Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 58
Rétta jólabragðið K Konan er alin upp við jólarjúpu, ekki ég. Hún tók hefðina með sér. Allan okkar búskap höfum við haft rjúpur á borðum á aðfangadagskvöld. Ég er ekki skotveiði- maður en lengst af var ekkert vandamál að redda rúpum. Annað hvort útvegaði tengdapabbi þær, hann var með sam- bönd við villibráðarmenn, eða kjötkaup- maðurinn í Nóatúni. Þar var hægt að panta rjúpur að vild. Þessar rjúpur reittum við tengdafeðg- arnir rétt fyrir jól, eða hamflettum öllu heldur. Hann kenndi handtökin, hausinn af, lappirnar og vængirnir. Hamnum síðan flett af frá hálsi aftur á stél, inn- yflin úr og brjóstið slitið frá lærum og neðri hluta hryggjar. Gæta þess að taka frá fóarnið og hjartað. Sarpurinn skiptir líka máli. Hann má ekki skemma þegar hausinn er skorinn af enda leynast oftar en ekki í honum ber og lyng, ómissandi bragðgjafar í villibráðarsósuna. Það er sósan sem setur punktinn yfir i-ið, sumir matgæðingar fullyrða raunar að hún skipti öllu máli. Það er blóðug iðja að hamfletta rjúpur og hentar ekki eldhúsum. Rjúpnamenn verða því að finna sér afdrep fyrir ham- flettinguna í tiltækum bílskúr, búnir nauðsynlegum tólum til verksins. Hausar, hamir, vængir, lappir og innyfli fara í svartan plastpoka og beint í ruslið en kjötið lostæta í skál. Við þetta aðventustarf fýkur mikið fiður og því meira sem líður á rjúpna- reitinguna. Þar kann að ráða nokkru sú hefð sem skapast hefur að menn punta aðeins upp á sig svo komast megi í gegnum hinn blóðuga gjörning, fá sér örlítið í tána. Fyrst vorum við aðeins tveir, tengdafeðgarnir, en smám saman hefur fjölgað í hópnum. Við hafa bæst af- komendur og fleiri úr stórættinni, menn með rjúpur sem gaman er að gera að í góðum félagsskap. Jólalyktin fylgir rjúp- unum, þessum fallegu fuglum sem eru svo bragðgóðir að allir enda þeir í kjafti manna eða annarra rándýra. Rýrnandi rjúpnastofn veldur hins vegar vanda. Siv friðaði rjúpuna á sínum umhverfisráðherratíma og Svandís leyfir veiðar aðeins í stuttan tíma á hverju hausti. Þá ræðst það af gæftum hvernig veiðist. Það viðraði illa flesta veiðidagana í haust. Rjúpur á jólaborðið 2012 verða því væntanlega heldur færri en venju- lega. Veiðimennirnir í okkar hópi fengu fáar en þó nógu margar til þess að bíl- skúrshátíðin á þessari aðventu verður hátíðleg haldin. Við hjónakornin sáum hins vegar ekki fram á að fá rjúpur að þessu sinni, í fyrsta skipti í okkar búskap. Það er víst lögbrot að selja rjúpur – og þá líklega einnig að kaupa þær. Jafnvel þótt við hefðum íhugað lögbrot, löghlýðin sem við erum, var ekkert að hafa. Það virtust engar rjúpur vera á markaðnum, hvorki svörtum né öðrum. Jafnvel tengdapabbi, með öll sín sambönd, virtist engin ráð hafa. Skoskar rjúpur voru því þrautalending- in. Ég stakk að minnsta kosti upp á þeim útlendu staðgenglum til þess að bjarga jólunum. „Þetta eru í grunninn sömu fuglarnir þótt þeir hafi ekki étið íslensk ber eða lyng. Það hljóta að vera bragð- góð ber á skosku heiðunum, ekki síður en þeim íslensku,“ sagði ég í þeirri von að sannfæra eiginkonuna. Áður hafði ég lesið umsögn Nönnu Rögnvaldardóttur, eins helsta matgæðings landsins. Sú góða kona sagði að náttúrlega fengist aldrei sama bragðið af þeim skosku og hinum íslensku en reyna mætti, ef elda ætti rjúpurnar með hefðbundnum hætti, að setja dálítið af villikryddi í pottinn og best væri íslenskt villikrydd með blóðbergi og bláberjum. Þá mætti nota timjan og lárviðarlauf og bæta við 5-6 einiberjum og svolitlum villibráðarkrafti og jafnvel nokkrum þurrkuðum villis- veppum. Láta þetta síðan sjóða með til að fá bragðmikið soð, ásamt gulrót, sellerí- stilki og blaðlauki og krydda síðan með pipar og salti. Að þessu loknu mætti gera sósuna á venjulegan hátt. Ef við ætluðum hins vegar bara að steikja bringurnar af skosku rjúpunni væri um að gera að fá sem mestan kraft úr beinunum, höggva þau í bita, brúna vel og láta svo malla mjög rólega með grænmeti og kryddjurtum í að minnsta kosti klukkustund. Svo væri allt síað og sett aftur pottinn og látið sjóða rösklega niður þar til komið væri kraftmikið soð. Gott væri síðan að grípa til frosinna ís- lenskra bláberja og setja svolítið af þeim í sósuna. Þessi ræða mín um matreiðslu á skoskum rjúpum kom konu minni svo á óvart að hún féllst á kaup á slíkum fuglum, þótt með semingi væri. Ég sleppti því að segja frá lokaorðum Nönnu sem sagði einfaldlega að ekkert kæmi í staðinn fyrir ekta rjúpnasósu, íslenska. Með skoska heimild upp á vasann fór ég í Nóatún og keypti skoskar rjúpur, taldi mig raunar góðan að hafa náð í nógu marga fugla á jólaborðið því fleiri hlytu að vera í sömu sporum og við. Þessi stórkaup mín voru varla afstaðin þegar konan hringdi, nánast á innsog- inu, og sagði formálalaust: „Þú þarft ekki að kaupa þessar skosku. Pabbi reddaði rjúpum.“ Gömul villibráðarsambönd höfðu hald- ið. Hvernig tengdapabbi reddaði rjúp- unum veit ég ekki og vil ekki vita. Það eina sem skiptir máli er að hann kemur með rétta bragðið. Þær skosku verða geymdar í frysti, að minnsta kosti fram á hvítasunnu. Það verður svo að ráðast hvort Svandís kemur og reynir að góma okkur tengdafeðgana – en hún verður þá að hafa hraðann á því við ætlum að reita í kvöld – og koma okkur þar með í jólagírinn. Það mun því fjúka fiður í ákveðnum bílskúr í kvöld en ef gera á afla upptækan þykir mér líklegt að við afhendum frekar þær skosku. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Á R N A S Y N IR util if. is SKÍÐAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU SKÍÐI, BINDINGAR OG SKÍÐASKÓR. Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól Þingholtsstræti 2-4, 101 Reykjavík Suðurhraun 12c, 210 Garðabær Víkurprjón, Austurvegi 21, 870 Vík Fæst í verslunum um land allt. 58 viðhorf Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.