Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 8
Samskip með geðveikasta jólalagið
Skref 1.
Settu kortið í posann.
Örgjörvinn snýr upp
og fram.
Skref 2.
Sláðu inn pinnið og staðfestu við skipt in
með því að ýta á græna takkann.
Bíddu meðan heimild er sótt.
Skref 3.
Taktu kortið
úr posanum.
VerTu klár með
korTið og pinnið
– ÞAð FlÝTir FYrir
AFgreiðSlu.
Snúðu kortinu rétt.
Örgjörvinn á kortinu
snýr upp og fram.
Örgjörvinn er lítill
gylltur eða silfraður
kassi á framhlið.
pinnið
á minnið
Með verkefninu Pinnið á minnið er notkun greiðslukorta með örgjörva innleidd á Íslandi.
Íslensk fyrirtæki og korthafar uppfylla þannig alþjóðlegar öryggiskröfur. Upplýsingarnar
í þessari auglýsingu eru ætlaðar til fróðleiks og eru ekki tæmandi. Í þeim felst engin ábyrgð
eða skuldbinding varðandi móttöku greiðslukorta eða miðlun á rafrænum kortafærslum. www.pinnid.is
Þ úsundir fjölskyldna á suð-vesturhorni landsins sækja aðstoð til Fjölskylduhjálpar-
innar fyrir jólin, að sögn Ásgerðar
Jónu Flosadóttur formanns. „Við
erum mjög þakklát fyrir hve fyrir-
tæki og einstaklingar hafa brugðist
vel við og aðstoðað okkur við að að-
stoða fólk fyrir jólin sem minna má
sín,“ segir Ásgerður.
Bókaútgáfan Unga ástin mín gaf
til Fjölskylduhjálpar Íslands tvö
þúsund barnabækur fyrir börn á
aldrinum 0-11 ára. „Unga ástin mín
vill með þessu gjarnan leggja sitt af
mörkum til að gleðja þau börn og
þær fjölskyldur sem minna mega
sín um hátíðarnar,“ segir Sara Hlín
Hálfdanardóttir, framkvæmdastjóri
Ungu ástarinnar minnar. „Það má
aldrei gleymast að það er fólk sem
þarf á hjálp að halda nú sem fyrr og
örugglega mun fleiri en maður áttar
sig á og við sem getum veitt aðstoð
eigum að gera það. Og börnin eru
þar númer eitt. Ef við getum glatt
tvö þúsund börn með þessari gjöf
þá gleðjumst við hjá Ungu ástinni
minni líka,“ segir Sara Hlín.
„Meðal þeirra sem lagt hafa fjöl-
skylduhjálpinni lið fyrir jólin eru
Gylfi Sigurðsson, knattspyrnu-
maður hjá Tottenham, sem studdi
starfið um hálfa milljón,“ segir Ás-
gerður. „Svo ég nefni nokkur fyrir-
tæki þá afhenti fjármálafyrirtækið
Sparnaður okkur 2,4 milljónir og
Orkan hefur gefið krónu af hverjum
seldum bensínlítra. Þá gaf Krónan
inneign í formi innkaupakorta sem
nemur 1 milljón króna og Samkaup
sem nemur hálfri milljón. Síminn
gaf inneignarkort fyrir 1,5 milljón-
ir en að auki hefur fjöldi jólagjafa
borist úr ýmsum áttum, útivistar-
fatnaður, bíómiðar, leikhúsmiðar,
tölvuleikir, leikföng, heimaprjón-
aðir ullarsokkar og vettlingar og
margt fleira.
Á síðasta ári voru fimm þúsund
fjölskyldur á skrá hjá Fjölskyldu-
hjálpinni, að sögn Ásgerðar, og
gefnar voru um 26 þúsund matar-
gjafir og kom því hver fjölskylda að
meðaltali fimm sinnum yfir árið.
Hver matargjöf er frá tveimur inn-
kaupapokum upp í sex, eftir fjöl-
skyldustærð.
Matargjöfin fyrir jólin er óvenju
vegleg, að sögn Ásgerðar. Í henni
er: Svínabógur, kartöflur, ferskt
grænmeti (gulrætur og salat),
appelsín, kók og malt, mjólk, skyr,
jógúrt, rjómi, smjör, smjörlíki,
sýrður rjómi, ostur, hveiti, sykur,
egg, grænar baunir, rauðkál, maís,
sælgæti, síld, salernispappír, brauð-
meti, fiskibollur, kaffi og jólagjafir
eftir þörfum.
