Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 108

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 108
 Í takt við tÍmann Emmsjé Gauti Staðalbúnaður Ég er náttúrlega skeitbarn og því er fatastíllinn minn skítugt hjólabretta lúkk í bland við snyrtilegan skoppara. Ég kaupi aðal- lega föt í Noland, ætli það séu ekki svona 98 prósent af fötunum sem ég geng í þaðan. Ef maður vill lúkka vel fer maður í Noland og Morrow. Uppáhaldsmerkin mín eru Krew og Supra. Ég kynntist nýlega merkjunum þeirra Halldórs og Eika Helgasona og Gulla, Hoppípolla húfum og 7 9 13 beltum. Annars er ég búinn að vera mikið að detta í hlýraboli eftir að ég fékk bringuhár. Hugbúnaður Ég var búinn að hanga á Prikinu í þrjú ár þegar ég hélt upp á tvítugsaf- mælið mitt þar. Ég hef gert allt frá því að vera hent út fyrir að vera of ung- ur á Prikinu yfir í að spila þar og vinna sem barþjónn. Mér líður alltaf vel á Prikinu, það er gott í allt og þar er besta tónlistin á kvöldin. Ég nenni ekki að hlusta á Gangnam Style á djamminu. Einu staðirnir sem ég fer á fyrir neðan Lækjargötu eru Dollý og Laundromat. Annars er þetta bara Gaza svæðið, maður þarf helst að vera vopnaður þarna niðurfrá. Ég og Hlynur Helgi vinur minn förum í sund næstum daglega. Það er gott að byrja dag- inn í heitum potti. Ég hef alltaf verið duglegur á hjólabretti en svo fótbrotn- aði ég og fékk bumbu. Eftir það fer ég ekki alveg jafn oft á bretti en reyni þó að kíkja í smá skate þegar hjólabrettasamviskubitið er farið að naga mig. Ég er dálítill þáttagaur, fylgist með Breaking Bad og Supernat- ural. Síðan get ég alltaf horft á South Park. En ef ég er þunnur og lítill í mér horfi ég á krúttleg kettlingavídeó á Youtube. Emmsjé Gauti er með lögheimili á Prikinu. Ljósmynd/Hari Geng mikið í hlýrabolum eftir að ég fékk bringuhár Vélbúnaður Ég keypti mér Mac-tölvu á þessu ári og fékk mér byrj- enda pródúsersett. Þá get ég leikið mér að því að gera takta fyrir mig sjálfur. Ég keypti mér líka Dj-græjur um daginn því plötusnúðurinn er að heilla mig. Ég er með dúndrandi lagasafn og þetta er smám saman að smella hjá mér. Núna er ég með Sam- sung Galaxy SII síma en ég hugsa að ég skipti yfir í iPhone fyrst ég er kominn með Makka. Allt sem við gerum á internetinu er typpakeppni, við erum alltaf að reyna að vera nettari en náunginn. Ég tek fullan þátt í því og skammast mín í leiðinni fyrir það. Aukabúnaður Ég fer mjög reglulega í Bónus og kaupi inn fyrir tuttugu þúsund en borða svo fyrir tvö þúsund kall og hendi restinni. Það er erfitt að búa einn og kaupa í matinn. En ég reyni samt að elda og pósta svo Instagrammyndum þannig að maður lúkki eins og alger draumaprins. Ég keyri um á rappstjörnubíl, 98 módel Mitsubishi Lancer station. Tvær rúður eru bilaðar og þegar það er rigning þá virkar hann ekki. En hann kemur mér á milli staða. Ég hef svo margt skemmtilegra við peningana að gera heldur en að fá mér einhvern kagga á lánum. Þegar ég fer á barinn panta ég mér ein- faldan Havana Club, sjö ára, í Ginger Ale og með lime-sneiðum. Í