Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 18
N ú brestur brátt á með skötusuðu og skötuáti sem nær hæstum hæð- um á Þorláksmessu og er eitur í nösum þorra fólks. Það er sérkennileg birt- ingarmynd jólagleð- innar að leggjast í og útbreiða dóms- dagsfýlu á Þor- láksmessu. Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum. Menn þrá gamla, góða, jólailminn af eplum, appelsínum, kanil, negul og barri, sem skötustækjan drep- ur. Annað veifið koma upp mál út af óþef frá íbúðum í fjölbýlishúsum. Stundum hefur sérsinna fólk mán- uðum og árum saman fyllt íbúðir sínar af sorpi og úrgangi. Slíku fylgir ferleg lykt sem þó er hátíð og sem ljúfur ilmur miðað við skötus- tækju sem er allra lykta verst. Það er ekkert við því að segja að fólk sjóði kæsta skötu í afskekktum sveitum og á ystu annesjum fjarri siðuðu fólki og í einbýlishúsum í þéttbýli þar sem lyktin ætlar ekki aðra að drepa. Blessuð skat- a n e r glöggt dæmi um að það sem er einum til ánægju og yndis getur verið öðrum til ama og óþæginda. Hins vegar er skö- tusuða í fjölbýlishús- um svo mikill ama- og ónæðisvaldur að hún er ekki einkamál viðkomandi. Skötu- unnendur hafa ekki frjálst spil í því efni, það kemur sam- býlisfólkinu við. Húsfélagið getur brugðist við og sett skötusuðu takmark- anir í húsreglum eða með öðrum hætti. Almennt og blátt bann við suðu á kæstri skötu í fjölbýlishúsum kemur þó tæplega til greina enn sem komið er. Daunn frá víti – úrgangur og óæti Skötusuða í f jöl- býlishúsum jaðrar að margra dómi við villimennsku sem má líkja við hryðjuverkaárás á þefskyn fólks. Það er óneitanlega yfirgangur og tillitsleysi, að sturta yfir granna sína viðbjóðslegri stækju sem smýgur alls staðar og tekur sér bólfestu i fatnaði, hverjum krók og kima, íbúðum, húsgögnum og sam- eign fjölbýlishúsa. Eru dæmi þess að stækjan hafi verið svo illvíg og lífseig að hún hafi verið til ama frá Þorláksmessu fram á sumar. Hefur þurft að mála sameign og skipta um nýleg teppi til að komast fyrir stækjuna. Kæst skata er að margra mati frekar úrgangur en matvæli, hvað sem hver segir. Hún virðist elduð og á borð borin í því skyni að misbjóða, ganga fram af, ögra og hrella fólk með heilbrigða bragðlauka og lykt- arskyn. Þeg- ar menn koma þessum viðbjóði varla niður og tárin streyma um diska og borð þá er löngum hlegið hátt og mikið skríkt. Sjálfsagt finnst öllum innst inni skata vera óætur viðbjóður. Þegar menn stynja öðru upp öðru undir pressu og vökulum augum kjamsandi og smjattandi borðfélaga þá eru þeir yfirleitt að skrökva sig í álit. Þessi barbarismi ber blæ af frumstæðri manndómsvígslu. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að fólk hafi í hungursneyðum og hörmungum neyðst eða freistast til að leggja sér úldmeti til munns. En að halda því áfram þegar á betri bitum er völ er illskiljanleg tímaskekkja og villuráf. Einhver sagði að ef kreppan fúla lyktaði þá væri sú lykt hátíð saman- borið við skötustækjuna. Skötusuða í fjölbýli – verður skötu úthýst? Hvað má og ekki má í fjöleignar- húsum fer eftir sérstökum lögum um slík hús og reglum og fyrirmæl- um í húsfélagssamþykktum og hús- reglum. Er byggt á því að meirihlut- inn ráði málum og um flest er byggt á hagsmunamati. Einnig að séreign og sameign megi aðeins hagnýta til þess sem þær eru ætlaðar og að eigendum beri að sýna tillitssemi og að valda sameigendum ekki óþarfa óþægindum og ama. Ekki eru í fjöleignarhúsalög- um bein ákvæði um lyktarmengun og skötustækju og gilda í því efni al- menn ákvæði um tillitsemi og umburðarlyndi. Húsfélög geta sett nánari fyrirmæli í húsreglum eða fundarsam- þykktum um skötusuðu eins og annað sem ónæði getur valdið. Þótt húsreglur fjalli fyrst og fremst um af- not sameignar þá getur hús- félag einnig sett reglur um afnot séreigna en því eru skorður settar því eigandi hefur almennt einkarétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni. Dæmi um inngrip í séreignarráð sem til skamms tíma hafa þótt ganga of langt er bann við reykingum í íbúðum og skötusuðu. Almenningsvið- horf og réttarþróun hefur síðustu