Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 66
H alla Frímanns-dóttir, betur þekkt sem Halla
himintungl, hefur löngum
ferðast utan almannavega,
í öllum skilningi orðanna.
Með ástargaldur að vopni
stefnir hún á að leiða
saman nokkra einhleypa
einstaklinga í íslenskri
náttúru með það að mark-
miði að kveikja ástarbál.
„Ég fékk þessa hugmynd
í Asíu þar sem einhleyp
íslensk vinkona mín býr,
Bryndís Chapman. Það er
hægara sagt en gert fyrir
hvítar konur þar að ná sér
í mann. Hún kemur samt
reglulega til Íslands og ég
ákvað bara að finna handa
henni mann,“ segir Halla,
full eldmóðs. Hún skilur
ekkert í því að Bryndís
sé enn einhleyp enda vel
menntuð, í góðri stöðu og
nýorðinn kjörræðismaður
Íslands í Laos. „Fyrir utan
að vera ótrúlega falleg og
skemmtileg,“ segir Halla.
Þær vinkonurnar eru
báðar mikið fyrir útivist
og í framhaldinu ákvað
Halla að útfæra hugmynd-
ina sína enn frekar. Hún
auglýsir nú eftir áhuga-
sömu fólki, skemmtilegu
og sjarmerandi, körlum
og konum, helst á fimm-
tugsaldri rétt eins og þær
Bryndís. „Hún er gagnkyn-
hneigð en eftir því sem ég
veit er ég nokkurn veginn
„gay“. Það eru því allir
velkomnir nema sjálfkyn-
hneigðir. Við nennum því
ekki,“ segir Halla glettin.
Áhugasamir þurfa að
senda umsókn enda mest
sjö manns sem komast í
ferðina. Skilyrði er að vera
í góðu líkamlegu formi og
hafa gaman af útivist. „Svo
þarf fólk bara að segja frá
sjálfu sér og áhugamálum.
Út frá þessu öllu vel ég
saman hóp sem ég held að
verði góður saman.“ Og
Halla lumar á leyndarmáli.
„Síðan er ég galdrakona
þannig að fyrir ferðina get
ég verið búin að kíkja í
stjörnurnar og sjá hvern-
ig fólk passar hvert við
annað. Ekki að ég ákveði
neitt fyrirfram. Við förum
líka í jóga og hugleiðum,
stoppum á gönguferðinni
og tengjum okkur við nátt-
úruna. Þeir sem vilja geta
síðan fengið ástargaldur,“
segir Halla sem lengi
hefur verið í sambandi við
æðri máttarvöld.
Gengið verður frá Land-
mannalaugum og að
Skógum dagana 5. til 9.
júlí, en þá verður Bryn-
dís komin til landsins.
Göngufólk kemur með
sinn eigin mat og búnað og
einhleypir í ástarleit geta
sent umsókn á netfangið
hallahimintungl@gmail.
com. Halla stefnir jafnvel
á að hópurinn fari saman í
styttri gönguferðir áður til
að hrista sig saman.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Útivist Ástarleit Á fjöllum
Einhleypingar í tilhleypingum
Stjörnuspekingurinn Halla himintungl segir vita vonlaust að finna lífsförunaut á djamminu. Þess vegna
skipuleggur hún nú yfirnáttúrulega gönguferð frá Landmannalaugum í sumar sem aðeins er ætluð
einhleypum. Ef vel tekst til hefur ástarloginn kviknað áður en gönguhópurinn kemur að Skógum.
Bryndís Chapman,
vinkona Höllu, leitar
að útivistarmanni
með langtímasam-
band í huga.
Halla himintungl ætlar að rýna í stjörnurnar fyrir gönguna og athuga hvernig fólk passar saman. Ljósmynd/Hari
Það eru allir
velkomnir nema
sjálfkynhneigðir.
Kitlaðu bragðlaukana með þriggja rétta matseðli
og eigðu kósýkvöld að hætti Nauthóls.
