Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 48
Helgin 19.-21. apríl 201348 tíska
Nýjar
sumarvörur
frá Masai
auka afsláttur
af útsöluslá
Laugavegi 49 S. 552 2020
OPIÐ:
MÁN - FÖST
10 - 18
LAUGARD.
10 - 14
SÉRLEGA MJÚKUR OG
SUMARLEGUR
teg SECRET GARDEN -
í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 9.550,-
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is
– Lifið heil
Lægra
verð
í Lyfju
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
36
15
0
3/
13
Gildir út apríl.
Voltaren Gel
15% verðlækkun
50 gr. Nú: 1.767 kr. / 100 gr. Nú: 3.222 kr.
J ules Kim lifir og hrærist í tísku heiminum og setur fingrafar sitt á verkefni tengd honum. Það þarf ekki langt spjall til að átta sig á listin er henni mikilvæg og hreinlega lífsnauð-
synleg. Það er ekki hægt annað en hrífast með, enda sérstaklega
heillandi, klár og sannfærandi kona hér á ferð.
Viðskiptavinirnir eru ekki af verri endanum.
Stjörnur á borð við Beyonce, Lindsey Lohan,
Maria Carey, Shakira, Katy Perry, Eve, Kar-
dashian systur og fleiri hafa sést skarta glitr-
andi gulli og eðalsteinum úr hennar smiðju.
Fréttatímanum lék forvitni á að kynnast þess-
ari konu betur, en hún var hér á landi í tengslum
við Reykjavík Fashion Festival.
Margra þjóða tvíburi
Jules er tvíburi frá Virginíu og hefur búið í New
York síðustu árin. Faðir hennar er kóreskur og
móðir hennar skosk/írsk. „Ég er alin upp hjá
móður minni sem er arkitekt. Strax sem barn
var ég umvafin sköpun, en þegar hin börnin
voru á leikskólanum var ég oft tekin með uppí
háskóla þar sem mamma var í meistaranámi í
arkitektúr. Það má því segja að ég hafi alltaf haft
form, hönnun og list í kringum mig. Þegar ég lít
á verk mín í dag sé ég hluta af barnæskunni í
þeim. Æskan hafði mikil áhrif og má greinilega
sjá arkitektúr í mínum verkum,” segir Jules.
Bijules skartið
Jules hannar fyrst og fremst skartgripi en með
nýrri nálgun. „Þetta er ekki vara sem þú sérð
út í búð, langar í, og kaupir. Hún má ekki vera
út um allt og um allan heim. Ég er að gera list.”
Jules þykir mikilvægt að hver og einn upplifi
vöruna á sinn hátt. „Eins og þegar myndlistar-
maður málar verk er upplifunin misjöfn. Hver
fær sína tilfinningu og upplifun. Hver skartgripur er merktur með
númeri og er það mín ósk að kaupandanum finnist hann vera að fá
listaverk með hugsjón.”
Hún segist aðspurð ekki kippa sér of mikið upp við það þegar
aðrir hönnuðir og vörumerki steli hugmyndum hennar. „Það nær
enginn því sem Bijules merkið hefur, og verður aldrei eins. Afrit-
arar hreyfa ekki við mér og ég læt þá ekki á mig fá. Heldur hugsa
ég: haltu áfram! Framkvæmdu! og vertu samkvæm sjálfri þér!”
Lifandi efniviður
„Ég hef unnið með ýmisskonar steina og perlur og er alltaf að þróa
mig í því. Í Bijules hef ég til dæmis verið að nota ferskvatnsperlur,
ametyst, svarta demanta og svo mætti lengi telja.”
Jules segist elska að kanna efnivið og hefur undanfarið verið að
vinna með ópalsteina. „Ópalinn nálgast ég hjá félaga mínum sem
sýslar með hráa steina. Ég vel úr hráum hnullungum og nota til-
finninguna. Þú getur ekki séð hvað er innan í steininum en þetta
er skemmtilegt ferli og andlegt. Í framhaldinu tek ég hamar og
brýt steininn fyrst þá kemur í ljós hvernig ópalsteinarnir eru og
hversu mikið af þeim. Ég er alltaf á höttunum eftir nýju hráefni,
upplifunum og tjáningarformi.”
Reykjavík Fashion Festival einstakt
Jules starfar á tískuvikum um allan heim. „Það er öðruvísi á að
koma á RFF, engin bakherbergi með stórum merkjum. Allir á RFF
hafa sameiginlegt markmið sem þeir deila og flestir láta sér annt
um markmið hvers annars. Á RFF sérðu og finnur eldmóðinn.
Ferska loftið og orkan hér heilla mig mjög mikið.”
Heiða Eiríksdóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Viðtal Skartgripahönnuðurinn JuleS kim heimSótti ÍSland
Ísland hyllir
listamanninn í mér
Jules Kim er listamaðurinn á bakvið Bijules, heimsþekkt vörumerki fyrir framúrstefnulega, fín-
lega, óútreiknanlega og djarfa skartgripi. Hún ræddi við Fréttatímann þegar hún kom hingað á
Reykjavík Fashion Festival fyrir skömmu og heillaðist af landi og þjóð.
„Það hafa ekki allir þörf til að skapa nýja hluti, en
ég verð að gera það til að lifa. Þetta er súrefnið
mitt, ég brenn út ef ég er ekki að þróa og gera
nýtt,” segir Jules Kim sem er listamaðurinn á bak
við hið heimsþekkta skartgripamerki Bijules.
Þú nnur okkur á Facebook
undir “Fatabúðin”
Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050
Er útskrift eða brúðkaup framundan?
Mikið úrval af gæða
sængurverasettum við öll tækifæri.