Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 30
andi en hún telji þó að lafði Macbeth sé um margt mis-
skilin. „Ég held að flestir sem segi að hún sé rosaleg
persóna séu ekkert endilega búnir að lesa verkið
og hafi bara heyrt svo mikið um hana. Hún er með
„reputation“ og það er eiginlega það besta við hana. Ég
vil alls ekki líkja henni við Hallgerði langbrók en mér
finnst þær dálítið eiga þetta slæma orðspor sameigin-
legt. Þær eru báðar samþykktar þangað til eitthvað
annað kemur upp á og þá er ég ekki að tala um morðin
heldur ákveðin persónueinkenni. Lafði Macbeth er
mjög mögnuð að þessu leyti.“
Það fossar blóð
Þegar talið berst að verkinu sjálfu ber strax blóð á
góma. „Þetta er auðvitað rosalega blóðugt verk og
mörg morð framin,“ segir Margrét og bendir á að slíkt
sé þó ekkert einsdæmi þegar Shakespeare er annars
vegar. „Það eru nú margir drepnir á óhuggulegan hátt
í flestum þessum verkum hans. Í Hamlet, Lé kon-
ungi og það er auðvitað alltaf stríð og þarna eru alltaf
hermenn sem eru að snúa aftur úr stríði. Eins og í Rík-
harði III, Guð minn góður! Þetta er svolítið svipað og
í Ríkharði III þar sem Macbeth bíður ekki eftir sínum
tíma. Í upphafi fær hann nýja titla og vegsemd af því
hann stóð sig svo vel í stríðinu og myrti svo rosalega.“
Margrét segir auðvelt að finna hliðstæður við
blóðugan heim Shakespeares í stríðshrjáðum sam-
tíma okkar. „Við þekkjum þetta í dag en skiljum þetta
kannski ekki. Sérstaklega ekki Íslendingar og við
erum ef til vill voða hissa á því að hermenn eigi erfitt
með að aðlagast samfélaginu þegar þeir koma heim.
Þú ert þarna með drápstól og kannski er auðveldara en
margan grunar að ýta við hermannseðli þeirra. Egna
þá með því að spyrja hvort þeir séu menn eða mýs og
þá kannski hrekkur þessi vél í gang.“
Morðóð maskína
Þetta er einmitt meðalið sem lafði Macbeth notar á
eiginmann sinn sem hún í ofmetnaði virkjar til illra
verka.
„Macbeth er svo ótrúlega spennandi á margan hátt.
Spennan milli þeirra hjóna er mikil. Þau eru ástfangin
í upphafi og kynferðisleg spennan á milli þeirra er mik-
il. En svo fara þau í rauninni alveg hvort í sína áttina.
Fyrst er hún til í tuskið og þarf að sannfæra hann þótt
hann hafi jafnvel plantað hugmyndinni í huga hennar.
Þá dregur hún hann áfram og peppar hann upp í þetta
eina morð. Á kónginum. En hún veit ekki hvað hún er
búin að kveikja því hann hættir ekki þar og byrjar að
drepa og drepa þannig að hún fær taugaáfall yfir því
hvernig hann missir tökin. Hún endar geðveik en hann
heldur áfram eins og morðóð maskína.“
Jólin verða rauð hjá leikkonunni Mar-
gréti Vilhjálmsdóttur, óháð veðurfari í
desemberlok, þar sem hún stígur á svið
Þjóðleikhússins að kveldi annars dags jóla
í hlutverki lafði Macbeth í hinu blóði drifna
leikriti skáldjöfursins William Shakespeare.
Lafðin er óneitanlega með bitastæðrari
kvenhlutverkum leikhúsbókmenntanna en
Margrét segist þó varla geta talað um að
hún sé komin í draumahlutverkið. Það sé
í raun frekar martröð rétt eins og magn-
þrungin sagan sem Shakespeare segir.
Þótt leikkonan sé með höfuðið á kafi í
drungalegu verkinu tekst henni samt að
njóta aðventunnar með börnunum.
Framhald á næstu opnu
Margrét Vilhjálmsdóttir sér rautt þessa dagana
enda á kafi í undirbúningi fyrir frumsýningu Þjóð-
leikhússins á Macbeth á öðrum degi jóla þar sem
hún leikur hina mögnuðu persónu lafði Macbeth.
Hún hefur samt gefið sér tíma til þess að njóta
aðventunnar með fjölskyldunni, er búin að fella
jólatré og baka piparkökuhús. Ljósmynd/Hari
Blóðrauð jól
Margrétar
Vilhjálms
Þ
að er ekki laust við að í manni sé örlítill
uggur þegar maður ranglar áttavilltur
um ganga Þjóðleikhússins á nöprum
desembermorgni í leit að Margréti Vil-
hjálmsdóttur sem er einhvern veginn
strax runnin saman við lafði Macbeth í huga blaða-
mannsins. Óttinn gufar hins vegar upp um leið og
Margrét stekkur gleiðbrosandi og hlýleg út úr her-
bergi sínu á efstu hæð leikhússins. Hún reiðir fram
bleksvart og rótsterkt kaffi, stingur jólaljósaseríu í
samband á meðan hún lætur dæluna ganga um Mac-
beth, eitt þekktasta verk Shakespeares.
„Ég er nú bara að koma mér í gírinn. Það líður svo
langur tími frá því að maður er búin að vera að fara
í gegnum verkið, heimspekina í því og fræðilega
hlutann. Svo er ég allt í einu dottin inn í hlutverkið
og þegar lafði Macbeth hefur tekið mann yfir þarf
oft að rifja aðeins upp hvað þetta á eiginlega að fyrir-
stilla í heildarmyndinni,“ segir Margrét og ákafinn
leynir sér ekki.
Alræmd og misskilin kona
Margrét segir persónuna sem hefur undanfarnar
vikur rutt sér til rúms í höfði hennar ákaflega spenn-
30 viðtal Helgin 21.-23. desember 2012