Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 42
Seldu milljón plötur á átta mánuðum Hljómsveitin Of Monsters and Men sigraði í Músíktilraunum vorið 2010. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út haustið 2011 og í kjölfarið fylgdi útgáfusamningur við risann Universal. Í vor og sumar kom platan út um allan heim og meðlimir Of Monsters and Men hafa verið á stöðugum tónleikaferðalögum til að kynna hana. Árangurinn er óumdeilanlegur; um milljón eintök af hafa selst af plötunni og 2,3 milljónir eintaka af smáskífunni vinsælu, Little Talks. Í vikunni náði breið- skífan gullsölu í Bandaríkjunum. Engin íslensk sveit hefur náð viðlíka frægð á svo skömmum tíma. F jórir krakkar af Suður- nesjum og úr Garðabæ komu, sáu og sigruðu á Músíktilraunum í mars árið 2010. Of Monsters and Men þóttu verðugir sigurveg- arar. „Sveitin er leidd af Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og stýrði hún gangi mála af miklu öryggi. Söngrödd hennar er frábær; brestur á réttum stöðum, hæfi- lega hrjúf og ljúf í senn. Tónlistin „Seabear“-ískt nýþjóðlagapopp, melódískt mjög, lögin fullmótuð og sveitin einnig. Hnökralaust, svo gott sem, og síðasta lagið, „Love, Love, Love“ algjör snilld,“ sagði í umsögn tónlistarsérfræðings- ins Arnars Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu. Fleiri en hann hrifust af bandinu. Haraldur Leví Gunnarsson, útgefandi hjá Record Records, var fljótur að semja við krakkana um útgáfu á fyrstu breið- skífunni. Beint í sjötta sæti Billboard Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson eru forsprakk- ar hljómsveitarinnar. Þau syngja bæði og spila á gítar. Auk þeirra eru í bandinu Brynjar Leifsson gítarleikari, Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommari og Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari. Eins og kemur fram annars staðar í umfjölluninni hætti Árni Guð- jónsson nýverið í sveitinni en hann lék á hljómborð. Fréttatíminn sagði frá því á dögunum að Stein- grímur Karl Teague úr hljóm- sveitinni Moses Hightower hefði hlaupið í skarðið fyrir Árna á nýaf- staðinni tónleikaferð. Hann er ekki genginn í Of Monsters and Men en gæti haldið áfram að spila með þeim á tónleikum. Leon, Noruh Jones og Tom Waits og kann því vel til verka. My Head is an Animal kom út í Bandaríkjunum og Kanada 3. apríl en ekki fyrr en 27. ágúst í Bret- landi. Strax frá fyrstu viku var ljóst að eitthvað stórt var í uppsigl- ingu því platan skaust beint í sjötta sæti Billboard-vinsældalistans. Tónleikaferð fram í september á næsta ári Á þessum átta mánuðum sem liðnir eru frá útgáfu plötunnar hafa krakkarnir í Of Monsters and Men verið afar duglegir við tónleikahald og kynningarstörf. Að sögn Heather Kolker, umboðs- manns sveitarinnar, hefur Of Mon- sters and Men troðið upp á um 150 tónleikum um allan heim síðan í mars. Stærstu tónleikarnir voru á tónlistarhátíðum í sumar þar sem oft voru tugþúsundir áhorfenda. Hún nefnir Lollapalooza-hátíðina sem sérstaklega stóra tónleika. Þið eruð þegar búin að skipu- leggja fjölda tónleika á næsta ári. Verður sveitin á tónleikaferðalagi allt árið? „Já, mestallt árið. Líklega fram í september,“ segir Kolker. Er farið að huga að næstu plötu? Eru þau farin að semja nýtt efni? „Hljómsveitin er byrjuð að semja nýtt efni en það hefur gengið hægt því þau eru svo upptekin við tón- leikahald.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Fyrsta plata Of Monsters and Men, My Head is an Animal, kom út í september árið 2011 og náði strax talsverðum vinsældum hér á landi. Mánuði síðar var tilkynnt að sveitin hefði gert útgáfusamning við risann Universal í Bandaríkj- unum. Universal ætlaði Of Monsters and Men strax stóra hluti. Banda- ríski upptökustjórinn Jacquire King kom til Íslands í byrjun þessa árs og hjálpaði krökkunum að betrumbæta plötuna fyrir útgáfu á alþjóðavísu. King hefur unnið með listamönnum á borð við Kings of Á tónleikum. Raggi og Nanna á sviði á Latitude tónleikahátíðinni í England í sumar. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Meira á næstu opnu 42 úttekt Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.