Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 36
oftast sökum neyslu. „Hér er í boði öruggt skjól, máltíð og stuðningur. Jólin eru þar hvergi undanskilin svo mikilvægt er að hlúa sérstaklega að þeim sem erfiðast eiga um jólin en þessi tími getur verið mikill streituvaldur. Til dæmis hjá mæðrum sem ekki hafa rétt á umgengni við börn sín eða aðra fjölskyldumeðlimi.“ Konukot er mjög heimilislegt, þar eru jólaljós í gluggum og þegar inn er komið blasir við húsbúnaðurinn, notalegur og stíl­ hreinn. „Allt hér inni er gjöf, ýmist frá ein­ staklingum eða fyrirtækjum. Við leggjum mikið upp úr því að hér sé heimilislegt þó þetta sé ekki heimili neins,“ útskýrir Krist­ ín Helga og leiðir blaðamann um húsið. Innanhúss eru átta uppábúin rúm, snyrtiað­ staða og rúmgott sameiginlegt rými, þar sem konurnar geta flett blöðum, fengið kaffi og spjallað eða horft á sjónvarp. Vaktina standa tveir sjálfboðaliðar á kvöldin og ein sinnir næturvaktinni. Fljótlega eftir að vakt hefst er knúið dyra. Þar eru á ferð kvenfélagskonur utan af landi sem komu færandi hendi með fatnað í pokum. Starfskonurnar tvær, sem báðar hafa verið sjálfboðaliðar um langt skeið, fara í gegnum pokana og útbýta síðar til þriggja kvenna sem inn höfðu komið. Tvær þeirra notuðu þjónustu borgarvarða við að komast í skýlið, bíl sem sinnir þjónustu við útigangsfólk og sér um að koma því í skjól. Sú þriðja kom að sjálfsdáðum. Konurnar létu sér fátt um nærveru blaðamanns finn­ ast og eru hlýjar í viðmóti, en á útliti þeirra og fasi leynir sér ekki að þær hafa þurft að þola margt. Önnur sjálfboðaliðanna út­ skýrir að það sé við öllu að búast á vaktinni en undanfarið hafi þó verið mikil ró í hús­ inu „Maður veit aldrei hver er hinum megin við hurðina. Það getur verið hver sem er. Jafnvel einhver úr fortíð þinni. Við slíkar aðstæður tökum við bara á því. Annars er þetta yndislegt starf og ég held að ég hafi lært meira á veru minni hér en nokkurs staðar annars staðar.“ Unnið með virðinguna að leiðarljósi Konukot er rekið samkvæmt skaðaminnk­ andi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagslegan skaða sem vímuefnaneysla veldur einstaklingi eða samfélögum. Í skaðaminnkandi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki á notkunina sem slíka. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytanda. Innan­ húss eru húsreglur og við ítrekuð brot er konum vísað frá. Slíkt segir Kristín Helga að sé afar sjaldgæft þar sem konurnar hjálpist að við að halda heimilisfriðinn. „Upp geta komið smávægilegir pústrar en á þá er litið sem fylgifisk sjúkdómsins. Það er ekki manneskjan sjálf sem kemur illa fram, heldur er hegðunin órjúfanlegur hluti sjúk­ dómsins sem hana hrjáir. Sjálfboðaliðarnir hér þurfa því að sýna mikið tillit og það gengur vel þar sem hér starfa margar og því ná þær að hlaða vel batteríin milli vakta. Við vinnum fyrst og fremst með virðinguna að leiðarljósi. Hingað leita konur sem margar hverjar hafa ekki fundið slíka út á við, vegna stöðu sinnar eða fyrir sjálfri sér í lengri tíma og vegna ítrekaðra árekstra í lífinu, en konurnar sem hingað leita hafa flestar slóð áfalla að baki og það ber okkur einnig að virða í samskiptunum við þær.“ Í Konukot leita konur í allskonar ástandi og Kristín útskýrir að starfsmenn verði að sýna fylgstu nærgætni í samskiptum sínum og háttum. „Hér koma kon­ ur til þess að hvíla sig og jafnvel minnsta tramp í hæla­ skóm getur sett þær út af laginu. Þær hafa kannski orðið fyrir ofbeldi fyrr um daginn og vilja bara fá að vera í friði. Við erum hlutlaus aðili og reynum ekki nein inn­ grip. Hér er allt unnið á kvennanna forsendum, en þeim er vissulega leiðbeint í rétta átt, óski þær þess.“ Konurnar geta gengið að vísu hreinum búnaði til neyslu og er tilgangur þess að fá þær til meðvitundar um mikil­ vægi hreinlætis til að koma í veg fyrir smit. „Það er svo okkar von að sú meðvitund smiti svo áfram út frá sér, til hinna.