Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 6
Verið velkomin! Á réttri leið! Samfylkingin Stórkostlegur kökubasar Þingmenn og frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík selja heimabakaðar kökur í kosningamiðstöðinni Laugavegi 18b, frá kl. 13 til 16 á morgun, laugardag. Andrea Ólafsdóttir Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu  Verslun Fimmtungsaukning í tölVusölu en samdráttur í Fata- og húsgagnaVerslun Þriðjungsaukning í sölu farsíma Farsímar seldust eins og heitar lumm­ ur í nýliðnum mars og sama á við um tölvusölu. Samdráttur varð hins vegar í sölu á fatnaði og húsgögnum, að því er smásöluvísitala Rannsóknaseturs verslunarinnar sýnir. „Velta í dagvöru­ verslun jókst um 8,0% á föstu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 14,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 5,1% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 6,1% á síð­ astliðnum 12 mánuðum. Sala áfengis jókst um 11,8% í mars miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 13,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslunar í mars um 3,4% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 1,6% hærra í mars síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Fataverslun minnkaði um 4,2% í mars miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og minnkaði um 1,7% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta fataverslunar í mars um 3,9% frá sama mánuði í fyrra. Verð á fötum hækkaði um 2,6% frá sama mánuði fyrir ári. Velta skóverslunar jókst um 15,6% í mars á föstu verðlagi og jókst um 13,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm hefur lækkað um 1,5% frá mars í fyrra. Velta húsgagnaverslana dróst saman um 4,1% í mars frá sama mánuði fyrir ári á föstu verðlagi og jókst um 1,0% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 5,4% hærra í mars síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Velta í sölu skrifstofuhúsgagna jókst um 17,1% í mars síðastliðnum samanborið við sama mánuð ári fyrr á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 0,4% milli ára á föstu verðlagi. Velta í sölu á tölvum í mars jókst um 20,9% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og farsímasala jókst um 31,3%. Aukning á sölu minni raftækja, svokallaðra brúnvara, nam 16,9% á föstu verðlagi og sala stærri raftækja, svokallaðra hvít­ vara, jókst um 5,3% á milli ára.“ ­ jh Velta í sölu á tölvum í mars jókst um 20,9% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og farsíma- sala jókst um 31,3%. V innuhópur um millidómstig skilaði skýrslu sinni til innanríkisráðuneytisins fyrir tveimur árum. Réttarfarsnefnd hefur til skoðunar skýrslu vinnuhóps um milli­ dómstig sem var tilbúin fyrir tveimur árum. Um er að ræða nýjan áfrýjunardómstól sem myndi fjalla um bæði einkamál og sakamál. Síðustu mánuði hefur nefndin unnið að því að móta hug­ myndir um tilhögun á nýju dómskerfi. „Þessi vinna hefur gengið vel,“ segir Eiríkur Tómas­ son, hæstaréttardómari og formaður réttarfars­ nefndar. Hann reiknar með því að nefndin skili tillögum til ráðu­ neytisins innan skamms. Ráð­ herra getur þá mótað þær enn frekar og það kemur síðan í hlut nefndarinnar að vinna frumvarp. Eiríkur segir hugsanlegt að frum­ varp verði lagt fram í haust, ef sátt ríkir um tillögurnar. Alþingi getur þá samþykkti það næsta vor, í fyrsta lagi. „Bjartsýnustu spár gera því ráð fyrir að þetta geti orðið að veruleika í upphafi árs 2015,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að líklega þurfi að setja bráða­ birgðaákvæði um gildistöku laganna þannig að þau tækju gildi í áföngum. Dómarar virðast almennt hlynntir því að tekið verði upp millidóm­ stig. Meðal þeirra sem tala fyrir því er Hrafn Braga­ son, fyrrverandi hæstaréttardómari. „Allan minn dómaraferil, frá árinu 1965, hefur þessi umræða komið upp öðru hvoru um mikilvægi millidómstigs,“ segir hann. Enn á ný hefur nú verið umræða um þetta dómstig í kjölfar nýrrar bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, einnig fyrrverandi hæstaréttardómara, þar sem hann mælir með því að það verði tekið upp. Hrafn sat sjálfur í réttarfarsnefnd upp úr 1990 þegar verið var að semja reglur um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds. Þá var Mann­ réttindadómstóllinn í Strasbourg þegar farinn að gera athugasemdir við vinnubrögð dómstóla Íslandi. Hann segir einingu hafa ríkt um þessa vinnu en það var ekki uppi á teningnum þegar kom að málefnum Hæstaréttar. „Takmarkaður skilningur var á því hversu mikið vinnuálag réttinum væri ætlað og hvaða erfiðleikum það olli að millidómstiginu var sleppt. Töldu dómarar til dæmis að enginn vegur væri að Hæstiréttur færi að halda yfir­ heyrslur í sakamálum til þess að réttarkerfið uppfyllti til fulls endurskoðunarrétt aðila að sakamáli. Tæpast gæti þetta verið hlutverk Hæstaréttar og myndi enda skapa allt of mikið álag á réttinn,“ segir Hrafn. Með tilkomu millidómstigs væri málum fyrst áfrýjað þangað og þar yrðu þau rannsökuð aftur, ólíkt því sem tíðkast nú hjá Hæstarétti. Mörgum málum myndi síðan ljúka á þessu millidómstigi. „Umfangsmikil mál með for­ dæmisgildi færu hiklaust til Hæstaréttar,“ segir Hrafn. „Síðan myndu fimm dómarar dæma flest málin og jafnvel sjö,“ segir hann, en vegna álags eru nú oft aðeins þrír sem dæma í málum sem hafa fordæmisgildi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  stjórnskipun Vinna Við tillögur um millidómstig gengur Vel Nýr áfrýjunardómstóll fyrir einka- og sakamál í bígerð Réttarfarsnefnd hefur síðustu mánuði unnið eftir skýrslu vinnuhóps um millidómstig. Ef vinnan gengur sem horfir verður hægt að leggja fram frumvarp um millidómstig á haustþingi. Sam- kvæmt bjartsýnustu spám getur þetta þriðja dómstig orðið að veruleika árið 2015. Gríðarlegt álag hefur verið á dómurum Hæstaréttar í langan tíma. Nýr áfrýjunardómstóll myndi þar breyta miklu. Hrafn Braga- son, fyrr- verandi hæsta- réttar- dómari, vill milli- dómsstig. Ljós- mynd/ Hari 6 fréttir Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.