Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 20

Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 20
Efnahags- málin munu reynast áskorun fyrir samninga- nefndina. Í sland getur ekki fengið aðild að evrusamstarfinu nema með því að afnema gjald- eyrishöft og er nú í skoðun hjá sérstökum vinnuhópi full- trúa Íslendinga, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvaða leiðir eru bestar til að afnema megi höftin. Evrópusambandið hefur lýst yfir vilja til þess að aðstoða Ís- lendinga við afnám haftanna en Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra vildi ekki reifa afstöðu ESB né vilyrði. Gjaldeyrishöftin brjóta í bága við ákvæði um frjálst flæði fjár- magns innan aðildarríkja ESB. Á ríkjaráðstefnu ESB og Íslands sem fram fór á miðvikudaginn voru sex nýir kaflar opnaðir í samninga- viðræðunum um aðild Íslands að Evrópusambandinu og einum kafla var lokað á ríkjaráðstefnu sem fram fór í Brussel á miðvikudag. Einn þessara kafla varðar efnahagsmál og því gjaldeyrishöftin. Viðræður eru því hafnar í 27 af þeim 33 köflum sem samið er um og búið er að loka samningum á þriðjungi þeirra. Efnahagsmálin munu reynast áskorun fyrir samninganefndina, ekki vegna þess að við munum þurfa að aðlaga reglur okkar svo mikið að Evrópusambandinu – hið eina sem við þurfum að gera er að efla sjálf- stæði Seðlabankans, sem hefur hvort eð er verið á dagskrá, að sögn Össurar. „Ögrunin felst í því sem eftirsóknarverð- ast er fyrir Íslendinga hvað varðar aðild að Evrópusambandinu – að komast sem fyrst inn í fordyrið að evrusam- starfinu, ERM II, þar sem krónan kemst í skjól og haldið er tilteknum stöðugleika,“ segir Össur. „Það gefur okkur jafnframt færi á að lækka vexti og draga úr verðbólgu sem kemur sér vel fyrir alla. Við hins vegar kom- umst ekki þangað inn nema sé búið að afnema gjaldeyrishöftin. Það er mjög erfitt og er að verða að dýpsta pólitíska og efnahags- lega vandanum á Íslandi. Evrópusambandið vill hins vegar greiða leið okkar inn í bandalagið og þar með þátttöku okkar í þessu gjaldmiðlasam- starfi,“ segir Össur. Settur hefur verið á stofn sérstakur vinnu- hópur fulltrúa ESB, AGS, Seðlabanka Íslands, Evrópska seðlabankans og efnahagsráðuneytisins til þess að reyna að greiða úr þeim vanda sem gjald- eyrishöftin skapa í því skyni að finna leiðir til að afnema þau. „Það verður erfitt en hins vegar held ég að það muni takast. Í öllu falli er ekki hægt að segja á þessum tímapunkti með hvaða hætti Evrópusambandið kemur okkur til ESB aðstoði við afnám hafta Hugsanlegt er að Evrópusambandið aðstoði Íslendinga við að afnema gjaldeyrishöft en þau eru að verða að dýpsta pólitíska og efnahagslega vandanum sem blasir við Íslendingum, að sögn Össurs Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Mikilvægt skref var tekið í aðildarviðræðum í vikunni þegar samningar hófust í mikilvægum málaflokkum á borð við umhverfismál og efnahagsmál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fór til Brussel. Stefán Haukur Jóhannesson Aðalsamningamaður og formaður samninganefndar Íslands Störf  Skipaður aðalsamningamaður Íslands vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB, nóvember 2009.  Sendiherra Íslands gagnvart ESB í Brussel, 2005-2010.  Fastafulltrúi gagnvart Alþjóða- viðskiptastofnuninni WTO, EFTA og S.þ. í Genf 2001-2005.  Skipaður sendiherra og skrif- stofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, 1999- 2001.  Skrifstofustjóri rekstrar- og starfsmannaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, 1996-1998.  Starfsmaður utanríkisþjónust- unnar frá 1986 og starfsmaður fastanefnda Íslands gagnvart NATO í Brussel og WTO í Genf frá 1987-1993. Verkefni  Formaður samningahóps WTO um markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur (NAMA) í Doha- lotunni, 2004-2006.  Formaður samninganefndar um aðild Rússlands að WTO frá 2003. Viðræðum lauk í nóvember 2011 og jákvæð niðurstaða um aðild Rússlands samþykkt í desember 2011.  Formaður úrskurðarnefndar í „stáldeilu“ Bandaríkjanna og ESB, Kína, Japan og fleiri ríkja, 2002-2003.  Þátttaka í Uruguay samningalotu á vettvangi GATT fyrir hönd utan- ríkisráðuneytisins, 1990-1993.  Talsmaður Íslands í undirnefnd- um 1 og 2 í EES frá 1993-1996. liðsinnis en það vill greiða leið okkar. Lengra get ég ekki geng- ið í því að reifa afstöðu þess eða vilyrði,“ segir Össur. Opnun kaflanna sex stórt skref E. Kozakou-Marcoullis, utan- ríkisráðherra Kýpur, sem er í formennsku ráðherraráðs ESB, sagði á blaðamannafundi í Brussel að viðræður gengu eins vel og við mætti búast og opnun kaflanna sex væri stórt skref fram á við. Stefan Füle, framkvæmda- stjóri stækkunarsviðs Evrópu- sambandsins, lagði áherslu á að hagsmunir Íslendinga og Evrópusambandsins færu saman varðandi aðild Íslands að bandalaginu. Hann nefndi að styrkleikar landsins á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og stefnu landsins í málefnum norðurslóða gætu nýst Evrópu- sambandinu. „Leyfið mér að undirstrika það að við tökum sérstöðu Íslands til greina um leið og við stöndum vörð um stefnu Evrópusambandsins,“ sagði hann. Össur tók undir orð Kozakou- Marcoullis og Füle. „Þetta er sögulegt vegna þess að við erum í dag að opna sex kafla, sem verður að teljast stór áfangi. Á sama tíma er Svart- fjallaland að hefja sínar viðræð- ur og opna einn kafla. Við erum búin að opna langflesta kaflana en þessi áfangi er líka mikil- vægur vegna þess að nú erum við að færa okkur yfir á dýpri vötn. Við erum að opna kafla sem eru ekki hluti af EES eins og umhverfismálin, byggðamál- in og auðvitað gjaldmiðilsmálin. Þetta verða erfiðir kaflar og Á blaðamanna- fundi á mið- vikudag: Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra, E. Ko- zakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, sem er í formennsku ráð- herraráðs ESB, og Stefan Füle, framkvæmda- stjóri stækkunar- sviðs Evrópusam- bandsins. Aflandskrónur Vegna takmörkunar á gjaldeyrisvið- skiptum vegna fjármagnshreyfinga hafa myndast tveir markaðir með krónur. Á aflandsmarkaði eru viðskipti með krónur sem notaðar höfðu verið til skamm- tímafjárfestingar á Íslandi en óheimilt er að skipta þeim á ný fyrir gjaldeyri eða ráðstafa á annan hátt innanlands nema í gegnum Seðlabankann, með undanþágum, útboðum eða sérstökum leiðum. Af þessum sökum er tvöfalt gengi með íslenskar krónur undirgjaldeyrishöftum. Mótmæli Greepeace og fleiri vegna kvótaúthlutunar. Framhald á næstu opnu 20 úttekt Helgin 21.-23. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.