myndar- legan vöxt erlendrar kortaveltu hér á landi. Í nýlega birtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun til og með mars á þessu ári kemur fram að debetkortavelta í mars var 4,4% minni í krónum talið en í sama mánuði í fyrra. Kreditkortavelta jókst hins vegar um 3,4% á sama kvarða mælt, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Mikil fylgni er milli raunþróunar kortaveltu einstaklinga og einkaneyslu hér á landi, enda kortanotkun útbreiddari hér- lendis en víðast hvar annars staðar. Ef tekin er saman heildar kreditkortavelta og debet- kortavelta í innlendum verslunum kemur í ljós að kortavelta á þann kvarða dróst saman að raungildi um 2,3% í mars frá sama mánuði í fyrra. Er þetta athyglisvert í ljósi þess að debetkortaveltan í mars náði þetta árið að mestu yfir páskafrí landsmanna, þegar ætla mætti að heimilin gerðu betur við sig en endranær. Sé tekið mið af fyrsta fjórðungi ársins nemur samdráttur korta- veltu á þennan kvarða tæpu prósentustigi. Einföld aðhvarfsgreining gefur þá niður- stöðu að einkaneysla á fjórðungnum kunni að hafa dregist saman um 1-2% frá sama tíma í fyrra. Yrði það þá í fyrsta sinn frá 2. ársfjórðungi 2010 sem einkaneysla myndi dragast saman milli ára,“ segir ennfremur. Greiningin nefnir líka að í nýlegu viðtali við formann Bílgreinasambandsins kom fram að samdráttur varð í bílakaupum ein- staklinga og fyrirtækja nú í mars frá sama tíma í fyrra. Mikil aukning í bílakaupum einstaklinga átti talsverðan þátt í 2,7% vexti einkaneyslu í fyrra, en ekki er víst að sú þróun haldi áfram á þessu ári. Alls nam kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í nýliðnum mars 5,2 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam kortavelta þeirra hér á landi 3,8 milljörðum króna, sem þýðir að veltan jókst um rúm 37% að nafn- virði á milli ára í mars. „Þessi þróun helst í hendur við þá miklu fjölgun sem var á erlendum ferðamönnum hér á landi á sama tíma, en samkvæmt tölum frá Ferðamála- stofu Íslands voru þeir 45% fleiri nú í mars en í mars í fyrra,“ segir Greining Íslands- banka. Mun minni aukning var á eyðslu Íslend- inga í útlöndum, en alls nam kortavelta þeirra erlendis 5,8 milljörðum króna í mars sem er aukning upp á tæp 3% að nafnvirði á milli ára. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Fyrirlestraröð ragnbogabarna Helstu sérfræðingar í Háskólabíói Regnbogabörn bjóða fólki að taka þátt í einstökum viðburði sem haldinn verður í Háskólabíói, sal 1, dagana 22., 23. og 24. apríl, þ.e. á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. „Við höfum fengið til liðs við okkur helstu sérfræðinga úr fræði- og leikmannasamfélaginu til að halda röð áhugaverðra og stórskemmtilegra fyrirlestra um málefni sem snerta okkur öll í daglegu lífi. Við leitum að áhorfendum í sal til að vera viðstaddir upptökurnar og njóta fyrirlestranna um leið,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari, stofnandi Regnbogabarna og núverandi formaður félagsins. Hann hefur áralanga reynslu af forvarnastarfi. Fyrir nokkrum árum lagði hann af stað í fyrir- lestraröð um landið og er enn á ferðinni. Hann hefur haldið hundruð fyrirlestra, rætt við foreldra og börn, komið að fjölda eineltismála og talað um forvarnir í fjölmiðlum. Í framhaldinu verða fyrirlestrarnir birtir á nýrri heimasíðu Regnbogabarna í haust sem ber nafnið www.fyrirlestrar.is. Heimasíðan mun ekki einung- is innihalda fróðleik og forvarnir um einelti heldur einnig um aðra málaflokka eins og kynferðisof- beldi, ADHD, einhverfu, lesblindu, geðraskanir og fleiri félagsleg mál er varða samfélagið allt. Heimasíðan er ætluð börnum og fullorðnum og verður öllum aðgengileg, þeim að kostnaðarlausu. Stefán Karl Stefánsson, leikari, stofnandi Regnboga- barna og núverandi formaður félagsins.  Kortavelta JaFnvel pásKarnir dugðu eKKi til Samdráttur einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi Myndarlegur vöxtur erlendrar kortaveltu heldur hins vegar áfram hér á landi og helst í hendur við fjölgun erlendra ferðamanna. Miðað við kortaveltu fyrstu þrjá mánuði þessa árs dróst einkaneysla saman miðað við árið í fyrra.Sam- dráttur varð í bílakaupum einstaklinga og fyrirtækja nú í mars frá sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.