Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 61
Láttu hjartað ráða „Ítalska ólífuolían mín er heilnæm og gerir líkamanum einstaklega gott, jafnt útvortis sem innvortis.“ O n The Road eftir Jack Kerouac er goðsagna-kennd bók sem stendur vart undir orðspori sínu. Það sést vel á bíómynd sem Walter Salles gerði upp úr bókinni og er nú sýnd í Regnboganum. Salles kýs að vera trúr bókinni; reyna að fanga galdur hennar og stemningu; og drepur hana því óviljandi af tómri aðdáun (sem á ekkert skylt við ást). Þessi mynd er því ágætt dæmi um að það er ekki hægt að setja upp verk sem varð til í sínu sögulega samhengi; án þess að endurskoða samfélagslegt erindi þess. Það má vera að sumar sögur séu eilífar; en samfélagið sem þær spretta upp úr (eða eru látnar hvíla í) er það ekki. Flestar hug- myndir okkar um mannfélagið úldna og mygla með árunum. Það þarf að því endurskapa samfélagslega umgjörð þessara sagna í hvert sinn sem þær eru endur- sagðar. Og það mistókst Walter Salles. Samfélagsleg saga: Ekki allir í sama báti On the Road er bók um söguleg tímamót í æfi höf- undar og vina hans en líka saga um söguleg tímamót í bandarískri menningu. Og það vill svo til að þetta tvennt skarast og getur verið erfitt að greina í sundur. Sögunni vindur fram á vegunum sem Franklin Delano Roosevelt lagði í kreppunni miklu til að auka atvinnu og byggja um leið upp nýja innviði samfélags- ins. Þetta trix lærði hann af Hitler og autobönum hans (og Steingrímur J. vill bora gat á Vaðlaheiði með sömu rökum). Kynslóð Kerouac var sú fyrsta sem nýtti þessar þjóðbrautir til menningarlegrar endursköpunar; í bókinni liggja mismunandi menningarsvæði Bandaríkj- anna eins og konfektkassi fyrir framan Kerouac og vini hans. Þetta er fyrsta fólkið sem getur raupað út úr sér evrópskum litteratúr á kaffihúsum intelligensíu Austur- strandarinnar, dansað sig sveitt undir trylltu bebobi í svörtum suðurbænum í Chicago; lagst í dvala í í New Orleans þar sem tíminn hefur gefist upp fyrir hitanum og mollunni; reykt marijúana með mexíkönskum farand- verkamönnum á ökrum Kaliforníu eða sungið um hjörtu flökkumannsins sem ástin er sífellt að kremja með land- lausum verkalýð í Denver. Þetta er líka fyrsta kynslóðin eftir stríð; fólk sem hafði engan óvin að sigra og var ætlað að lifa draum kynslóð- arinnar á undan; að byggja upp réttlátt samfélag, frið og aukna framleiðni (hagvöxt, stöðugleika og velferð; eins og það heitir í kosningum). Og eins og hendir fólk af slíkum kynslóðum; þá höfðu Kerouac og vinir hans engan áhuga á draumum annara. Þeir vildu lifa eigin drauma og martraðir; sigra eða tapa eigin orrustum. Eftir stríð voru líka tímamót í bandarískri menningu og þörf fyrir nýja sjálfsmynd; yngra fólk vildi brjóta af sér púrítönsk gildi, fyrirframákvarðanir um hvað væri gott og gilt og búa til list, kveikja hugmyndir og móta lífsafstöðu uppúr þeim suðupotti sem Bandaríkin voru; taka það besta úr evrópskum kúltúr; steikja það á grillinu í amerískum diner og blúsa það síðan upp með suðrænum takti. Slettumálverk Jackson Pollock voru slík niðurstaða; og ekkert svo ólík hömlulausum og óða- mála stíl sem Allen Ginsberg sleppti lausum í ljóðum og Kerouac náði síðan að beisla í prósa. Einkanleg saga: Drengir verða að mönnum Jack Kerouac var um tuttugu og fimm ára þegar sagan hefst sem rakin er í On the Road. Neal Cassidy og Allen Ginsberg voru 21. Ginsberg og Kerouac voru í leit að eigin rödd sem skáld og rithöfundur; með hausinn of fullan af textum genginna stórskálda til að geta meðtek- ið eigin tíma; of félagslega bæklaðir og innhverfir til að vera fullgildir þátttakendur í ólgu lífsins. Cassidy var allt önnur dýrategund. Hann var siðblindur, barn alkóhól- ista, markeraður af áföllum og alinn upp á upptökuheim- ilum; viðurkenndi engin mörk og hrifsaði allt sem hann girntist; óheftur lífskraftur í augum skáldanna; akkúrat það sem vantaði til að fullgera þá. Og Cassidy varð þeim eins og ísbrjótur; þeir eltu hann um skörð sem hann hjó í múra; yfir kynþátta- og stéttarlínur, inn í heim samkyn- hneigðar, dópneyslu, taumleysis, smáglæpa og aðrar ver- aldir sem voru vel uppöldum austurstrandardrengjum forboðnar. Og í gegnum þessar ferðir endurfæddust þeir Ginsberg og Kerouac; risu upp sem rödd nýrrar kyn- slóðar; bítnikkanna, upphafið að því sem Kaninn kallaði síðar counterculture; menningarandstaða