Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 40
40 ferðir Helgin 19.-21. apríl 2013  Ferðalög Þrír góðir veitingastaðir á Ferðalagi um evrópu Krítverskar kræsingar Í sumar geta sólþyrstir Íslendingar flogið beint til Chania á Krít. Elsti hluti þessarar næststærstu borg- ar eyjunnar er ákaflega fallegur. Þröngar götur liggja upp frá höfninni og þangað leita svangir ferðamenn frá strandbæjunum í kring. Af myndamatseðlunum að dæma leggja þó margir veitingamenn á þessum slóðum meira upp úr klassískum ítölskum og þýskum réttum í stað þess að elda ferskan fisk og grænmeti samkvæmt krítveskum hefðum. Þeir sem vilja alvöru Krítarmat í Chania ættu að leita uppi veitingastað- inn Portes (Portou 48). Þar stendur bresk kona vörð um matarmenningu eyjaskeggja með glæsibrag og rukkar ekki meira fyrir réttina en gerist og gengur á stöðunum í kring. Á To Karnagio (Plateia Katehaki 8) er heimamaturinn líka í hávegum hafður og grísku kjötbollurnar eru þar ljómandi góðar. Þeir sem vilja prófa alls kyns krítverska rétti á einu bretti ættu að setjast inn á Kouzina (Daskalojianni 25). Þar geta gestirnir fengið litla skammta af nokkrum réttum og deilt með borðfélögunum. Matgæðingar verða heldur ekki sviknir af heimsókn á Agora matarmarkaðinn og þar er tilvalið að kaupa sér olífuolíu til að taka með heim. Góður matur í Stokk- hólmi, Krít og Köben Á nýjasta matsölustaðnum í Stokkhólmi er kokkurinn í aukahlutverki og í Kaupmannahöfn vilja allir borða hjá höfundi Borgen. Á Krít reyna sem betur fer sumir að halda í hefðirnar. Kristján Sigurjónsson fór í heimshornaflakk. Borðað hjá höfundi Borgen Það er Adam Price að þakka að Íslendingar og fleiri hafa fengið áhuga á að fylgjast með dönskum stjórnmálum einu sinni í viku. Þættir hans um lífið í Kristjánsborgarhöll í Kaup- mannahöfn hafa slegið í gegn og það hafa matreiðsluþættir hans í Danmörku líka gert. Adam var lengi vel einn þekktasti veit- ingahúsarýnir Dana en sagði starfinu upp í fyrra þegar hann opnaði ásamt bróður sínum veitingastaðinn Brdr. Price við Rósenborgarhöll. Þeir James og Adam eru ekki þekktir fyrir að spara smjörið og það er ekkert léttmeti á boðstólum á þessum stað sem er svo vinsæll meðal frænda okkar að brátt opnar útibú í Tívolí. Allt fyrir útlitið í Stokkhólmi Nosh&Chow er einn umtalaðisti veitingastaðurinn í Stokkhólmi um þessar mundir. Kastljósið beinist þó ekki að matnum heldur útliti staðar- ins því einn þekktasti innanhúsarki- tekt í heimi var fenginn til að hanna herlegheitin og litlu var til sparað. Matseðillinn er þó langt frá því að vera litlaus en honum er skipt upp eftir heimshlutum og valið á réttum er frumlegt. Þeir sem eru að leita eftir nýmóðins veitingastað í Stokk- hólmi þar sem hægt er að dvelja löngu eftir að maturinn er búinn eru því vel í sveit settir á þessum stað rétt við Stureplan. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatiminn.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is. Afreksfólk öræfanna Æviferill Fjalla-Eyvindar og Höllu Nýtt fræðslurit FÍ Fæst í öllum helstu bókabúðum og á skrifstofu FÍ SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! FerðaFélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is Í nýjasta fræðsluriti FÍ er um­ fjöllunar efnið æviferill þeirra Fjalla­ Eyvindar og Höllu. Það hlýtur að vekja aðdáun enn í dag, hvernig Eyvindur og Halla gátu bjargað sér uppi á öræfum á þeim árum þegar harðindi og hörmungar geisuðu um byggðir landsins og mörg hundruð manna fóru á vergang í byggð og dóu úr hungri. Fróðlegt er fyrir fjalla garpa nútímans að setja sig í spor Eyvindar og Höllu og keppa við þau á jafnréttisgrundvelli, hvað klæðnað og allan útbúnað snertir til dvalar á fjöllum. www.fi.is Stykkishólmur Gæðagisting Gæðagisting í Stykkishólmi. Dags, -helgar og vikugisting í vor, - vikugisting (lágmark) í júni / júlí / ágúst / september. Gistrými fyrir allt að 7 manns. Öll nútíma þægindi og heitur pottur. Frábær staðsetning. Göngufæri í sund. Veitingarstaðir á heimsmælikvarða - FRÍTT GOLF- www.orlofsibudir.is s. 861 3123 F E R Ð A S K R I F S T O F A A L L R A L A N D S M A N N A Fararstjóri Arinbjörn Vilhjálmsson Sumar 15 Klettafjöllin í Kanada Hin stórbrotnu Klettafjöll skarta sínu fegursta á þessum árstíma og taka á móti okkur með fjölbreyttu dýra- og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og tignarlegum þjóðgörðum Verð: 363.700 kr. á mann í tvíbýli. Pantaðu núna í síma 570 2790 eða bókaðu á baendaferdir.is Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Opið kl. 8.30 - 16.00 virka daga 17. - 31. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.