Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 78
78 matur Helgin 21.-23. desember 2012  Hrefna Sætran UppSkrift að góðUm jólUm Purusteik með eplasalati fyrir 4 800 g svínasíða (endilega biðja kjötiðnaðarmennina að skera í hana fyrir ykkur) 6 msk gróft salt 6 stk lárviðarlauf 12 stk negulnaglar Aðferð: Raðið lárviðar- laufunum og negulnöglunum ofan í fituskurðina á kjötinu. Nuddið grófa saltinu vel á kjötið báðum megin. Setjið kjötið í ísskápinn og leyfið því að marinerast í 2 klst. Setjið vatn í ofnskúffu og setjið kjötið ofan í (fituhliðin niður og vatnsmagnið á að ná alveg yfir kjötið). Það er mjög þægi- legt að sjóða kjötið í ofninum því þá er ekkert að sjóða upp úr eða neitt svoleiðis. Eldið kjötið við 120 gráður í 120 mínútur. Takið kjötið upp úr vatninu og setjið á ofngrind (fituhliðin upp). Hitið ofninn upp í 220 gráður. Setjið kjötið aftur inn í ofninn og poppið fituna í 20 mínútur eða lengur. Mikilvægt að fylgjast mjög vel með kjötinu á síðara stiginu þar sem það brennur auðveldlega. Púðursykurs kanilgljái 4 msk balsamik-edik 2 msk hindberjaedik 1 stk kanilstöng 6 msk púðursykur Aðferð: Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið örlítið niður. Kælið gljáann. Þegar kjötið er tilbúið, penslið það þá með gljáanum rétt áður en þið setjist að snæðingi. Eplasalat: 2 stk epli 2 lúkur þurrkuð trönuber 4 msk mæjónes 4 msk f lórsykur 4 msk léttþeyttur rjómi Aðferð: Blandið mæjónesinu og flórsykrinum saman í skál. Skrælið eplin og skerið þau í litla bita. Bætið eplabitunum og trönuberjunum út í skálina og blandið léttþeytta rjóm- anum saman við í lokin. Purusteik með kanil­ gljáa og eplasalati Jólakryddsíld, tilvalin yfir hátíðirnar. H refna Rósa Sætran, mat-reiðslumaður á Grillmarkaðnum og Fiskmarkaðnum, ætlar að hafa það náðugt um jólin. Hrefna ætlar að deila með okkur uppskriftum sem eiga vel við um jól og áramót. Hún segist þó ekki ætla að hafa þetta í jólamatinn hjá sér enda sé hún svo heppin að vera boðið í mat. „Ég er ekki að elda sjálf á aðfangadag því ég er svo heppin að vera boðið í mat hjá tengdafjölskyldu minni. Ég reyni samt að gera síld til að eiga í ísskápnum heima á aðventunni og yfir hátíðirnar. Þá geri ég kannski tvær útfærslur til að eiga og það er hægt að laumast í þetta yfir jólin.“ Jólakryddsíld 600-800 g marineruð síld 4 msk sýrður rjómi (24 %) 1 msk chili sambal (maukað chili) 1 stk skalotlaukur, skorinn smátt ½ stk gul paprika, skorin smátt ½ stk rauð paprika, skorin smátt Smá saxað dill Smá söxuð steinselja Aðferð: Sigtið síldina og þerrið hana. Blandið saman sýrða rjóm- anum, chili-inu, lauknum, paprikunni og kryddjurtunum. Skerið síldina gróft niður og blandið henni út í sýrða rjómann. Bætið loks krydd- jurtunum út í. Með síldinni er gott að bera fram soðið og djúpsteikt egg með smá bleikju tartar, steiktum lauk og dill mæjónesi. Svo má auð- vitað ekki gleyma rúgbrauðinu. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Grillmarkaðað- arins og Fisk- markaðarins. Jólasíldin með öllu tilheyrandi. Purusteik með epla- salati. Fyllingin Bræðið smjörið í stórum potti og látið sveppina og grænmetið ásamt steinseljunni, kalkúnakryddinu og skinkunni krauma í því í 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið þá heslihnetum og brauðtening- um í pottinn og látið fyllinguna kólna lítillega. Hrærið þá eggjunum og rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar. Steiking kalkúnsins Skerið sítrónuna í helminga og stingið öðrum í hálsopið svo það lokist vel. Setjið fyllinguna í kalkúninn og bindið leggina saman til að loka opinu. Pressið safann úr sítrónunni og blandið smjöri, kryddi og sojasósu út í og penslið kalkúninn með blöndunni. Steikið kalkúninn í ofni við 225°C þar til hann er orðinn brúnn. Hellið vatni yfir og minnkið hitann í 175°C. Steikið kalkúninn síðan með hrygginn upp og síðar hliðarnar. Ausið yfir hann annað slagið. Snúið bringunni upp síðasta hálftímann. Þegar kjöthitamælir sýnir 72°C þegar honum er stungið á þykkasta stað kalkúnsins án þess að stinga í bein er hann tilbúinn. Hellið soðinu af og færið kalkúninn upp á eldfast fat og breiðið álfilmu yfir. Takið hana af og leyfið kalkúninum að kólna örlítið, penslið með smjöri og setjið í ofn og stillið á grill. Eldið upp soðið fyrir sósuna og þykkið með hveiti. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Kryddið með salti og pipar og smakkið sósuna til og bætið púrtvíninu út í. Berið fram með bökuðum kartöflum, sósu, rauðkáli og rósakáli. Ilmur af jólum Kalkúnakryddið frá Pottagöldrum er ómissandi á Jólakalkúnann. Uppskrift á pottagaldrar.is Heilsteiktur kalkúnn með heslihnetu- og sveppafyllingu 1 kalkúnn, u.þ.b. 5 kg 1 sítróna 1/2 dl bráðið smjör Salt og pipar Nokkrir dropar af sojasósu Í steikingarpottinn Laukur Gulrætur 5 þurrkuð einiber Vatn fylling * 150 g smjör * 350 g nýir sveppir, niður- sneiddir * 200 g laukur, smátt saxaður * 1 stilkur sellerí, smátt saxaður * 1/2 búnt steinselja, smátt söxuð eða 2 msk. þurrkuð * 1-2 msk. kalkúnakrydd frá Pottagöldrum * 300 g skinka, smátt söxuð * 100 g heslihnetur, rist- aðar og sneiddar * 150 g (u.þ.b. 3 bollar) brauðteningar * 2 stór egg * 2 dl rjómi * 1/2 tsk. salt * 1 tsk. ferskmalaður pipar Sósa * soð * hveiti * rjómi * ávaxtamauk * púrtvín Opnunartími yr hátíðarnar 21. desember Föstudagur 10 - 19 22. desember Laugardagur 10 - 18 23. desember Sunnudagur 10 - 20 24. desember Mánudagur 10 - 12 27. desember Fimmtudagur 10 - 19 28. desember Föstudagur 10 - 19 29. desember Laugardagur 10 - 18 30. desember Sunnudagur 10 - 20 31. desember Mánudagur 10 - 14 Gleðileg jól þökkum viðskiptin á árinu Grensásvegi 48 - Sími 571 5511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.