Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 38
saumaði á hana fína, flegna kjóla ólíka þeim sem voru á boðstólum í íslenskum verslunum í þá daga. Fyrirmyndirnar var flestar að finna á hvíta tjaldinu. Elly hafði gaman af því að fara í bíó og ef hún sá fallegan kjól í kvikmynd flýtti hún sér heim og teiknaði hann á blað. Kjólunum fylgdu heil- mikil útgjöld og við bættust dýrar snyrtivörur. Þetta voru kostnaðarliðir sem aðrir í hljómsveit- inni þurftu ekki að hafa áhyggjur af. Þau voru öll á sömu launum og Elly fannst óréttlátt að þurfa sífellt að birtast í nýjum kjólum úr því að félagar hennar gátu mætt á svið kvöld eftir kvöld í sömu jakkafötunum. Einhverju sinni var hún í miklum vandræð- um með að fjármagna kjólasauminn og fór á fund Péturs Benediktssonar, bankastjóra Landsbankans. Hún vildi taka tíu þúsund króna víxil og sagði að sig vantaði útgerð- arlán. Pétur horfði á konuna og spurði hvers konar útgerð hún stundaði. Elly sagði honum að það kallaðist kjólaútgerð. Það þótti bankastjóranum ekki væn- legur rekstur og sagðist ekki lána út á hann. Elly var ekki á því að gefa sig og spurði hvernig honum þætti að bjóða erlendum gestum í mat í Klúbbnum og á sviðinu stæði söngkona sem væri eins og drusla til fara. Pétur fór að hlæja og Elly fékk víxillánið. Nokkru seinna sátu erlendir gestir við lang- borð í Klúbbnum. Með í för var Pétur bankastjóri og nú gat hann ekki stillt sig um að segja söguna af klókindum söngkonunnar sem stóð brosandi á sviðinu í nýjum og glæsi- legum kjól. Kjólarnir hennar Ellyjar vöktu athygli og aðdáun og margir þeirra lifa enn í minningu fólks. Þeir voru umtalaðir og um þá var skrifað í dagblöð. Þeir rötuðu meira að segja inn í minningargrein Jónasar Péturs- sonar um Axel Jónsson fv. alþingismann sem hafði veg og vanda af héraðsmótum Sjálfstæðis- flokksins um árabil. Í Sindrabæ sat ég eitt sinn í gestahópnum hjá Elíasi á Rauðabergi. Elly Vilhjálms var meðal þeirra er skemmtu og heillaði alla með glæsileik og silfur- þýðu röddinni á öllum tónsviðum. Fjórum sinnum kom hún fram í dagskrá og var í nýjum kjól í hvert skipti. Auðvitað heillaðist Elías eins og aðrir af röddinni, en fleira nam hann því hann hvíslaði að mér: Hún á mikið af kjólum, þarna komnir fjórir. En kjólanna gætti Axel eins og alls annars farang- urs á milli staða ... My Fair Lady Haustið 1961 bárust þær fréttir að Þjóðleikhúsið hygðist setja söngleikinn My Fair Lady á svið. Sumum þótti þetta hið mesta glapræði og drógu í efa að hægt væri að þýða slíkt verk með góðu móti á íslensku. Öðrum fannst verkið of léttvægt fyrir sjálft þjóðleik- hús Íslendinga en flestir höfðu þó mestan áhuga á að vita hver myndi hreppa hlutverk Elizu Doolittle. Í fyrsta sinn í íslenskri leikhússögu var gerð svokölluð „stjörnuleit“ fyrir leiksýningu og hátt í fimmtíu stúlk- ur kepptu um hlutverkið. Mæður hringdu í Guðlaug Rósinkranz þjóðleikhús- stjóra til að láta hann vita af hæfi- leikaríkum dætrum sínum og skömmu fyrir frumsýningu var því slegið föstu í dagblöðum að sýningin yrði „einn mesti listviðburður hér á landi“. Áður en leitin að hinni íslensku Elizu hófst voru ýmsir kostir rædd- ir. Nafn Ellyjar var eitt hið fyrsta sem nefnt var. Hún þótti hafa allt til að bera, sönginn, útlitið og vinsældirnar, og að auki átti hún leiklistarnám að baki hjá Ævari Kvaran. Benedikt Árnason sem aðstoðaði Svend Åge Larsen við leikstjórn sagði engan vafa leika á að Elly hefði komið sterklega til greina í hlutverkið. Sú hugmynd gat þó ekki