Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 46
„Ég hef farið á nokkra tónleika með þeim hér í Bretlandi og í Sví- þjóð og þetta verður sífellt stærra og stærra. Þau hafa komið fram í öllum helstu fjölmiðlum og eru víða til umfjöllunar. Svona árangur verður auðvitað til þess að óhjá- kvæmilega skapast aukinn áhugi og umfjöllun um íslenska tónlist. Of Monsters and Men er poppaðra band og meira „mainstream“ en flest það sem vakið hefur athygli frá Íslandi og það er skemmtileg viðbót við þá fjölbreytni sem fyrir er. Það er án efa hvetjandi fyrir lagahöfunda í poppmúsík á Íslandi að þetta band skuli hafa slegið í gegn.“ Anna Hildur segir að margt hafi smollið saman til að vel- gengni Of Monsters and Men hafi orðið sem raun ber vitni. Útgáfu- fyrirtækið hafi haft mikla trú á sveitinni, mikil fjárfesting sé í verkefninu, gott teymi af fólki hafi unnið með þeim og þau sjálf séu vinnusöm og skilji og skynji vel hvaða leið þau séu að fara. Hún hrósar sérstaklega starfi umboðs- manns þeirra, Heather Kolker. Hún starfar sem tónleikabókari á stórri skrifstofu í Bandaríkjunum og vinnan með Of Monsters and Men var frumraun hennar í starfi umboðsmanns. Kolker á íslensk- an mann og býr hér á landi. „Það var mikill fengur fyrir sveitina að fá hana snemma inn til að þróa ferilinn. Hún er mjög öflug,“ segir Anna Hildur. Rúm tíu ár eru síðan Sigur Rós sló í gegn úti í heimi. Anna Hildur segir að fjöldinn all- ur af listamönnum frá Íslandi hafi verið að gera góða hluti og vakið mikla athygli á undanförnum árum og því spennandi að fylgjast með því hvaða band yrði næst til að slá í gegn. Hún segir þó að enginn hafi getað séð uppgang Of Monsters and Men fyrir. „Maður hefði aldrei þorað að gerast svo djarfur að spá því að við ættum band sem kæmist beint í sjötta sætið á Billboard þegar frumraun þeirra kom út í Bandaríkjunum. Yfir milljón eintök seld á einu ári? Þetta er ótrúlegur árangur!“ Hvað geta þau náð langt? „Ég held að það sé eins og að spyrja hvar endar himininn. Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað þau geta komist langt. Aðalatriðið er að þau hafi gaman af því sem þau eru að gera svo þau haldi áfram að gera góða tónlist. Þau eru farin að fylla þúsund til tvö þúsund manna tónleikastaði. Það eru mjög stórir tónleikar þar sem þau eru aðalnúmerið. Ég hef aldrei séð neitt íslenskt band þró- ast svona hratt ef við horfum bara á markaðslegan árangur. En þetta er bara byrjunin hjá þeim.“ Þau voru með „hittarann“ strax í byrjun, lagið Little talks... „Það var lag sem spurðist út fljótt í gegnum útvarpsspilun í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta lagið árið 2011 á safndiski ÚTÓN sem kallast Made in Iceland og er sendur til háskólaútvarpsstöðva til að vekja athygli á nýjustu útgáf- unum á Íslandi hverju sinni. Og það komu strax mikil viðbrögð. Sjálf pældi ég mikið í því hvort það myndi nýtast þeim betur að bíða í eitt ár því þetta var bara árið eftir að þau unnu músíktilraunir. Tóm- as Young sem vinnur hjá ÚTÓN var hins vegar harðákveðinn í að þetta væri rétti tíminn.“ Anna Hildur segir að með- limir Of Monsters and Men hafi góðan bakgrunn í tónlist og virki á sig sem duglegt og heilsteypt fólk. „Þau voru búin að undir- búa jarðveginn hvert á sinn hátt. Það er einhver gjöf að akkúrat þessi blanda skuli smella saman og ná svona vel til fólks. En þetta er hörkuvinna og gríðarlegt álag. Þau ferðast á nóttinni á milli staða í svefnrútum og þurfa síðan oft að mæta í fjölda viðtala og á upp- ákomur fyrir utan að koma fram á tónleikum. En á meðan þau hafa orkuna í þetta eru þeim allir vegir færir.” Eru þessir krakkar orðnir ríkir? „Það get ég ekki ímyndað mér. Ég veit ekki hvernig staðan þeirra er en í verkefnum eins og þessi er gríðarleg fjárfesting sem fer í þróunarferlið og markaðssetn- inguna. Ég ímynda mér að þau séu ekki að skammta sér há laun því fyrirframgreiðslan sem þau hafa fengið frá útgáfufyrirtækinu sínu þarf eflaust að duga í 2-3 ár. Auðvi- tað verða stefgjöldin dágóð þegar þau berast ef hittari gengur lengi. Svo uppskera þau af því smátt og smátt eftir því sem verkefnið vex og dafnar.“ -hdm Íslenska samstaðan Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison, mun hita upp fyrir Of Monsters and Men á tónleikaferð um Evrópu í febrúar og mars. Anna Hildur segir að sér þyki vænt um þá sam- stöðu sem sé meðal íslenskra tónlistarmanna almennt. „Það er gaman að OMAM skuli detta fyrst í hug að bjóða Lay Low, Sóleyju og nú Mugison á allar stóru tónleikaferðirnar sínar. Það er mikið framlag af þeirra hálfu til að vekja athygli á áhugaverðum tónlistarmönnum frá Íslandi.“ 46 úttekt Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.