KÓSÝ Á KVÖLDIN
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is S. 599 6660
FYRSTA
SVANSVOTTAÐA
VEITINGAHÚSIÐ
Á ÍSLANDI
Margrét Tryggvadóttir
Saman getum við
farið í öflugar
aðgerðir í þágu
heimilana
Vígalegur Clarkson
í jakka frá Eggerti
Hróður Eggerts Jóhanns-
sonar feldskera hefur
borist víða um lönd og
það þykir ekki ónýtt að
spóka sig í flíkum frá
honum. Verslun Eggerts
á Skólavörðustígnum er
því eðlilega oft viðkomu-
staður frægðarfólks
sem sækir landið heim
og ljóst að ökuþórinn
og sprelligosinn Jeremy
Clarkson úr bresku
bílaþáttunum Top Gear
hefur fundið sér flík við
hæfi hjá Eggerti.
Meðfylgjandi mynd
sýnir Clarkson ansi hreint
brattan í vígalegum jakka
frá Eggerti en menn sem
í skrúða sem þessum
láta sér varla margt fyrir
brjósti brenna.
Sjálfur vill Eggert
ekkert tjá sig um við-
skiptavini sína enda ekki
þekktur fyrir að flíka því
hverjir kaupi af honum
fatnað en sagan segir að
þríeykið í Top Gear hafi
allt fundið sér forláta
jakka hjá Eggerti sem vill
ekkert láta hafa eftir sér.
Myndin af Clarkson
er góð. Um það þarf ekki
að deila.
Jeremy
Clarkson er
greinilega
smekk-
maður á föt
eins og bíla
og skartar
hér forláta
jakka úr
smiðju
Eggerts
feldskera.
Rakel Björk hefur æft söng og
leiklist síðan í æsku og lætur
nú til sín taka á báðum sviðum,
í Fölskum fugli og Söngkeppni
framhaldsskólanna.
Þetta var mikið æv-
intýri. Mikil og góð
reynsla og rosalega
skemmtilegt.
rakel Björk frumsýning og söngvakeppni
Lagviss söngfugl á fleygiferð
Það er skammt stórra högga á milli
hjá MR-ingnum Rakel Björk Björns-
dóttur þessa dagana. Hún leikur
Möggu í kvikmyndinni Falskur fugl
sem var frumsýnd á fimmtudags-
kvöld og í kvöld, föstudagskvöld,
stígur hún á svið fyrir Menntaskól-
ann í Reykjavík í Söngkeppni fram-
haldsskólanna.
„Ég er eiginlega bæði stressuð og
spennt og auðvitað með smá fiðring
í maganum og líður bara vel með
þetta,“ sagði Rakel þegar Fréttatím-
inn náði tali af henni í frímínútum á
frumsýningardeginum.
„Þetta var mikið ævintýri. Mikil
og góð reynsla og rosalega skemmti-
legt,“ segir hún um kvikmyndaleik-
inn en Falskur fugl er fyrsta kvik-
myndin sem hún leikur í.
Rakel var valin til þess að keppa
fyrir hönd MR að undangenginni
forkeppni í skólanum og hún ætlar
að syngja lagið Songbird, sem Eva
heitin Cassidy söng á sínum tíma.
Tólf bestu atriði keppninnar í
kvöld halda síðan áfram í úrslit sem
verður sjónvarpað beint á RÚV á
laugardagskvöld og hún setur mark-
ið að sjálfsögðu hátt.
Rakel er í fjórða bekk í MR og
hefur ákveðið að feta náttúrufræði-
brautina við skólann. Hún verður
átján ára í október en hefur æft söng
og leiklist frá því hún var níu ára og
hefur að sjálfsögðu tekið virkan þátt
í starfi leikfélagsins Herranótt þau
tvö ár sem hún hefur verið í MR.
„Ég lék eitt af aðalhlutverkunum
í Herranótt í ár í Doktor Fástus í
myrku ljósi eftir Gertrude Stein,“
segir Rakel sem framleiðendur
Falsks fugls höfðu heyrt af áður en
hún fór í prufuna sem skilaði henni
hlutverkinu. -þþ
66 dægurmál Helgin 19.-21. apríl 2013