Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 40

Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 40
40 ferðir Helgin 19.-21. apríl 2013  Ferðalög Þrír góðir veitingastaðir á Ferðalagi um evrópu Krítverskar kræsingar Í sumar geta sólþyrstir Íslendingar flogið beint til Chania á Krít. Elsti hluti þessarar næststærstu borg- ar eyjunnar er ákaflega fallegur. Þröngar götur liggja upp frá höfninni og þangað leita svangir ferðamenn frá strandbæjunum í kring. Af myndamatseðlunum að dæma leggja þó margir veitingamenn á þessum slóðum meira upp úr klassískum ítölskum og þýskum réttum í stað þess að elda ferskan fisk og grænmeti samkvæmt krítveskum hefðum. Þeir sem vilja alvöru Krítarmat í Chania ættu að leita uppi veitingastað- inn Portes (Portou 48). Þar stendur bresk kona vörð um matarmenningu eyjaskeggja með glæsibrag og rukkar ekki meira fyrir réttina en gerist og gengur á stöðunum í kring. Á To Karnagio (Plateia Katehaki 8) er heimamaturinn líka í hávegum hafður og grísku kjötbollurnar eru þar ljómandi góðar. Þeir sem vilja prófa alls kyns krítverska rétti á einu bretti ættu að setjast inn á Kouzina (Daskalojianni 25). Þar geta gestirnir fengið litla skammta af nokkrum réttum og deilt með borðfélögunum. Matgæðingar verða heldur ekki sviknir af heimsókn á Agora matarmarkaðinn og þar er tilvalið að kaupa sér olífuolíu til að taka með heim. Góður matur í Stokk- hólmi, Krít og Köben Á nýjasta matsölustaðnum í Stokkhólmi er kokkurinn í aukahlutverki og í Kaupmannahöfn vilja allir borða hjá höfundi Borgen. Á Krít reyna sem betur fer sumir að halda í hefðirnar. Kristján Sigurjónsson fór í heimshornaflakk. Borðað hjá höfundi Borgen Það er Adam Price að þakka að Íslendingar og fleiri hafa fengið áhuga á að fylgjast með dönskum stjórnmálum einu sinni í viku. Þættir hans um lífið í Kristjánsborgarhöll í Kaup- mannahöfn hafa slegið í gegn og það hafa matreiðsluþættir hans í Danmörku líka gert. Adam var lengi vel einn þekktasti veit- ingahúsarýnir Dana en sagði starfinu upp í fyrra þegar hann opnaði ásamt bróður sínum veitingastaðinn Brdr. Price við Rósenborgarhöll. Þeir James og Adam eru ekki þekktir fyrir að spara smjörið og það er ekkert léttmeti á boðstólum á þessum stað sem er svo vinsæll meðal frænda okkar að brátt opnar útibú í Tívolí. Allt fyrir útlitið í Stokkhólmi Nosh&Chow er einn umtalaðisti veitingastaðurinn í Stokkhólmi um þessar mundir. Kastljósið beinist þó ekki að matnum heldur útliti staðar- ins því einn þekktasti innanhúsarki- tekt í heimi var fenginn til að hanna herlegheitin og litlu var til sparað. Matseðillinn er þó langt frá því að vera litlaus en honum er skipt upp eftir heimshlutum og valið á réttum er frumlegt. Þeir sem eru að leita eftir nýmóðins veitingastað í Stokk- hólmi þar sem hægt er að dvelja löngu eftir að maturinn er búinn eru því vel í sveit settir á þessum stað rétt við Stureplan. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatiminn.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is. Afreksfólk öræfanna Æviferill Fjalla-Eyvindar og Höllu Nýtt fræðslurit FÍ Fæst í öllum helstu bókabúðum og á skrifstofu FÍ SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! FerðaFélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is Í nýjasta fræðsluriti FÍ er um­ fjöllunar efnið æviferill þeirra Fjalla­ Eyvindar og Höllu. Það hlýtur að vekja aðdáun enn í dag, hvernig Eyvindur og Halla gátu bjargað sér uppi á öræfum á þeim árum þegar harðindi og hörmungar geisuðu um byggðir landsins og mörg hundruð manna fóru á vergang í byggð og dóu úr hungri. Fróðlegt er fyrir fjalla garpa nútímans að setja sig í spor Eyvindar og Höllu og keppa við þau á jafnréttisgrundvelli, hvað klæðnað og allan útbúnað snertir til dvalar á fjöllum. www.fi.is Stykkishólmur Gæðagisting Gæðagisting í Stykkishólmi. Dags, -helgar og vikugisting í vor, - vikugisting (lágmark) í júni / júlí / ágúst / september. Gistrými fyrir allt að 7 manns. Öll nútíma þægindi og heitur pottur. Frábær staðsetning. Göngufæri í sund. Veitingarstaðir á heimsmælikvarða - FRÍTT GOLF- www.orlofsibudir.is s. 861 3123 F E R Ð A S K R I F S T O F A A L L R A L A N D S M A N N A Fararstjóri Arinbjörn Vilhjálmsson Sumar 15 Klettafjöllin í Kanada Hin stórbrotnu Klettafjöll skarta sínu fegursta á þessum árstíma og taka á móti okkur með fjölbreyttu dýra- og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og tignarlegum þjóðgörðum Verð: 363.700 kr. á mann í tvíbýli. Pantaðu núna í síma 570 2790 eða bókaðu á baendaferdir.is Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Opið kl. 8.30 - 16.00 virka daga 17. - 31. ágúst

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.