Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 80

Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 80
12 brúðkaup Helgin 19.-21. apríl 2013 MB_Brúðkaup_A4.indd 6 10.4.2013 01:13 Misjafnir brúðkaupssiðir í landi hverju Í hefðbundnu brúðkaupi í Japan klæðir brúðurin af sér horn afbrýðiseminnar sem hún finnur til gagnvart tengdamóður sinni en í Færeyjum er algengt að brúðkaup standi yfir í heila þrjá daga. Brúðhjón í Óman halda sitt hvora veisluna en Rússar skella sér á rúntinn eftir hjónavígslur og taka myndir af brúðhjónunum á sögufrægum stöðum. Veisla brúðar í Óman, þar sem hjónin fagna brúðkaupinu í sitt hvoru lagi. Í hefðbundnu japönsku brúðkaupi er brúðurin klædd í hvítan kí-mónó og máluð hvít í framan. Á höfði sér hefur brúðurin sérstakt hvítt höfuðfat sem á að fela „horn af- brýðiseminnar“ sem hún finnur til gagnvart tengdamóður sinni. Hefð- bundinn klæðnaður fyrir brúðgum- ann er svartur og hvítur kímónó, japanskir sokkar og sandalar. Þegar hjónin taka svo saman sopa af jap- anska víninu sake eru þau formlega orðin hjón. Í Óman eru kynin almennt aðskil- in í sínu daglega lífi og það sama á við um brúðkaup og halda brúðhjón- in sitt hvora veisluna fyrir fjölskyldur sínar og vini. Að veisluhöldum lokn- um fara karlkyns gestir brúðgum- ans í veislu brúðarinnar á bílum eða kameldýrum og konurnar fylgja á eftir. Brúðurin heldur svo með sinni fjölskyldu til veislu brúðgumans þar sem veislurnar sameinast. Að lokinni hjónavígslu í Rússlandi er hefð að brúðhjónin fari með vin- um og fjölskyldu á rúntinn um bæ- inn sinn eða borgina og heimsæki sögulega staði, drekki kampavín og taki myndir. Margir fara í þessar ferðir á límmósínu en aðrir á Volg- um, hestvögnum, bát eða jafnvel með neðanjarðarlestinni. Í Færeyjum er algengt að brúð- kaupsveislur standi yfir í heila tvo daga en áður fyrr, þegar samgöngur voru stopulli, stóðu brúðkaup í þrjá daga. Að lokinni hjónavígslu bjóða hjónin til veislu og er öllum íbúum þeirrar eyjar sem hjónin búa á boðið. Veislan er auglýst fyrirfram og skrá gestir sig. Brúðkaupsveislur í Fær- eyjum eru mjög líflegar og standa nær undantekningarlaust fram undir morgun og er hefð fyrir því að brúð- hjónin yfirgefi veisluna síðust allra. Oftast er boðið upp á hefðbundinn færeyskan mat en sjái veisluþjónusta um veitingarnar er yfirleitt nautakjöt á boðstólum. Klukkan þrjú að nóttu er alltaf borin fram kjötbollusúpa með brauðbollum. Mikið er um söng og ræðuhöld og er hefðbundinn brúðkaups hring- dans, sem nefnist Brúðarkvæði, stiginn. Forsöngvari leiðir þá söng- inn sem er tuttugu og sex erindi. Á öðrum degi brúðkaupsveislunnar fer fram svokallað brúðarhús en þá sýna brúðhjónin gjafirnar sínar og gestir gæða sér á afgöngum frá deginum áður. Fyrir nokkrum árum var algengt að brúðguminn klæddist jakkaföt- um og brúðurin hvítum kjól en nú til dags kjósa mörg brúðhjón að klæð- ast færeyskum þjóðbúningi. Brúð- hjón með gestum sínum við bakka ár- innar Névu í Sankti Péturborg í Rússlandi. Hjón íklædd hefðbundnum japönskum brúðkaupsklæðnaði. Mikið fjör er í færeyskum brúðkaupsveislum og yfirgefa brúðhjónin gleðskapinn síðust allra.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.