“ Að sögn Kristínar ríkir oft mikil spenna í loftinu á aðfangadag og andrúmsloftið er þrungið miklu tilfinningatogi kvennanna þangað til skyndilega þegar nær dregur sex skellur á dúnalogn. „Við höfum tamið okkur að setja markið mjög hátt og hér er mjög hátíðlegt um að litast. Við útbúum átta gjafir, sem hver um sig inniheldur bók, eitthvað fatakyns, snyrtivörur og svo konfekt af fín­ ustu gerð. Mér sjálfri finnst mjög mikilvægt að konurnar fái eina nýja jólabók og við erum svo heppin að einstaklingar og fyrir­ tæki aðstoða okkur oft við að setja saman gjafirnar með framlögum. Við setjum þetta svo allt í bréfpoka sem eru merktir á síðustu stundu, svona þegar ljóst er hverjar verða í húsi. Hingað kemur svo árlega ung­ ur kokkur sem ber fram jólamatinn. Allt mjög hátíðlegt,“ útskýrir Kristín Helga. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Jól í Konukoti Starfsemi Konukots er ekki öllum kunn. Þar rekur Rauði kross Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg, neyðar- og gistiskýli fyrir konur. Tilgangur skýlisins er sá að veita þeim konum skjól, sem sökum neyslu sinnar og/eða annarra veikinda hafast við á götum borgarinnar og eiga ekki í nein hús að venda. Samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar um utan- garðsvanda hefur konum á götunni fjölgað talsvert. Konum sem búa við utangarðsvanda er mjög hætt við hvers konar kynferðisofbeldi og misnotkun og dæmi eru um að konur sjái sig tilneyddar til þess að veita kynferðisgreiða fyrir húsaskjól. Blaðamaður Fréttatímans fékk að vera fluga á vegg eina kvöldvakt og fylgjast með starfseminni. Starfsemi Konukots byggist upp á vinnuframlagi sjálfboðaliða. Fyrir áhugasama er hægt að hafa samband við Rauða kross Ís- lands. Ljósmyndir/Hari K onukot er fyrsta gistiskýlið sem eingöngu er ætlað konum. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans var ekki mikil vitneskja um tilvist útigangskvenna á Ís­ landi fyrr en aðeins fyrir nokkrum árum og brást þá Rauði krossinn við með opnun skýlisins árið 2004. Það er ekki laust við að skrefin í átt að Konukoti hafi verið blaðamanni þungbærari en búist var við. Við hliðina á Konukoti blasti við mannhaf sem tilheyrði matarúthlutun á vegum Fjölskylduhjálparinnar. Þarna var verið að dreifa matargjöfunum fyrir jólin, til fólks á öllum aldri. Á þessum litla bletti á botni Hlíðanna í Reykjavík er starfsemi sem við vitum öll af, en fæst okkar gefa henni nokkurn gaum eða áttum okkur á umfanginu. Það er ef til vill táknrænt að svona mitt á milli Laugavegar og Kringlu, þar sem jóla­ verslun landans er í hámæli, stendur hópur fólks og bíður eftir matarpoka, eða freistar þess að fá hreinan bedda og máltíð í Konukoti. Jólin í Konukoti „Jólin ganga út á hefðir og því er ekki öðruvísi farið hér á bæ,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, sem tekur á móti blaðamanni í Konukoti. Hún bendir á að Konukot sé griðastaður fyrir konur sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt uppdráttar, 179 manns á götunni í Reykjavík  Konur voru 24% af heildarfjölda árið 2009 en voru 35,8% árið 2012 og hafði því fjölgað nokkuð.  Meirihluti utangarðsfólks eða heimilislausra býr við ótryggar aðstæður eða 93. Af þeim eru 45 konur.  22 eru skráðir á götunni, þar af átta konur og aðeins 29 búa í langtíma búsetuúrræði. Af þeim eru níu konur. Þá notfæra sextíu sér gistiskýli, þar af 23 konur. Í Konukoti er í boði öruggt skjól, máltíð og stuðningur fyrir konur sem ekki eiga í nein önnur skjól að venda. Jólin eru þar hvergi undanskilin. Þingholtsstræti 2-4, 101 Reykjavík Suðurhraun 12c, 210 Garðabær Víkurprjón, Austurvegi 21, 870 Vík Fæst í verslunum um land allt. 69% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 36 úttekt Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.