árin siglt óðfluga í þá átt að úthýsa slíku. Er nú líklega svo komið tíðaranda að húsfundur geti bannað eða tak- markað reykingar og skötu suðu inni í íbúðum. Réttur fólks sem vill lifa eðlilegu og heilbrigðu vegur þyngra á metunum en frelsi granna til að kaffæra sameigendur sína í reyk og stækju. Þorláksmessuskatan er ekki göm- ul hefð – tíðarandinn Menn láta ljúga að sér og vaða í þeirri villu að það sé þjóð- legt að borða þenn- an vonda og illa- þefjandi mat, ef mat skyldi kalla . Þessi villi - mennska á Þorláks- messu er víst ekki gam- a l l og gróinn siður, nema þá á Vest- fjörð- um þar sem vond- ur mat- ur þykir góður. Það skyldi þ ó e k k i vera að skötus- tækjan hafi stuðlað að fólksflótta að vestan. Eigandi má gera það á sinni eign sem er venjulegt og eðlilegt og grannar verða að sætta sig við það. Við mat á því hvort menn fara yfir strikið og valda nágranna sínum ónæði, ama og röskun umfram það sem hann verður að þola og venjulegt er, verður að horfa til þess sem al- mennt viðgengst og tíð- arandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Þrengir jafnt og þétt að þeim til- litslausu sem menga og eru skeytingarlausir um frið og rétt granna. Umburðarlyndi – dregið úr ónæði Þessi óþægindi eru sér- stök vegna þess að þau eru tímabundin og marg- ir telja að sýna beri um- burðarlyndi gagnvart Þorláksmessuskötunni. Það hafa margir gert lengi og umborið skötus- tækju árum saman. Þótt skötusuða sé bundin við ákveðinn árstíma og yfir- leitt einn dag ársins þá gefur það ekki ótakmarkaða heimild til að hrauna yfir sambýlisfólkið. Það má líka leiða að því líkum að þeir sem eru skeytingarlausir við granna sína með skötusuðu séu almennt ekki ýkja tillitssamir í öðrum atriðum. Þeir sýna gjarnan annars konar yfirgang á öðrum árstíma. Hengja t.d. blóðug fuglahræ veiðimennsku sinni til dýrðar utan á hús og hafi hátt meðan grannar reyna að sofa. Einstaka skötudýrkandi hefur reynt að draga úr ónæðinu með ýmsu móti. Er það vel og virðingarvert. Menn hafa reynt að sjóða skötu á prímus og útigrillum út á svölum og í bílskúrum og viðhafa sér- stakar tilfæringar sem þeir telja að drepi niður eða deyfi lyktina. Það er sjálfsagt svo að með ýmsu móti má draga úr lyktarmengun í skötulíki. Þótt öll slík viðleitni sé til bóta þá dugir hún ekki. Einnig hefur það færst í aukana að skötu sé úthýst úr mannabústöðum og sé elduð og et- inn í sölum út í bæ með öflugri loft- ræstingu. Það er líka í áttina. Er skata lífshættuleg? Flestir kannast við Steve heitinn Irvin, ástralska sjónvarpsmanninn geðþekka, sem í mannsaldur busl- aði með og glímdi við krókódíla, slöngur og önnur allslags skriðkvik- indi og óargadýr af öllum stærðum og gerðum, án þess að verða meint af. En svo hitti hann fyrir skötu eina ógurlega sem drap hann um- svifalaust áður en hann gat deplað auga. Af því má sjá glöggt sjá að skötur eru skaðræði, bæði lifandi og úldnar. „Skötusuða í fjölbýlis- húsum jaðrar að margra dómi við villimennsku sem má líkja við hryðjuverkaárás á þefskyn fólks. Það er óneitanlega yfirgangur og tillitsleysi, að sturta yfir granna sína viðbjóðslegri stækju sem smýgur alls staðar og tekur sér bólfestu i fatnaði, hverjum krók og kima, íbúðum, húsgögnum og sameign fjölbýlishúsa.“ Ljósmynd/Hari Þessi bar- barismi ber blæ af frum- stæðri mann- dóms- vígslu. Þorláksmessuskata í nánd Ilmur eða ódaunn Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. formaður Húseigendafélagsins. 18 viðhorf Helgin 21.-23. desember 2012 Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Komdu í heimsókn til okkar á aðventunni og gerðu góð kaup. Fjöldi tækja á séstöku jólaverði. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Sjón er sögu ríkari. Jólaverð: 7.880 kr. stgr. Símtæki Gigaset Jólaverð: 2.300 kr. stgr. Eldhúsvogir Adler Jólaverð: 114.900 kr. stgr. Þvottavél SIEMENS Jólaverð: 119.900 kr. stgr. Þurrkari SIEMENS Jólaverð: 23.900 kr. stgr. Skaftryksuga BOSCH Jólaverð: Handþeytari BOSCH 5.200 kr. stgr. Jólaverð: Borðlampar VENDELA 8.900 kr. stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.