gegn ríkjandi viðhorfum; hugmyndir sem er líklega orðnar viðteknar á okkar póstmódernísku tímum þegar enginn er sammála um nokkurn skapaðan hlut og allir uppteknir við sjálfs- tjáningu og –sköpun. En það er önnur saga. Ginsberg og Kerouac eru hetjur bókarinnar; þeir endurfæðast og vaxa. Cassidy er harmsagan; hann á sér enga bókmenntalega vængi til að svífa á inn í eilífðina. Þótt hann hafi blásið lífi í bókabéusana tvö; þá er hann dæmdur til að fölna og deyja þegar æskufegurðin og lífs- þrótturinn hverfur. Framhaldssaga: Ástarævintýr með bitrum endi Fyrir utan ást sögupersónanna hvor á annari fjallar bókin um ástarævintýri tilvonandi áfengis- og vímu- efnasjúklinga með vímuefnum sínum. Eins og kunnugt geta slík efni gert feimna drengi að köldum körlum og slíkum umskiptum fylgir mikil frelsistilfinning. Gall- inn við þessi efni er hins vegar sá að þau svíkja; þau hætta að virka og neytandinn þarf annað hvort að hætta notkun þeirra eða auka skammtinn. Og í stað frelsis og fjörs koma fjötrar og firring. Ævi nær allra persóna On the Road var mörkuð hörm- ungum ómeðhöndlaðrar áfengis- og vímuefansýki. Neal Cassidy varð úti ölvaður og dópaður í Mexíkó fáum dög- um fyrir 42 ára afmælið sitt; dánarvottorðið segir að öll kerfi líkamans hafi gefið sig undan óhófsneyslu áfengis og vímuefna. Blóðgusan stóð út úr Jack Kerouac þegar hann var 47 ára og hann hneig niður og dó; útbrunninn af áfengisneyslu; gamall fúllyndur drykkjurútur langt fyrir aldur fram. William S. Burroghs var kynslóð fyrir ofan drengina; hafði orðið háður ópíumefnum í stríðinu en tókst samt hið ómögulega; að verða aldraður heró- ínfíkill (reyndar með því að vera á meþadoni síðustu fjörutíu árin; hann dó 83 ára). Burroughs skaut konu sína til bana; hina ungu, efnilegu og bráðskemmtilegu Joan Vollmer; eftir að hafa gert hana háða heróíni. Billy sonur þeirra (sem sést í bíómyndinni sem barn liggjandi í fangi föður síns eftir að Burroughs hefur lognast út af í heróínvímu) dó 33 ára; ný lifur, sem hafði verið grædd í hann eftir að sú fyrri gaf sig eftir látlausa drykkju, brast þar sem hann sat að drykkju með föður sínum og Gins- berg; blóðið gusaðist út úr honum, hann stóð upp og dó standandi fyrir framan föður sinn. Burroughs hafði sent Billy frá sér þegar hann skaut móður hans, en Billy leitaði hann uppi þegar hann var táningur; var þá nauðg- að af vinum og kunningjum föður síns; átti illa æfi sem braut niður kláran og hæfileikaríkan dreng. Endursögð saga: Endurtekningin er ómöguleg Walter Salles er brasilískur leikstjóri sem er þekktastur fyrir Diários de Motorcicleta; mynd um mótorhjóla- ferðalag Che Guevara upp eftir allri Suður-Ameríku þegar hann var rétt liðlega tvítugur. Íslandsvinurinn Gael García Bernal lék Che. Og myndin var eins falleg og hann; ung drengmenni að uppgötva sjálf sig, ástina og vináttuna; ægifagurt landslag, sindrandi næturhiminn, sólarlag, naktir stæltir kroppar — í stuttu máli: Mynda- kafli úr Vogue með rómatískum og nostalgískum þræði. Þetta reynir Salles að endurtaka í On the Road. Og það vantar ekkert upp á fegurð lands og vega; hvernig mismunandi árstíðir og landshlutar breiða úr sér yfir tjaldið; hvað leikararnir eru fagrir, ungir og lifandi; hvað myndataka er tignarleg, tónlistin stundum ljúf og alltaf kúl — það er ekki annað hægt en að dást af eljunni að baki því að finna alla þessa tökustaði og ná að fanga alla þessa fegurð. En sagan sem pökkuð er inn í þessar gjafa- umbúðir dó fyrir mörgum áratugum; er líflaus og fölsk í dag. Ef höfundar vilja segja sögu um hvernig ungt fólk brýtur af sér púpu bernsku og úreltra viðhorfa verður það að finna aðrar persónur en þessar. Þessar persónur brutu sjálfar sig í leiðinni. Þær bíða þess að saga þeirra sé endursögð. Gunnar Smári Egilsson ritstjorn@frettatiminn.is  ON THE ROAD MENNINGARANDSTAÐA GEGN RÍKJANDI VIÐHORFUM Hetjusaga um bölvaða drulludela Svo til allar sögu- persónur On the Road réðu ekki við alkóhólisma sinn og vímuefna- sýki og rústuðu lífi sínu og lögðu kvöld yfir líf sinna nánustu. Það er því hálf innihalds- laust og tómt að ætla að segja af þeim sömu gömlu frelsunarsöguna sem allir sjá orðið í gegnum. Gerret Hedlund og Sam Riley sem Neal Cassidy og Jack Kerouac í On the Road. Það vantar eldfjallið í Hedlund svo hann ráði við hlut- verkið. samtíminn 61 Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.