Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 28
B jarna Benediktssyni hefur tekist að ná við- spyrnu við botninn eftir þá verstu útreið sem flokkurinn hefur fengið í skoðanakönnunum í manna minnum. Lægst var fylgið, undir 18 prósent, í könnun Stöðvar 2 fyrir tveimur vikum en mældist tíu prósentustigum hærra í sömu könnun um miðja vikuna. Í könnun RÚV sem birt var í gærkvöld jók flokkurinn fylgi sitt í 24,1 prósent úr 21,9 og í nýjustu könnun MMR hefur Sjálfstæðisflokkurinn komist upp fyrir Framsóknarflokkinn í fyrsta sinn rúman mánuð. Enginn vafi leikur á því að útspil Bjarna í sjónvarpsvið- tali á RÚV í síðustu viku hafði úrslitaáhrif varðandi við- snúning flokksins. En hvað hefur breyst? Stefnan er sú sama og flokkurinn sá sami og stuðningsmenn hafa verið að yfirgefa fyrir Framsóknarflokkinn, ef marka má kann- anir. Er Bjarni ef til vill fyrst núna að taka af skarið og skapa sér stöðu sem raunverulegur formaður eftir gríðar- leg innanflokksátök sem varað hafa nánast frá hruni? Bjarni er enginn Davíð Oddsson. Þvert á móti má færa fyrir því rök að hann sé algjör andstæða formannsins fyrrverandi. Bjarni er sagður maður sátta og samninga en fyrirrennari hans var þekktur fyrir ýmislegt annað en það. Bjarni þykir rólegur og yfirvegaður, þótt hann sé ekki skaplaus, og hann taki sér góðan tíma til að ígrunda ákvarðanir sem hann stendur frammi fyrir, gefist honum tækifæri til þess. Bjarni væri ekki líklegur til að hreyta styggðaryrðum í fólk og myndi aldrei taka fólk út af sakramentinu ef honum sýndist svo, líkt og Davíð gerði með menn sem honum mislíkaði við. Á hinn bóginn þykir Bjarna skorta þá persónutöfra sem einkenndu stjórnmálamanninn Davíð sem hafði sérstaka færni í hnyttnum og beittum tilsvörum. Bjarni þykir stífur og formfastur í hlutverki formannsins og allt að því óöruggur á köflum. Það var ekki fyrr en í viðtalinu marg- umtalaða, sem sýnt var á RÚV fimmtudagskvöld í síðustu viku, er Bjarni þótti sýna kjark, dug og sjálfstæði, til þess að koma fram fyrir alþjóð og tala af einlægni um þann mikla vanda sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir: innbyrðis átök og algert fylgishrun. Einungis kosn- ingar munu leiða í ljós hversu skynsamleg sú ákvörðun Bjarna var, að opinbera sig með þessum hætti, en skoð- anakannanir síðustu daga benda til þess að honum hafi tekist að krossvenda kosningabaráttu flokksins – og snúa þar með vörn í sókn. Af könnununum að dæma virðist því sem útspil Bjarna hafi slegið í gegn hjá kjósendum og flokkurinn sé að endurheimta styrk sinn. Nær atkvæðum til baka En hvað hefur breyst á þeim tveimur vikum sem liðu milli þess sem Stöð 2 kannaði afstöðu fólks? Áherslumál flokksins eru hin sömu og forystan er óbreytt. „Viðmótið hefur breyst. Kannski varð þetta eins konar vakning fyrir sjálfstæðismenn,“ segir Bjarni þegar við settumst niður á Hótel Borg í vikunni í þeim tilgangi að fara yfir stöðu flokksins og formannsins. Það er létt yfir honum þegar hann sest í djúpan, rauðan, leðurstólinn við logandi arininn. Við erum ein í stofunni að undanskilinni að- stoðarkonu Bjarna, Svanhildi Hólm, sem kemur sér fyrir í hinum enda hennar. Bjarni pantar grænt te þegar þjónn kemur til að aðstoða okkur. Bjarni virðist alveg eiga heima í þessu umhverfi enda oft sagður hafa fæðst með silfurskeið í munni. Hann er barnabarnabarn Benedikts Sveinssonar fyrrum forseta Alþingis, sem var faðir Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra sem var faðir Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Afi Bjarna, Sveinn Benediktsson, var því bróðir Bjarna Benediktssonar. Björn Bjarnason og pabbi Bjarna, Benedikt Sveinsson eru því bræðrasynir. Bjarni er jafn- skyldur Halldóri Blöndal, fyrrum forseta Alþingis, sem er sonur Kristjönu, systur Bjarna og Sveins. Guðrún Péturs- dóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi, er jafnframt dóttir Péturs, bróður Bjarna, Sveins og Kristjönu, og því frænka