Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 62
Úttekt
Æðisköst ársins á Facebook
Á Facebook hefur hver og einn fengið sitt gjallarhorn og getur látið rödd sína og skoðanir óma laus undan oki
hinna hefðbundnu fjölmiðla sem voru fyrir tíma bloggs og samfélagsmiðla hliðverðir umræðunnar. Hávaðinn
á Facebook er því oft mikill, sérstaklega þegar hitamál springa út á vefnum og fók ryðst upp á sína kassa
og hefur upp gól sín á umræðutorginu. Múgæsingin er sjaldan langt undan og kyndlar og heykvíslar innan
seilingar. Fréttatíminn rifjar hér upp nokkur deilumál sem ærðu óstöðuga netverja á árinu sem er að líða.
Ólafs þáttur Grímssonar
Forseti vor var ítrekað í eldlínunni
á árinu og stuðaði netverja oft
hressilega. Hann varði forsetastól-
inn í óvæginni kosningabaráttu
og tryggði sér tuttugu ára setu á
Bessastöðum. Hann hóf baráttuna
bratt með árásum á helstu ógnina,
Þóru Arnórsdóttur, við lítinn
fögnuð og einhvern veginn fór það
þveröfugt í mannskapinn þegar
Ameríkanar dubbuðu Ólaf Ragnar
Grímsson upp sem Dalai Lama
Norðursins.
Var að enda við að senda áskorun til
Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér
til forsetakjörs í sumar. Reyndar sem
Andrés Önd, en ég er nokkuð viss um
að Walt Disney hefði samþykkt þetta.
Áskorun mín var nr. 21028! Þetta er
alveg að koma!! Á morgun mun ég svo
senda inn sem Rocky Balboa.
Gaukur Úlfarsson
Æi!! Viljiði hætta að suða í Ólafi Ragnari!
Sextán ár er yfirdrifið... ekki meira takk!
Heiða B. Heiðars
Hann hefur náð áður óþekktum
hæðum. Dalai Lama norðursins! Alls-
herjargoði útrásarvíkinganna! Hans
forsetalega hátign!
Þráinn Bertelsson
Til að styggja ekki bófa í Kína neitaði
Dalai Lama norðursins fyrir hálfu þriðja
ári að tala við hinn ekta Dalai Lama
Jónas Kristjánsson
Dalai Lama hefur ákveðið að héðan í frá
muni hann einungis gegna kallmerkinu
Ólafur Ragnar Suðursins.
Helgi Seljan
Ég hélt að forsetinn væri verndari þjóð-
kirkjunnar, en svo reynist hann bara
leiðtogi norrænna búddista. Hver hefði
trúað því?
Ævar Örn Jósepsson
Hvað átti klappstýran Ólafur Ragnar við
þegar hann kallaði Þóru Arnórsdóttur
„2007 - frambjóðanda“? Getur einhver
sagt mér það?
Sveinn Andri Sveinsson
Ólafur Ragnar þjófstartar kosninga-
baráttunni með rangfærslum.
Ingibjörg Stefánsdóttir
Salt í sárin
Gríðarleg reiði braust út í sam-
félaginu, réttlát reiði, þegar í ljós
kom að þjóðin hafði óafvitandi
gætt sér á ýmsum matvælum
bragðbættum með iðnaðarsalti í
rúman áratug. Eldar loga enn og
reykinn leggur að sjálfsögðu yfir
Fésbókina.
Mig langar í iðnaðarsalt. Hipparnir
ykkar.
Lára Björg Björnsdóttir
Var að fá fax frá Grínlögreglu ríkisins:
Saltbrandarakvótinn hefur verið
fylltur.
Jón Oddur Guðmundsson
Eitthvað eru menn súrir yfir salti.
Hafliði Helgason
Auglýsi eftir upplýstri umfjöllun og
umræðu um salt!
Rósa Guðbjartsdóttir
Það er merkilegt að heyra frá fram-
leiðendum matvæla sem segjast
ekkert vita hvaða efni þeir nota í
matinn. Frú Sigurveig notar ekki salt
í hafraklattana né kökurnar sem hún
framleiðir, en ögn af Maldon salti –
sem er sjávarsalt - í soyabaunirnar
sem selur líka.
