Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 39
Við skulum sýna þessum drullupollum hver ræður Börnin eru alvöru útivistarfólk og þurfa fatnað eftir því. Pollagallarnir frá 66°NORÐUR hafa í gegnum árin gengið í erfðir enda eru þeir vandaðir, endingargóðir og byggja á reynslu okkar af gerð sjófatnaðar síðan 1926. Það dugar ekkert minna. tíð hans, bæði hvað varðar að ná lengra í boltanum en kannski ekki síður það að tryggja fjárhagslega framtíð sína. „Auðvitað eru menn alltaf að leita að stóra samningn- um en mikilvægara fyrir mig er að það fari saman, metnaður minn í fótboltanum og fjár- hagslegur ávinningur,“ segir Alfreð sposkur þegar þessar hugleiðingar eru bornar undir hann. Ekkert gerist þó varðandi framtíð Alfreðs fyrr en að tímabilinu loknu. Framundan eru fjórir leikir sem hann hefur einsett sér að nýta til að slá áðurnefnt met Péturs Péturs- sonar. Á milli leikja getur hann notið sum- arsins sem er að ganga í garð í Heerenveen. Alfreð býr í einbýlishúsi í fínu hverfi rétt hjá æfingasvæðinu. Hann er nýbúinn að fá sér heitan pott í garðinn og grillið er komið úr geymslunni. Utan fótboltans og rólega lífsins hefur Alfreð tekið áfanga í sálfræði við háskóla í Englandi. „Fótbolti hefur alltaf verið mitt helsta áhugamál og ég fylgist mikið með honum. En stundum er gott að kúpla sig alveg út og sálfræðin hjálpar. Hún passar reyndar vel með fótboltanum. Maður er alltaf að lenda í skrítnu fólki og skrítnum þjálfurum. Það getur verið gott að hafa for- skot þegar á reynir.“ Skemmti sér með félögunum í Versló Hvenær sástu að þú gætir náð langt í fótbolt- anum? „Ferillinn minn er öðruvísi en hjá mörg- um öðrum. Mig hefur alltaf dreymt um að verða atvinnumaður. Á unglingsárunum vissi ég samt ekki hversu raunhæft það væri því ég var seinn að þroskast. Ég var alltaf minnstur og aumastur í yngri flokkunum. Þegar ég var orðinn 18-19 ára og var að stíga fyrstu skrefin í meistaraflokki fór ég virki- lega að stefna á það. Ég settist niður með foreldrum mínum og sagði þeim að ég ætlaði mér að reyna að verða atvinnumaður. Þau voru jákvæð og sögðust styðja mig hundrað prósent í þessu.“ Þetta er óvenjuleg leið nú á dögum þegar flestir fara út í atvinnumennsku miklu fyrr. „Já, ég var mjög seinn. Ég fór bara í Versló og skemmti mér þar með vinum mínum. Þannig fékk ég bæði smjörþef af því að það er gaman að vera ungur á Íslandi en náði samt að komast út. Það eru mjög margir sem fóru snemma út í atvinnumennsku sem sakna þess að hafa ekki átt þessi unglingsár á Íslandi.“ Hvernig leikmaður ertu? Ertu týpískur framherji númer níu eða númer tíu sem tekur þátt í spilinu? „Ég myndi segja að ég væri níu og hálft. Þannig hefur þróunin verið. Á Íslandi spilaði ég númer tíu, fyrir aftan senterinn. Í Belgíu var eina staðan sem fékk að spila vinstri kantur. Ég sá strax að það væri bara svo og svo langt sem ég gæti náð þar. Í Helsing- borg fékk ég svo að spila sem framherji og þar spila ég hjá Heerenveen. Ég er kannski smám saman að þróast í að verða púra nía, klókur senter með markanef.“ Þig hefur alla vega ekki vantað mark- heppnina í vetur. „Þeir sem hafa aldrei skorað kalla þetta markheppni. Hinir vita að þetta snýst ekkert um heppni,“ segir Alfreð og hlær. „Ég hef skorað allskonar mörk í vetur; mörk með skalla, fullt af potmörkum, með skotum fyrir utan teig. Ég held að þetta hafi verið góð blanda af framherjamörkum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is viðtal 39 Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.