orðið að veruleika því að stefnt var að frumsýningu í byrjun mars og Elly átti von á barni um miðjan febrúar. Hólmfríður Ásta Elly og Jón Páll voru gefin saman í Neskirkju í ágúst 1961. Þá var Elly orðin ófrísk í annað sinn og 19. febrúar 1962 fæddist þeim dóttir. Hún fékk nafnið Hólmfríður Ásta og bar ætt- arnafn föðurfjölskyldunnar, Bjarnason. Elly tók sér fjögurra mánaða frí frá söngnum og naut þess að hugsa um litlu stúlkuna sína sem dafnaði vel. Hún bar dökkt yfirbragð foreldra sinna og brátt kom í ljós að hún hafði erft skapferli föður síns. Hún var félagslynd og kát og þeir eiginleikar áttu eftir að nýtast henni vel á lífs- leiðinni. Jón Páll hélt áfram að spila. Eftir leiðindin í Klúbbnum fór hann fyrir eigin hljómsveit á Hótel Borg og hélt síðan í Storkklúbbinn í Framsóknar- húsinu sem síðar átti eftir að verða Glaumbær. Aftur lá leiðin á Hótel Borg og brátt kallaði vinnan líka á Elly. Sem fyrr söng hún mörg kvöld í viku og á veturna bættust við alls konar einkasamkvæmi félagasam- taka. Eftir að Elly fór að syngja með Jóni Páli á Hótel Borg breyttist söngstíll hennar eins og Jónatan Garðarsson hefur bent á: „Hún hafði fram að þeim tíma beitt röddinni líkt og Connie Francis og fleiri vinsælar, erlendar dægurlagasöngkonur en nú kvað við annan tón. Röddin var dýpri og fyllri og lík- ari þeirri sem á næstu árum átti eftir að tryggja henni varanlega aðdáun og virðingu.“ Elly var öruggari með sig en fyrr, en þetta var ekki auðveld vinna fyrir móð- ur með ungbarn. Hún viðurkenndi að stundum hefði verið erfitt að vakna upp fyrir allar aldir eftir að hafa sungið fram á nótt. En Hólmfríður fékk sinn hafra- graut klukkan sjö á morgnana og á kvöldin þegar tímabært var að halda aftur af stað komu barnfóstrur og gættu litlu stúlkunnar. Sló útgerðarlán í banka til að fjármagna kjólakaup Elly Vilhjálms ætlaði að verða rithöf- undur og leikkona en örlög hennar réðust þegar hún fór í söngprufu hjá KK-sextett- inum, sautján ára gömul. Elly var dáðasta söngkona þjóðarinnar, eins og lesa má um í ævisögu hennar sem Margrét Blöndal hefur skráð og Sena gefur út. Fréttatíminn birtir hér brot úr bókinni. Elly á hljóm- sveitarpalli í Klúbbnum. (Efri mynd) Að tjaldabaki árið 1961. Í byrjun vetrar 1960 var opnaður veitinga- og skemmtistaður í Reykjavík. Hann var í nýju húsi sem reis við Lækjarteig og kall- aðist Klúbburinn. Hönnun staðarins þótti ein- stök. Þar mátti finna kínverskan bar, veiðistofu og blómagarð svo nokkuð sé nefnt og ekkert var til sparað að gera staðinn sem glæsileg- astan. Hljómsveit Kristjáns Magnússonar var ráðin til að sjá um tónlistarflutning og þar kom að Elly og Jón Páll kvöddu KK-sextettinn og Þórscafé. Klúbburinn var vinsæll og auk þess buðust Elly þar betri laun en hún hafði áður haft og ýmis fríðindi. En þegar á reyndi varð lítið um efndir og gylliboðin reyndust orðin tóm. „Þetta voru tóm svik og vitleysa,“ sagði Elly og bar stjórnanda staðarins ekki góða sögu. Kjólaútgerð Þegar Elly hóf feril sinn saumaði hún kjól- ana sína sjálf en eftir að hún fór að syngja að staðaldri leitaði hún til Sigríðar Jónsdóttur, saumakonu á Hjarðarhaganum. Sigríður Útgerðarlán í höfn! Elly tók tíu þúsund króna lán í Landsbank- anum til að fjármagna kjólakaup sín. Fyrsta gönguferðin. Elly og Hólmfríður Ásta, dóttir hennar og Jóns Páls. Röddin var dýpri og fyllri og líkari þeirri sem á næstu árum átti eftir að tryggja henni varanlega aðdáun og virðingu. 38 bækur Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.