Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 26
Fitul’til og
pr—teinr’k . . .
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Inngangur
Undanfarin ár hefur mikið verið
rætt um verðtrygginguna svoköll-
uðu, þ.e. vísitölutengingu fjár-
skuldbindinga og einnig gengis-
tryggingu slíkra skuldbindinga,
sem í raun er bara annað afbrigði
verðtryggingar. Mér hefur oft
fundist þessi umræða vera harla
einhæf og oftlega byggjast á
takmarkaðri ígrundun. En ég hef
fylgst með þessari umræðu, og
þetta viðfangsefni hefur leitað á
huga minn um langt skeið. Þess
vegna langar mig að koma þessum
hugleiðingum á framfæri.
Upphaf verðtryggingar
Ólafslög – Í meginatriðum hefst
saga verðtryggðra lána árið 1979
við setningu svokallaðra Ólafslaga.
Kennd við þáverandi forsætisráð-
herra, Ólaf Jóhannesson. Þau lög
eru að mestu leyti í gildi enn í dag
með allmörgum breytingum. Þó
má sjá dæmi um verðtrygginguna
allnokkru fyrir þennan tíma, og
gengistryggingu einnig. Ólafslög
voru sett til að bæta úr ákveðnu
neyðarástandi sem þá ríkti í vaxta-
málum. Nánast allt sparifé var á
þessum tíma horfið úr íslensku
bönkunum, og landsmenn eyddu
aflafé sínu jafnharðan undir mot-
tóinu „glataður er geymdur eyrir“.
Lánsfé hafði um langt skeið verið
torfengið, enda breyttist hluti þess
í gjafafé á lánstímanum vegna nei-
kvæðra vaxta. Í kringum lánveit-
ingar hafði því þróast spilling, eins
og gjarnan verður þegar úthluta
þarf takmörkuðum gæðum, sem
ekki mæta eftirspurn.
Veðdeild Landsbanka Íslands
(Veðdeildin) – Var undanfari
Íbúðalánasjóðs og þar var farið
að gera tilraunir með verðtryggð
lán all nokkru fyrir setningu
Ólafslaga, eða 1974. Þau lán voru
fyrst aðeins verðtryggð að hluta
(fyrst 25% en síðar 60%), en eftir
setningu laganna voru húsnæðis-
lán almennt verðtryggð að fullu.
Ekki fór að bera á óverðtryggðum
húsnæðislánum aftur fyrr en eftir
hrun.
Verðtryggð spariskírteini ríkis-
sjóðs – Það mun hafa verið síðla
árs 1962 eða snemma árs 1963
sem ríkissjóður Íslands byrjaði að
gefa út svokölluð spariskírteini til
sölu á almennum markaði. Þetta
var upphaf þess að íslenskir spari-
fjáreigendur áttu þess kost að
festa sparifé sitt í verðtryggðum
verðbréfum. Fram að því höfðu
menn fyrst og fremst fest sparifé
í fasteignum, eða steypu eins og
það var kallað. Smærri sparifjár-
eigendur áttu þessa því ekki kost
af eðlilegum ástæðum. Þeirra
sparifé brann upp í verðbólgunni,
og þar kom að þorri almennings
var hættur að spara eins og áður er
komið fram.
Mæling verðlags
Visitölur – Í tímans rás hafa all-
nokkrar vísitölur verið notaðar
til verðtryggingar á fjárkröfum.
Helstar hafa verið byggingarvísi-
tala, lánskjaravísitala (samsett úr
byggingarvísitölu og neysluvísi-
tölu) og nú síðast neysluvísitalan
ein og sér, sem fest var í sessi til
þessara nota snemma á þessari
öld. Þessar vísitölur hafa allar
þann annmarka, að inni í þeim
eru alls konar óbeinir skattar og
opinber gjöld af öllu tagi. Þar á
meðal eru:
Virðisaukaskattur – Fasteigna-
gjöld – Áfengisgjald – Tóbaks-
gjald – Gúmmígjald af hjólbörðum
– Sykurskattur – Vörugjöld af
bifreiðum – Önnur innflutnings-
gjöld af bifreiðum – Önnur vöru-
gjöld margskonar – Innflutnings-
tollar af vörum – Hverskonar aðrir
tollar, óbeinir skattar og göld til
hins opinbera. Þá hafa breytingar
á markaðsverði húsnæðis einnig
verið inni í þessari vísitölu.
Þessir skattar og gjöld eiga
ekkert erindi inn í vísitölu til verð-
tryggingar á fjárskuldbindingum.
Það á ekki að skipta neinu máli í
slíkri vísitölu hvort hið opinbera
kýs að afla skatttekna með beinum
sköttum eða óbeinum. Beinir
skattar (tekjuskattur/útsvar)
hafa aldrei verið inni í vísitölum
af neinu tagi, en óbeinir skattar
hafa hins vegar verið þar alla tíð,
vegna þess að þeir hafa áhrif á það
heildarverð sem við greiðum fyrir
hina tolluðu vöru eða þjónustu.
Þeir hafa hins vegar engin áhrif
á hið raunverulega vöruverð.
Þetta getur alveg átt rétt á sér við
útreikning á vísitölum til almennra
verðmælinga á afmörkuðum þátt-
um neysluþjóðfélagsins. En þetta á
ekkert erindi inn í vísitölu til verð-
tryggingar á fjárskuldbindingum,
og er beinlínis rangt.
