Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 52
Á Grímunni í sumar var Tengdó valin leiksýning ársins, Valur Freyr Einars- son fékk að auki leikskálda- verðlaunin og var valinn besti leikari ársins auk þess sem Davíð Þór Jónsson fékk verðlaun fyrir hljóð- mynd verksins. Tengdó er samvinnu- verkefni Commonnonsense leikhópsins sem myndlistarkonan Ilmur Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, fyrrnefndur Valur Freyr, starfrækja ásamt Davíð Þór. Þau segjast hafa ættleitt Jón Pál Eyjólfsson leikstjóra sem leikstýrði einmitt Tengdó. Tengdó fjallar um Magneu Reinalds- dóttur, mömmu Ilmar, og það kemur strax blik í augu Vals Freys þegar hann minnist á hana. Honum þykir augljóslega vænt um tengdamömmu sína. Allavega það vænt um hana að hann settist niður og skrifaði heilt leikrit um hana. „Hún er alveg einstök týpa. Bara síðan ég kom inn í fjölskylduna hefur hún flutt kannski tíu, fimmtán sinnum og henni þykir ekkert tiltökumál að skipta um vinnu,“ segir Valur og hlær að sögu sem þau Ilmur byrja að botna fyrir hvert ann- að um það þegar Magnea vann í einn dag hjá Nóa og Síríusi („henni fannst vinnan hreinlega vera ofbeldi,“ segir Valur). „Mömmu finnst ekkert tiltökumál að vinna í viku einhvers staðar og halda svo annað,“ útskýrir Ilmur en hugmyndin að leikritinu kviknaði fyrir nokkrum árum þegar hjónin fóru á Feneyjatvíeyringinn. „Steingrímur Eyfjörð var að sýna fyrir hönd Íslands,“ segir Valur Freyr og Ilmur botnar: „Við sátum á kaffihúsi og horfðum á eldri borgara Feneyja ferðast vel hífaða á milli öldurhúsa. Þeir stoppuðu í einn til tvo drykki á hverjum stað og fóru svo á næstu knæpu. Þá fórum við Valur að tala um það hvernig eldra fólk í suðræn- um löndum hættir ekkert að lifa lífinu. Mamma er einmitt þannig týpa og okkur langaði að segja sögu hennar.“ Úr varð leiksýning ársins. Hvorki meira né minna. Sagan fjallar í stuttu máli um leit mömmu Ilmar, tengdamömmu Vals, að pabba sínum en hún er svokallað ástandsbarn. Pabbi hennar var bandarísk- ur hermaður sem gerði hér stutt stopp í stríðinu og skildi eftir barn. Stúlkubarn. Hjónin Valur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir gengu lengi með það í maganum að segja sögu mömmu Ilmar. Úr varð sýningin Tengdó sem var valin leiksýning ársins á Grímunni fyrr í ár. Hjónin eiga fjögur börn og einn sonurinn er með sömu leikhúsbakteríuna og for- eldrarnir og leikur bæði í Dýrunum í Hálsaskógi og Mary Poppins. Hjónin á bak við leiksýningu ársins Formsatriði að fara inntökuprófið í leik- listarskólanum Ilmur og Valur eru leikhúsfólk. Hann er leikari, hún leikmyndahönnuður. Þau eru búin að vera saman í tuttugu ár og eiga fjögur börn. Elsta dótt- irin, Salka, er sautján og sagði mér að hún væri einstæð þriggja barna móðir þessa dagana. Hún er í Morfísliði MH, eina stelpan, og bróðir hennar, árinu yngri, var að kaupa miða á jólaballið. Hann er að lesa Hobbitann. Svo er það hann Grettir („með ólæknandi leikhúsbakteríu“) sem leikur í Dýrun- um í Hálsaskógi og Mary Poppins. Gríma er yngst („henni finnst skemmtilegast í jazzballet“). Hjónin grínast með að Valur hafi átt að verða stelpan í sinni fjölskyldu. „Ég er fimmti strákur- inn,“ segir hann en Ilmur átti einmitt að vera strák- ur. Hún á eldri systur og varð fljótt viðhengi föður síns sem er tæknifræðingur og plötu- og ketilsmið- ur. Ilmur hefur alltaf verið að búa til hluti og gekk í myndlistarskóla og verkin hennar voru frá upp- hafi svo mikið leikhús að það lá beinast við að hún endaði sem leikmyndahönnuður. Valur var alveg viss, eftir MR, að hann myndi verða leikari. Hann og Hilmir Snær og Benni Erlings voru góðir vinir. Hilmir og Valur leigðu saman og allir þrír héldu þeir í inntökupróf hjá Leiklistarskóla Íslands. Það var bara formsatriði, fannst þeim strákunum, því þeir áttu víst sæti í skólanum. „Við komumst allir í sextán manna úrtakið en aðeins átta komust inn í skólann. Þá var þetta þannig,“ útskýrir Valur, „að maður mætti upp í skóla og inntökunefndin afhenti öllum sextán bréf. Átta fengu nei og átta já. Ég kom aðeins of seint og strákarnir, Benni og Hilmir, voru búnir að gefa hvor öðrum „high five“ og svona, báðir komnir inn. Ég náði í mitt bréf og ólíkt öllum öðrum reif ég það upp fyrir framan nefndina. Aðrir hlupu út í horn milli vonar og ótta. Ég hélt mér hefði verið rétt vit- laust umslag. Það stóð eitthvað svona „því miður“ og ég ætlaði að skila þeim bréfinu aftur en þá var mér sagt að þetta væri „nei.“ Ég komst ekki inn.“ „Ég man eftir honum þarna um kvöldið. Við þekktumst þá,“ segir Ilmur. „Strákarnir, vinir hans, voru að skemmta sér og fagna og maður sá að hann var svona að reyna að átta sig á því hvað hefði gerst.“ Ári síðar voru þau orðin par. Í Tengdó gengur allt upp og allt stefnir í 50 sýn- ingar áður en yfir lýkur. Hjónin Ilmur og Valur í nýrri leikmynd Ilmar fyrir Mýs og menn sem Valur leikur einmitt í. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu 52 viðtal Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.