Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 80
12 brúðkaup Helgin 19.-21. apríl 2013 MB_Brúðkaup_A4.indd 6 10.4.2013 01:13 Misjafnir brúðkaupssiðir í landi hverju Í hefðbundnu brúðkaupi í Japan klæðir brúðurin af sér horn afbrýðiseminnar sem hún finnur til gagnvart tengdamóður sinni en í Færeyjum er algengt að brúðkaup standi yfir í heila þrjá daga. Brúðhjón í Óman halda sitt hvora veisluna en Rússar skella sér á rúntinn eftir hjónavígslur og taka myndir af brúðhjónunum á sögufrægum stöðum. Veisla brúðar í Óman, þar sem hjónin fagna brúðkaupinu í sitt hvoru lagi. Í hefðbundnu japönsku brúðkaupi er brúðurin klædd í hvítan kí-mónó og máluð hvít í framan. Á höfði sér hefur brúðurin sérstakt hvítt höfuðfat sem á að fela „horn af- brýðiseminnar“ sem hún finnur til gagnvart tengdamóður sinni. Hefð- bundinn klæðnaður fyrir brúðgum- ann er svartur og hvítur kímónó, japanskir sokkar og sandalar. Þegar hjónin taka svo saman sopa af jap- anska víninu sake eru þau formlega orðin hjón. Í Óman eru kynin almennt aðskil- in í sínu daglega lífi og það sama á við um brúðkaup og halda brúðhjón- in sitt hvora veisluna fyrir fjölskyldur sínar og vini. Að veisluhöldum lokn- um fara karlkyns gestir brúðgum- ans í veislu brúðarinnar á bílum eða kameldýrum og konurnar fylgja á eftir. Brúðurin heldur svo með sinni fjölskyldu til veislu brúðgumans þar sem veislurnar sameinast. Að lokinni hjónavígslu í Rússlandi er hefð að brúðhjónin fari með vin- um og fjölskyldu á rúntinn um bæ- inn sinn eða borgina og heimsæki sögulega staði, drekki kampavín og taki myndir. Margir fara í þessar ferðir á límmósínu en aðrir á Volg- um, hestvögnum, bát eða jafnvel með neðanjarðarlestinni. Í Færeyjum er algengt að brúð- kaupsveislur standi yfir í heila tvo daga en áður fyrr, þegar samgöngur voru stopulli, stóðu brúðkaup í þrjá daga. Að lokinni hjónavígslu bjóða hjónin til veislu og er öllum íbúum þeirrar eyjar sem hjónin búa á boðið. Veislan er auglýst fyrirfram og skrá gestir sig. Brúðkaupsveislur í Fær- eyjum eru mjög líflegar og standa nær undantekningarlaust fram undir morgun og er hefð fyrir því að brúð- hjónin yfirgefi veisluna síðust allra. Oftast er boðið upp á hefðbundinn færeyskan mat en sjái veisluþjónusta um veitingarnar er yfirleitt nautakjöt á boðstólum. Klukkan þrjú að nóttu er alltaf borin fram kjötbollusúpa með brauðbollum. Mikið er um söng og ræðuhöld og er hefðbundinn brúðkaups hring- dans, sem nefnist Brúðarkvæði, stiginn. Forsöngvari leiðir þá söng- inn sem er tuttugu og sex erindi. Á öðrum degi brúðkaupsveislunnar fer fram svokallað brúðarhús en þá sýna brúðhjónin gjafirnar sínar og gestir gæða sér á afgöngum frá deginum áður. Fyrir nokkrum árum var algengt að brúðguminn klæddist jakkaföt- um og brúðurin hvítum kjól en nú til dags kjósa mörg brúðhjón að klæð- ast færeyskum þjóðbúningi. Brúð- hjón með gestum sínum við bakka ár- innar Névu í Sankti Péturborg í Rússlandi. Hjón íklædd hefðbundnum japönskum brúðkaupsklæðnaði. Mikið fjör er í færeyskum brúðkaupsveislum og yfirgefa brúðhjónin gleðskapinn síðust allra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.