viskíglasi. Skemmtilegasti staður sem ég komið á er Barcelona. Ef maður fer aðeins út fyrir Römbluna og túristamenninguna er þetta yndisleg borg. Þetta er líka ein besta skeitborg í heimin- um, það er eins og skeitari hafi hjálpað til við að hanna hana. Gauti Þeyr Másson er 23 ára tónlistarmaður sem flestir þekkja undir nafninu Emmsjé Gauti. Auk tónlistarinnar stundar hann nám í grafískri miðlun í Tækniskólanum, er meðlimur í TRVP NIGH$ crewinu (trapnights. com) og vinnur sem barþjónn á Prikinu. Gauti býr í Vesturbænum og keyrir um á fjórtán ára stationbíl. Gauti hefur gefið út eina sólóplötu og er að vinna í plötu númer tvö sem mun bera nafnið ÞEYR. Jólagjöf fyrir alla fjölskylduna Geisladiskur fylgir frítt með! Kór Öldutúnsskóla syngur 20 jólalög inn á meðfylgjandi geisladisk: 1. Jólasveinar ganga um gólf 2. Í skóginum stóð kofi einn 3. Adam átti syni sjö 4. Snæfinnur snjókarl 5. Skreytum hús 6. Það á að gefa börnum brauð 7. Jólasveinar einn og átta 8. Gefðu mér gott í skóinn 9. Jólin koma 10. Magga litla og jólin hennar 11. Aðfangadagskvöld 12. Jólin alls staðar 13. Gekk ég yfir sjó og land 14. Ég sá mömmu kyssa jólasvein 15. Nú skal segja 16. Snjókorn falla 17. Hvít jól 18. Hátíð í bæ 19. Það er eitthvað fast í strompnum 20. Bjart er yfir Betlehem Vönduð 120 blaðsíðna barnabók með sögur af jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða. Efnið tengist gömlu góðu jólalögunum sem við syngjum öll saman á jólaskemmtunum. Snjókorn falla Höfundur texta: Jónatan Garðarsson. Höfundur lags: Bob Heatlie. Snjókorn falla er eitt af fjölmörgum jólalögum sem koma við sögu í þessari glæsilegu jólabók. * Rétt er að taka fram að höfundur texta er Jónatan Garðarsson og höfundur lags er Bob Heatlie. Það misfórst í prentaðri útgáfu bókarinnar. Nældu þér í þessa! „Mig langaði til að fá rjúpunni aftur sess í jólahaldinu en kannski ekki endilega á jóla- borðinu,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir vöruhönnuður. Ragnheiður hannar undir nafninu Ratde- sign og vakti athygli fyrir nokkrum miss- erum fyrir Svarta sauðinn, fata- hengi úr stáli. Nú hefur hún sent frá sér Jólarjúp- una sem er órói úr pólýhúðuðu járni. Jólarjúpan er framleidd hér á landi. „Hugmyndin varð til vegna þess að rjúpan hefur fylgt jóla- haldi á Íslandi gegnum aldirn- ar,“ segir Ragn- heiður. „Hún var í upphafi jólamat- ur fátækra sem ekki gátu slátrað lambi fyrir jólin. Núna er hún þó orðin að hálf- gerðri lúxusvöru eftir að sett var á hana tímabundið veiðibann um árið og færri og færri skyttur virðast koma færandi hendi heim,“ segir Ragnheiður sem stefnir á að framleiða fleiri vörur í kringum rjúpuna og jólin. Til að mynda borðdúka, matarstell, jólapappír og jafnvel fleira. Jólarjúpan fæst í Hrím á Laugavegi og í Pottum og prikum á Akureyri. Þá getur fólk sett sig í samband við Ratdesign á Facebook. -hdm  Hönnun nýtt frá ratdEsiGn Rjúpan fær aftur sinn sess í jólahaldinu Ragnheiður Tryggva- dóttir vöruhönnuður með Jólarjúpuna sína. 108 dægurmál Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.