Bjarna. Þetta er hluti hinnar margumtöluðu Engeyjar- ættar. Hvort sem ætterni hans hefur hjálpað til eða frænd- semi við áhrifamenn Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma var Bjarni gerður formaður einnar mikilvægustu nefndar Al- þingis fáeinum mánuðum eftir að hann var fyrst kjörinn á þing árið 2003. Má segja að hann hafi hlotið eldskírn í því hlutverki því ári síðar var hann áberandi í fjölmiðlum vegna umræðu um hið svokallaða fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. „Ekki með Davíð á öxlinni“ Í sögulegu sjónvarpsviðtali tókst formanni Sjálf- stæðisflokksins að snúa vörn í sókn og fékk þar með þá viðspyrnu sem hann hefur verið að leita að undanfarnar vikur. Honum tókst að beina athyglinni frá aðalkeppinautnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og hefur dregið mjög á forystu hans í skoðanakönnunum. Bjarni er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærstur á kjördag en lítur hýru auga til Sigmundar Davíðs varðandi stjórnarmyndun. Bjarni Benediktsson: „Að reiðast fólki og vera jafnvel langrækinn og láta skapið hlaupa með sig eða einfaldlega að gera bara eitthvað þveröfugt. Það er hægt að skoða heiminn út frá hugmyndafræði Macchiavelli, sem reyndar hefur kennt okkur margt um mannlegt eðli, og líta á lífið sem eina samfellda orrustu – eða horfa meira inn á við og spyrja sig hvernig maður maður vill vera og hvaða máli það skipti þegar upp er staðið þótt einhverj- um finnist eitthvað um þig og segi eitthvað við þig.“ Ljósmynd/Hari Viðmótið hefur breyst. Kannski varð þetta eins konar vakning fyrir sjálfstæðis- menn. Tók loks af skarið Flokksmenn virðast nokkuð sammála um að hann hafi styrkt stöðu sína með við- talinu margumtalaða. Hann hafi jafnvel í fyrsta sinn í formannsstóli tekið af skarið sem formaður og gefið von um að hann hafi í raun þann mann að geyma sem valdið getur jafn krefjandi embætti og for- mennska er í þeim stjórnmálaflokki sem hefur með fáum undantekningum hlotið flest atkvæði í öllum þingkosningum á síðustu fimmtíu árum að undanskildum síðustu alþingiskosningum. Flokkurinn hefur að auki aðeins tvívegis á sama tíma- bili hlotið undir 30 prósent atkvæða, árið 2009, þegar atkvæðamagn flokksins náði sögulegu lágmarki, í 23,7 prósent, og árið 1987 þegar klofningur innan flokksins undir stjórn Þorsteins Pálssonar varð til þess að Borgaraflokkur Albert Guð- mundssonar náði tæpum 11 prósentu- stigum af atkvæðum Sjálfstæðisflokksins sem endaði í rúmlega 27 prósent fylgi. Geir Haarde, sem tók við formennsku af Davíð undir lok árs 2005 lét skyndilega af formennsku árið 2009 vegna veikinda. Því átti enginn von á enda hafði Geir Ha- arde um áraraðir beðið í skugga Davíðs og skapað sér mikla virðingu samflokks- manna á löngum stjórnmálaferli sínum. Bjarni hafði, allt frá því að hann var fyrst kjörinn á Alþingi árið 2003, verið nefndur krónprins flokksins, vonarstjarna Engey- inga, framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokks- ins. Formannsstaðan losnaði hins vegar mun fyrr en gert var ráð fyrir og þurfti Bjarni því að hrökkva eða stökkva. Hann stökk – og bar sigur úr býtum gegn mót- frambjóðandanum Kristjáni Þór Júlíus- syni, á landsfundi í mars 2009. Persónueinkenni Bjarna, sem lýst var hér að ofan, hafa gert það að verkum að hann beitir gjörólíkum aðferðum við stjórnun flokksins en flokksmenn áttu að venjast um áraraðir. Fyrir vikið hefur Bjarni ekki sömu tök á flokknum og fyrir- rennarar hans, jafnt Davíð sem Geir, og af þeim sökum hefur hann skort nauð- synlegan stuðning til þess að mynda þá einingu sem grundvöllur er fyrir farsælli kosningabaráttu til þessa. Hópur stuðn- ingsmanna varaformannsins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hefur beðið færis allt frá árinu 2010, þegar umræðan um Vafningsmálið svokallaða komst í hámæli, þar sem Bjarni var sakaður Framhald á næstu síðu 28 viðtal Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.