Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 48
Þ að er ótrúlega gott að eiga sam-ferðamann í gegnum lífið með sama áhugamál,“ segir Arngrímur
Sigurðsson myndlistamaður um tvíbura-
bróður sinn, Matthías Rúnar, einnig
myndlistarmann. Bræðurnir hafa að
eigin sögn alla tíð teiknað mikið. Þeir
nema báðir við myndlistardeild Listahá-
skólans og mun það vera í fyrsta skipti
sem tvíburar leggja stund á nám innan
skólans á sama tíma. Þeir opna samsýn-
ingu á verkum sínum í kvöld, föstudags-
kvöld, í Kaffistofunni nemendagalleríi
við Hverfisgötu. Þeir eru sammála því að
myndlist mætti vera aðgengilegri almenn-
ingi í öllum skilningi.
„Ég gerði mikið af því í fyrra og er enn
að fikta við það að gera skúlptúra og þetta
verður í fyrsta sinn sem ég sýni skúlp-
túrverkin mín,“ útskýrir Matthías en við
erum stödd á heimili hans vestur í bæ. Um
alla íbúð gefur að líta hinar ýmsu fígúrur
sem hann hefur að sögn mótað á síðustu
tveimur árum, utan við teikningarnar.
Arngrímur sinnir hins vegar málaralist-
inni. „Það verður mjög gaman að sjá þetta
allt saman uppi á vegg. Þetta eru alveg
tveir ólíkir heimar,“ segir Arngrímur.
Bræðurnir eru rólegir í fasi og klára gjarn-
an setningarnar fyrir hvorn annan. Þeir
eru ekki svo líkir í útliti þó að svipurinn
leyni sér ekki. „Fólk segist oft þekkja
okkur á göngulaginu. Það er víst eitthvað
sem einkennir okkur," segir Arngrímur
kíminn. „Við erum annars ólíkir í öllum
grundvallaratriðum,“ bætir Matthías við.
Bræðurnir eiga ekki langt að sækja
myndlistarhæfileikana en þeir hafa, að
eigin sögn, alla tíð teiknað mikið. Móðir
þeirra er myndlistarkonan Kristín Arn-
grímsdóttir og þegar drengirnir voru
barnungir flutti fjölskyldan til Englands
þar sem hún lauk viðbótarnámi í faginu.
„Við vorum alltaf með henni og fengum
að vaða alveg uppi á vinnustofunni í
skólanum en þar eyddum við gjarnan
heilu dögunum og fengumst við hvers-
konar teikningar og myndlist,“ útskýrir
Matthías og bætir við að þeir bræður hafi
gjarnan málað Warhammer karla, sem
eru lítil módel af skrímslum og hvers-
konar vættum. „Ég man eftir því að hafa
átt bók eftir Sigmúnd, skopmyndateinara
Morgunblaðsins. Ég æfði mig að teikna
eftir honum. Ég lærði alveg heilmikið á
að herma eftir myndunum hans. Ég sendi
honum meira að segja aðdáendabréf ein-
hvern tímann og fékk til baka fullt af
teikningum og allskonar dót,“ segir Arn-
grímur og bætir við, „Matti var svo mikið
meira í að teikna skrímsli og þannig.“
Strákarnir hafa fylgst að alla skóla-
gönguna en eftir grunnskólann héldu
þeir báðir á myndlistarbraut í Fjölbraut í
Breiðholti. Að því námi loknu fóru þeir svo
saman í ferðalag til Indlands þar sem þeir
tóku meðvitaða ákvörðun um að skoða
ekki landið á hefðbundinn hátt. „Við sett-
umst að í litlum útlagabæ og fundum þar
gamlan munk sem kenndi okkur teikn-
ingu, Thangka list. Við vorum frekar
stefnulausir á þessum tíma svo þetta var
mjög gott fyrir okkur,“ segir Arngrímur
og Matthías segir að það hafi verið mikil
skólun. „Við gerðum ekkert annað en að
teikna allan daginn. Svo við lærðum mjög
mikið.“
Þrátt fyrir að vera samrýndir hafast
þeir töluvert ólíkt að í listsköpun sinni og
bera verk þeirra þess merki. Arngrímur
útskýrir hvernig hann lætur hugann reika
og malla í hugsunum sínum á meðan hann
málar en Matthías hugsar, að eigin sögn,
vandlega út í hvert pennastrik sem kemur
sem viðbragð eða útrás fyrir einhverja
líðan. „Ég nota tónlist mikið í minni list-
sköpun og oft reyni ég að teikna tóna og
túlka hljóð,“ segir Matthías.
