Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 74

Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 74
U ndirbúningurinn fyrir brúðkaupið hefst löngu fyrir brúðkaupsdaginn. Hvað húðina varðar er gott að byrja mánuði áður. Brúður þarf að huga að fleiri atriðum en bara förðun. Líkam- inn þarf líka athygli. Dauðar húðfrumur myndast á líkamanum líkt og í andliti og því nauðsynlegt að huga vel að því. Góð sturtusápa, eins og Lait De Douche frá Biotherm, hreinsar húðina vel án þess að gera hana þurra. Lait De Gommage kornaskrúbburinn frá Biotherm nær af dauðum húðfrumum og undirbýr húðina fyrir það sem koma skal. Til að mýkja húðina og ná fram fal- legum tóni er húðmjólk borin á líkamann eins og Lait Corporel frá Biotherm. Margar konur vilja vinna á appelsínuhúð um leið og þær eru að styrkja sig. Þá er Celluli Eraser kremið frá Biotherm hin mesta snilld. Það er vatnslosandi, styrkir húðina, vinnur á appels- ínuhúð og fyrirbyggir að hún myndist. Sjáanlegur árangur er eftir aðeins 2 vikur. Húðin er stöðugt að endurnýja sig og því er reglu- leg hreinsun húðar nauðsynleg. Mikilvægt er að velja hreinsi- og andlitsvatn við hæfi. Húðin getur verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög þurr með yfirborðsþurrk og mikinn raka, yfir í að vera feit og glansandi. Flestir eru með normal húð sem skiptist í að vera normal/þurr eða normal/feit. Margar kon- ur með normal húð eru með blandaða/feita húð á „T“ svæði. („T“ svæðið er enni, nef og haka og myndar einskonar T yfir andlitið.) Nauðsynlegt að hreinsa andlitið vel kvölds og morgna. Bæði óhreinindi og farði getur haft áhrif á að bólur myndist. Á hverju kvöldi þarf að hreinsa andlit með Galatéis Douceur hreinsimjólk og til að full- komna hreinsunina er Tonique Éclat sett í bómullar- skífu og strokið yfir andlit og háls. Að auki þarf ýtar- legri hreinsun 1-3 sinnum í viku með kornaskrúbb til að ná dauðum húðfrumum af yfirborði húðarinnar. Kornaskrúbburinn Exfoliance Clarté frá Lancôme er góður til að hreinsa af dauðar húðfrumur. Hann inni- heldur tvær týpur af kornum. Annars vegar lítil blá korn sem ná dauðum húðfrumum og hins vegar stór hvít korn með enzímum í sem flýta fyrir losun dauðra húðfruma. Þær sem eru viðkvæmar í húðinni, t.d. með háræðaslit í kinnum ættu að velja kornaskrúbb sem er ekki með neinum kornum eins og YSL Top Secret Gommage Action Exfoliator. Hann inniheldur enzím sem losar um dauðar húðfrumur og djúphreins- ar húðina. Góð djúphreinsun á húðinni gerir það að verkum að rakamaski, eins og Hydra Intense frá Lan- côme, nær að fara dýpra niður í húðlögin og mettar húðina með raka og næringu. Kvölds og morgna þarf að bera á húðina augnkrem, dag- og næturkrem. Génifique Youth Activating kremlínan örvar framleiðslu á próteinum í húðinni og gerir hana þéttari, stinnari, geislandi, dúnamjúka og fallega. Génifique línan inniheldur Youth Activator serum sem endurvekur starfsemi æsku genanna. Húðin verður sjáanlega yngri á aðeins 7 dögum. Gé- nifique serumið notast kvölds/morgna undir krem. Förðunin á brúðkaupsdaginn þarf að endast allan daginn og fram á nótt. Top Secret Flash Radiance undirfarðinn frá YSL er fullkominn undir farða. Undirfarðinn gefur samstundis ljóma í húðina, dregur úr opnum húðholum, vinnur á þrota og gerir húðina tilbúna fyrir farðann. Teint Idole Ultra 24H farðinn frá Lancôme endist í 24 klukkustundir á húðinni, er olíulaus, smitfrír, þekur vel og gefur jafna og fallega áferð. Best er að bera farðann á með förðunarbursta. Þannig næst eðlileg, þunn en samt þekjandi áferð. Þurfi að hylja t.d. háræðaslit, bólur eða roða þá er Effacernes hyljarinn frá Lancôme góður. Hann þekur vel án þess að skilja eftir þykka áferð. Ef brúðurin þarf á smá upplyftingu að halda þá gerir Prodigy Liquid Light penninn kraftaverk. Liquid Light gefur ljóma, birtu, vinnur á fínum línum og er borin á undir augun á húðina yfir farðann. Einnig má setja Prodigy Liquid Light í kringum varir og í línur til að gefa ferskara útlit. Svartur augnblýantur Feline Blacks frá Helenu Rub- instein er notaður til að móta augnlínuna. Því næst er augnförðunin. Mildir fallegir litir eru oftast notaðir til að fanga fegurð brúðarinnar. Hypnôse Star eyes augnskuggapalletta númer ST1 frá Lancôme er með 5 mildum brúntóna, fallegum og björtum litum. Með þessum litum er hægt að móta augun og gera fallega skyggingu í glóbuslínu. Til að augun verði fullkomin er Lash Queen Feline Blacks svartur maskarinn borinn á augnhárin. Nauðsynlegt er að hann sé vatns- heldur. Eye liner er mikið í tísku þessa dagana og því um að gera að setja eyeliner línu upp við maskarann og örlítið upp við ytri augnkrók. Til þess er Eyeliner Schoking Effet Faux Cils frá YSL góður því með honum næst mjó og falleg lína. Augabrúnir þarf að móta og skerpa. Til þess er Eyebrow powder-gel númer 02 með bursta frábær í augabrúnirnar. Kinnalitur setur punktinn yfir i-ið. Það þarf ekki endilega að nota mikið, bara rétt til að fá ljóma í kinn- arnar. Créme De Blush kinnalitur númer 09 frá YSL er mildur bleiktóna litur sem hentar brúðarförðun fullkomnlega. Kyssilegar varir nást með Volupté Sheer Candy varalitnum númer 12 frá YSL. Varaliturinn er mildur, bjartur bleiktóna litur sem gefur glans og gljáa á var- irnar. Til að varaliturinn endist betur á er Contour Pro varablýantur frá Lancôme notaður undir varalitinn til að móta varirnar. Hægt er að setja varablýantinn yfir allt varasvæðið til að varaliturinn endist ennþá betur. Hendur þurfa að vera vel snyrtar til að hringurinn njóti sín sem best. Biomains handáburðurinn frá Biotherm gefur góða næringu bæði fyrir hendur og naglabönd. Gott er að snyrta og lakka neglur t.d. 2 dögum fyrir brúðkaupsdaginn. Vernis in LOVE naglalakkið frá Lancôme númer 301 er mjög mildur bleiktóna nátt- úrulegur litur sem dregur fram fallegan gljáa á nögl- unum. 6 brúðkaup Helgin 19.-21. apríl 2013  BrúðkaUpsdagUrinn UndirBúningUrinn tekUr sinn tíma Hvaða snyrtivörur þarf til að ná fullkomnu útliti? Síðan 1844 hefur Kahla framleitt vandað postulín sem fer jafn vel í hendi og hillu. Kahla hefur unnið til fjölda verðlauna og er alltaf við hæfi hvort sem það er í matarboði með öllum vinahópnum eða yfir sunnudagskaffinu með ömmu. laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is Arfur

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.