Egill Helgason
Verra er þeirra réttlæti
Umræðan um landsdómsmál
Geirs Haarde fór á tilfinninga-
þrungna fleygiferð enn á ný þegar
dómur var upp kveðinn og allt
varð brjálað.
bíður eftir að heyra þá kenningu
að Landsdómur sé á einhvern hátt
tæki Evrópusambandsins. Þá verður
dagurinn fullkomnaður.
Stefán Pálsson
Því miður hefur hinn popúlíski dóms-
málaráðherra ekki ennþá tjáð sig um
hvaða miskabætur honum finnist að
þjóðin eigi að greiða Geir H. Haarde
fyrir ástæðulausa ákæru og óþægindi
og kostnað sem hann hefur haft af
málinu.
Þráinn Bertelsson
Sumir eru á þeirri skoðun að það sé
ígildi þess að afneita hruninu að
fella niður kæruna á hendur
Geir H. Haarde. Er það
ekki fullmikið í lagt. Hvað
ef Landsdómur kemst að
þeirri niðurstöðu að Geir sé
saklaus? Væri Landsdómur
þá að afneita hruninu?
Bergsteinn Sigurðsson
Loðnar og teygjanlegar
vinsældir
Bók með því sem kallað er fantasíur
íslenskra kvenna rokseldist fyrr á
árinu og kynlífsfíkn lesenda náði
síðan hámarki þegar 50 gráir
skuggar komu út í íslenskri þýðingu.
Blautlegar „kvennabækur“ stóðu í
fólki á Facebook. Allir höfðu skoðanir
á fyrirbærinu en fjöldinn eyddi miklu
púðri í að sverja af sér að hafa lesið
ósköpin.
Mega konur nú ekki hafa rétt á því að eiga
sínar fantasíur? fantasíur eru FANTASÍUR
– og ástæðan fyrir því að þetta heita fant-
asíur er að þetta er ekki raunveruleiki.
Bryndis Gyða Michelsen
Svona breytist tískan. Í nokkur ár hafa nor-
rænar glæpasögur verið á hverju náttborði.
Nú eru klámsögur komnar í þeirra stað – og
skulu vera skrifaðar af konum, enda hafa
karlmenn sem klæmast illt orð á sér og hafa
jafnan verið kallaðir „klámhundar“. Skyldi
orðið „klámtík“ ná fótfestu í málinu?
Þráinn Bertelsson
Las ritdóminn um Fantasíubókina í Frétta-
blaðinu. Látum nauðgunarvinkilinn liggja
á milli hluta... en hvern langar í kynlíf
þegar hann/hún liggur með snúinn ökkla
útí móa??? Morfín kannski, en ríðingar...
nei!
Stefán Pálsson
Guðbergur tryllir
lýðinn á 17. júní
Guðbergur Bergsson hefur
nánast gert það að ævistarfi
að stuða fólk og hleypa öllu í
bál og brand. Hann gerði allt
brjálað á þjóðhátíðardaginn
þegar hann birti grein um
mál Egils Einarssonar á
Eyjunni.
Grúví, hann Guðbergur (má hann
þetta, er ekki ólöglegt að tjá
skoðanir sínar á Íslandi?) Ætli
sérsveit öfgafemínista sé núna
á fullu að vígbúast gegn gamla
manninum úr Grindavík? Er Boot
Camp í Grindavík?
Svanur Már Snorrason
Hjúkkitt að Guðbergur er ekki
forseti, hver veit hvað hann hefði
skrifað undir Icesave?
Bragi Valdimar Skúlason
Grein Guðbergs Bergssonar
gerir álíka mikið fyrir málstað
Egils Einarssonar og það ef leik-
skólakennarar myndu sprengja
leikskóla til að mótmæla upp-
sögnum.
Helgi Seljan
Ég vona að kallarnir 3300 sem
fagna Guðbergi og skrifum hans
þurfi aldrei að horfa upp á dætur
sínar, systur, eiginkonur, mæður
og/eða vinkonur fást við afleið-
ingar nauðgunar. Ekki viss um
að kátína þeirra yfir ummælum
eins og „stelpupussulátum“ yrði
jafn sönn...
Grímur Atlason
Guðbergur og hans líkar eru
ennþá að menga Facebook.
Þess vegna fáið þið annað gott
kattavídjó.
Óttar M. Norðfjörð
Ekki vissi ég að Guðbergur
Bergsson, rithöfundur, væri í
eiturlyfjunum.
Andri Þór Sturluson
Mér leiðist þessi gamli karl.
Ragnar Þór Pétursson
62 úttekt Helgin 21.-23. desember 2012