Að auki er hægt að fá jólaskraut
og nammipoka fyrir jólasveina til að
láta í skóinn og ýmislegt annað sem
Fjölskylduhjálpinni hefur áskotn-
ast, svo sem 100 bayonneskinkur
sem Perlan gaf, skartgripir og
fleira. Einnig hafa þrír hárgreiðslu-
meistarar boðið upp á ókeypis
klippingar fyrir skjólstæðinga Fjöl-
skylduhjálparinnar.
Síðasta úthlutun fyrir jól fer fram
í dag, föstudag, en að sögn Ásgerð-
ar mun hún þó aðstoða fólk eftir því
sem þörf er á eftir það og fram að
aðfangadag og síðan milli jóla og
nýárs.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Starfsfólk 15 fyrirtækja tók
áskorun Geðhjálpar fyrir
þessi jól um að syngja jólalag
og búa til myndband því til
stuðnings. Landsmönnum gafst
svo kostur á að kjósa jólalagið
sem þeim þótti skara fram úr
og heita á það fé. Lang flestir
völdu lag Samskipa en Arion
banki hafnaði í öðru sæti og
Bláa lónið í því þriðja. Sam-
skip söfnuðu einni milljón og
hundrað tuttugu og sjö þúsund
krónum í áheitum mest allra.
Lagið var einnig valið besta
lagið af átta manna dómnefnd.
Allir þeir fjármunir sem safnast
í jólalagakeppninni verða nýttir
til að hanna aðgerðaráætlanir
á vinnustöðum. En samkvæmt
aðstandendum Geðhjálpar er
mikilvægt fyrir fyrirtæki að
eiga slíkt, komi upp andleg
veikindi hjá starfsfólki.
LandLæknir kynjamunur á aLgengi sLysa
Drengir í meiri slysahættu
k arlar lenda frekar í slysum en kon-ur og drengir frekar en stúlkur, samkvæmt nýjum upplýsingum
frá Landlæknisembættinu. Árið 2011 voru
37.510 slys skráð og algengust voru slys í
heimahúsum og frítíma sem voru nálægt
helmingi allra slysa. Umferðarslys voru
næst algengust, því næst vinnuslys og
loks íþróttaslys.
Talsverður kynjamunur er á algengi
slysa og eru karlmenn líklegri til að verða
fyrir öllum tegundum slysa að undan-
skildum umferðarslysum. Þrefalt fleiri
karlmenn en konur slasast við vinnu
og tvöfalt fleiri karlar en konur slasast í
íþróttum.
Slysahætta á barnsaldri er talsverð
og einna mest á unglingsárum. Drengir
eru líklegri en stúlkur til að slasast á
fyrstu fjórum æviárunum og einnig eru
unglingsdrengir í meiri slysahættu en
unglingsstúlkur.
Fram til sjötugs eru karlmenn líklegri
til að slasast en konur. Síðan víxlast kynja-
munurinn og á aldrinum 70-90 ára eru
slys algengari meðal kvenna en karla. Eft-
ir nírætt er lítill kynjamunur á slysatíðni.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Drengir slasast oftar en stúlkur. Slysatíðni 15–19 ára drengja er 174 af hverjum 1.000 en 133 af hverjum 1.000
hjá stúlkum í sama aldurshópi. Ljósmynd/Getty
FjöLskyLduhjáLpin Fimm Þúsund FjöLskyLdur Fá aðstoð árLega
Gaf Fjölskylduhjálp-
inni tvö þúsund bækur
Um fimm þúsund fjöl-
skyldur njóta aðstoðar
Fjölskylduhjálparinnar
árlega og sækir stór
hluti þeirra matargjafir
og jólagjafir fyrir jólin.
Fyrirtæki og einstaklingar
eru viljugir að aðstoða þá
sem minna mega sín og
gaf bókaútgáfan Sofðu
unga ástin mín tvö þúsund
bækur á dögunum.
Sara Hlín Hálfdanardóttir, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Sofðu unga ástin
mín, afhendir fulltrúa Fjölskylduhjálparinnar tvö þúsund bækur sem fara í jólagjafir
skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar. Ljósmynd/Hari
8 fréttir Helgin 21.-23. desember 2012