Fjármögnun hins opinbera á
samneyslunni með beinum og
óbeinum sköttum, má ekki hafa
áhrif á verðtryggingu fjárskuld-
bindinga. Það er ósanngjarnt
gagnvart skuldurum á hverjum
tíma, og eykur ójöfnuð í samfé-
laginu. Skuldarar þurfa að greiða
skattinn eins og aðrir, en auk þess
þurfa þeir að greiða hækkanir
skulda sinna, sem leiða af áhrifum
skattheimtunnar á verðtryggingu
lána. Fjármagnseigendur þurfa
einnig að greiða skattinn, en eiga
þess kost að fá hann bættan í gegn-
um verðtryggingu
sparifjár, og eftir
atvikum annarra
verðtryggðra eigna
sinna.
Aukin skatt-
heimta hins opin-
bera leiðir til auk-
innar samneyslu,
og á að koma fram í
aukinni þjónustu við
almenning. Yfirleitt
dregst einkaneysla
saman við aukna
skattheimtu, saman
ber það sem við höfum upplifað frá
hruni bankanna 2008. Efnahagslíf-
ið dróst þá saman í heildina, ríkið
greip til aukinnar skattheimtu til
að verjast fjárlagahalla, og einka-
neyslan dróst enn meira saman
vegna skattheimtunnar, sem svo
hækkaði verðtryggðu lánin. Slíkar
tilfærslur fjármuna í efnahagslíf-
inu eiga ekkert erindi inn í vísitölu,
sem notuð er til að verðtryggja
fjárskuldbindingar. Stór hluti
hækkunar verðtryggðra lána eftir
hrun leiddi einmitt af hækkun
óbeinna skatta á tímabilinu.
Niðurstaðan er því sú, að við
þurfum að búa til nýja vísitölu
til þessara nota, án allra áhrifa
frá fjármögnun opinberra aðila á
samneyslunni. Hvernig grunnur
þeirrar vísitölu á að vera er verk-
efni, sem þarf að leysa á vettvangi
hins opinbera í samvinnu við neyt-
endur og fjármálalífið.
Vextir
Vextir af verðtryggðum skuldbind-
ingum – Þegar fyrst var farið að
verðtryggja fjárskuldbindingar
var farið varlega af stað að því er
snerti vexti. Fyrst eftir setningu
Ólafslaga lánuðu lífeyrissjóðirnir
lán til fasteignakaupa á 2% vöxtum.
Og aðrar fjármálastofnanir og
bankarnir fóru svipað að. En með
árunum fóru þessir vextir hækk-
andi, og á síðustu árunum fyrir
hrun voru þeir 5% til 7% ofan á
verðtryggðan höfuðstól lána!
Þetta er auðvitað fullkomlega
óásættanleg vaxtataka. Á meðan
nafnvextir erlendis eru víða rétt
aðeins yfir verðbólgustigi viðkom-
andi landa, til að mynda 1% til 2%
ofan á verðbólgu
(heildarvextir á
bilinu 3% til 4%), þá
eru lántakendur á
Íslandi krafðir um
allt að 12% heildar-
vexti, (verðtrygg-
ingin innifalin).
Við megum aldrei
gleyma því að
verðtryggingin er
einfaldlega hluti
af vaxtakjörum
lánsins.
Að lokum
Það er því ekki verðtryggingin,
sem er óvinurinn, heldur vaxta-
okrið, sem viðgengist hefur á
íslenskum lánamarkaði allt frá átt-
unda áratug síðustu aldar. Fyrir
þann tíma bjó þjóðin við neikvæða
raunvexti svo stundum nam tugum
prósenta á ári, og lánsfé varð að
stórum hluta að gjafafé á lánstím-
anum. Eftir lögfestingu verðtrygg-
ingar hefur hins vegar orðið til
vaxtaumhverfi, sem á sér líklega
engan samjöfnuð annars staðar í
veröldinni hvað varðar hátt vaxta-
stig. Á Íslandi ríkir því neyðar-
ástand í vaxtamálum en ekki verð-
tryggingarmálum.
Þessu þarf að breyta. Ekki
endilega með því að fella niður
verðtrygginguna, heldur með
því að breyta vaxtaumhverfinu
og vísitöluviðmiðum. Lækka
þarf vexti af verðtryggðum hús-
næðislánum niður í 2%, og vexti af
óverðtryggðum húsnæðislánum
niður í 2% yfir ríkjandi verðbólgu
á hverjum tíma. Almenn neyt-
endalán verða svo alltaf með eitt-
hvað hærri vöxtum.
Það hefur engan tilgang að fella
niður verðtrygginguna, en halda
svo áfram sama vaxtaokrinu, bara
af óverðtryggðum lánum í stað
verðtryggðra. Skuldarar þessa
lands yrðu einfaldlega verr settir
eftir en áður. Það verður því að lag-
færa bæði verðviðmiðunina sjálfa
(vísitöluna), og vaxtastigið. Þá er
bara eftir að geta þess, að bætt
hagstjórn mundi vissulega hjálpa
til, sem og ódýrara fjármálakerfi
sem getur komist af með lægri
vaxtamun en nú er.
Eftir lögfestingu verðtryggingar hefur hins vegar orðið til vaxta
umhverfi, sem á sér líklega engan samjöfnuð annars staðar í
veröldinni hvað varðar hátt vaxtastig. Á Íslandi ríkir því neyðar
ástand í vaxtamálum en ekki verðtryggingarmálum.
Óvinurinn er ekki verðtryggingin heldur vaxtaokrið
Verðtryggingin og vextirnir
Nokkur sæti laus í þessar ferðir:
Guðlaugur Guðmundsson
löggiltur endurskoðandi
26 viðhorf Helgin 19.-21. apríl 2013