Sýning þeirra bræðra verður opnuð í
Kaffistofunni við Hverfisgötu klukkan
átta í kvöld, föstudagskvöld, þar sem
hægt verður að skoða teikningar, mál-
verk og skúlptúr. „Það væri mjög gaman
að sjá sem flesta, fólk talar oft um að það
vanti meira af málverkum og teikningu í
íslenska listasenu og því erum við sam-
mála. Þó við höfum báðir mjög gaman af
nýmiðlun þá er þetta eins og allt annað
tungumál. Myndmál orkar einhvern
veginn öðruvísi á mann en önnur list,“
segir Matthías og Arngrímur bætir við,
„Francis Bacon sagði: Þú málar ekki það
sem þú getur talað um. Mér finnst það
alltaf mjög góð setning og lýsandi fyrir
það sem myndlistin er fyrir mér.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
„Ég man eftir
því að hafa
átt bók eftir
Sigmund
skopmynda-
teiknara. Ég
æfði mig að
teikna eftir
honum.“
Sendi skopmyndateiknaran-
um Sigmúnd aðdáendabréf
Arngrímur og Matthías Rúnar samsýningu opna sýningu í Kaffistofunni á Hverfisgötu í kvöld,
föstudagskvöld. Þeir eru ungir og upprennandi listamenn og stunda báðir nám við mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands. Þetta ku vera í fyrsta skipti sem strákarnir sýna saman, þrátt
fyrir að hafa fylgst að alla tíð en þeir eru tvíburabræður. Þeir hafa ólíkan stíl og misjafnar
áherslur í myndlistinni en þeir stigu báðir sín fyrstu skref í listinni með að mála Warhammer leik-
föng sem börn og lærðu síðar teikningu hjá munki í Indlandi.
Tvíburabræðurnir Matthías og Arngrímur opna sína fyrstu samsýningu á ferlinum. Þeir eru báðir myndlistarmenn og nema við
Listaháskólann. Ljósmynd/Hari
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
MIKIÐ ÚRVAL
SPORTBAKPOKAR
FRÁ 4.990 kr.
MARGIR LITIR.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
CASALL
MAGAHJÓL
3.790 kr.
MIKIÐ ÚRVAL
SPORTAUKAHLUTA.
Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa
þeim sem þér þykir vænt um, ertu sannarlega
að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins
rennur til heimilis munaðarlausra barna í
Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims.
Gefðu gjöf sem gefur
Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa
þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa
gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til
heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku
sem er eitt fátækasta ríki heims.
Heimilið er rekið af Victo sem er nunna í bænum Anehó í Tógó.
Fyrir fimmtán árum tók hún að sér unga munaðarlausa stúlku.
Síðar bættist önnur stúlka við og smá saman safnaðist í kringum Victo hópur
barna. Þegar hún var ráðin til að kenna við skóla í miðbæ Anehó fylgdu
börnin með. Nú eru þau orðin rúmlega sjötíu talsins og það er ekki lengur
rúm fyrir þau í húsnæðinu við skólann. Þess vegna hefur félagsskapurinn
Sól í Tógó tekið að sér að reisa nýtt hús fyrir Victo og börnin.
Florentine í Aneho.
Nóvember 2012
Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3000 kr. Þau fást í Heilsubúðinni, Njálsgötu 1
og Bókabúðinni, Bergstaðastræti 7. Farðu á www.solitogo.org og fáðu nánari
upplýsingar. Þú getur líka sent póst á solitogo@solitogo.org eða hringt í síma
659 7515 og við sendum þér gjafabréf.
48 myndlist Helgin 21.-23. desember 2012