Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 95

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 95
viðtal 95 Helgin 21.-23. desember 2012 þeim stendur það upp úr að Ís- lendingar sögðu nei, létu bankana falla og felldu ríkisstjórnina. Það fylgir hins vegar ekki sögunni að Íslendingar hafa þurft að dæla pen- ingum inn í bankakerfið og margir komu mjög illa út úr því. En ætli við höfum ekki farið tiltölulega rétta leið.“ Kristinn segir að vandinn á Spáni, líkt og hér á landi, sé ekki beinlínis sýnilegur á götum úti, en sé þó til staðar og hundruð þúsunda heimila hafi til að mynda ekki neina fyrirvinnu og slíkt bjóði upp á sprengingu í félags- lega kerfinu. Einnig sé erfitt að fá lán, að fjárfesta og fregnir berast með fjölmiðlum af fólki sem borðar upp úr ruslatunnum. Niðurskurður hjá hinu opinbera er einnig mikill og til stendur að einkavæða heilbrigðiskerfið sem hluta af sparnaðaraðgerðum, slíku hefur þó verið mótmælt harðlega. „Ég var í Madríd í október og sat úti með vini mínum og hliðstæð- ingi sem einnig er fréttaritari. Á götunum er mikill mannsvaðall og hann spurði, hvar er „la crisis?“ En það er svo kannski ekki að marka því að Spánverjar skera kannski síst niður í því að fara út og fá sér eitthvað, mat eða drykk. Þeir fá sér bara minna. Svo er líka ennþá mikið um ferðamenn sem er ein- mitt stærsta tekjulindin.“ Ástin í harðlífislandi lútersk- unnar Kristinn skildi á árinu og kom heim í kjölfar þess. Hann á eina dóttur, Öldu, sem býr ennþá á Spáni og sinnir þar blaðamennsku. „Skilnaðurinn var í mestu vinsemd og við heyrumst ennþá,“ útskýrir hann en vill þó síður fara út í hvort að hann hafi komið heim vegna ástarinnar, „ég vil ekkert fara út í það beint, það er of persónulegt, en ég get sagt eins og lögfræðing- urinn vinur minn ráðlagði mér að segja, ég kom heim að leita ástar. Hvað svo sem það nú þýðir verður að fá að liggja á milli hluta.“ Kristinn hefur þó ekki sagt skilið við pistlastörfin og kemur til með að miðla áfram á RÚV fréttum sunnan úr Miðjarðarhafi. Hann hefur einnig margvísleg önnur ritstörf á takteinum en hann þýðir íslensk skáldverk á spænsku og öfugt. Hann segir blaðamanni að hann hafi um nokkurt skeið gengið um með hugmynd að bók í mag- anum og vonast til að Ísland komi til með að opna fyrir innblásturinn. Fyrir hefur Kristinn skrifað tvær bækur sem komið hafa út á íslensku og spænsku. Það er ljóst að íslenska loftið hreyfir við einhverjum list- kenndum hjá Kristni en hann sneri sér einnig að myndlistinni á nýjan leik eftir áratugalangt hlé. Hann æfir sig einnig í ítölsku og skiptir við tvo kennara við Háskóla Íslands á tungu- málum. „Það má kannski ekki segja skatt- inum þetta,“ segir hann kíminn, það sem blaðamanni liggur helst á að vita er þó hvernig honum tekst að viðhalda þessari fögru íslensku eftir alla þessa dvöl erlendis. En íslenska Kristins er eitt af því sem einkennir hann og útvarpspistlana. „Ætli það sé ekki samspil margra þátta,“ út- skýrir hann, „ég ólst upp á síðustu öld, fyrir tíma sjónvarps og faðir minn var fæddur árið 1892. Hann var sextugur þegar ég fæddist og það hefur eflaust eitthvað að segja. Þar fyrir utan er íslenskan mitt atvinnu- tól og fyrir Íslending í útlöndum er hún líka svolítil spariföt, svona um leið og hún er vinnugalli. Ég hef til- einkað mér ákveðið tungutak og það má segja að það sé orðið að vöru- merki mínu en ég lifi á orðum.“ Talinu víkur á nýjan leik að sið- venjunum sem Kristinn á erfitt með að venjast. „Á Spáni er það ekkert tiltökumál að fá sér smá rauðvín með matnum og þá er ég að tala um hvaða mat sem er. Ég þarf talsvert að venj- ast því að það stingur í stúf að fá sér vín með hádegismatnum. Á Spáni veltir enginn vöngum yfir því hvort að það sé vínlykt af manni, til dæmis í viðtali. Hér er ég hræddari við að vera hreinlega skikkaður í með- ferð fyrir slíkt. Annars hef ég verið skattaður í bindindi ef svo mætti að orði komast. Það er samt þannig hér í þessu harðlífislandi lútherskunnar að það tíðkast síður að dreypa á víni með matnum, en fólk sleppir sér svo um helgar. Það er mjög áberandi hve Íslendingar verða ölvaðir, það kemur heim og saman við það sem við ræddum fyrr, það vantar að fínpússa borgarsiðina.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Ég lendi í stökustu vandræðum í verslunum, ég veit ekk- ert hvað ég á að segja við starfsfólkið. Kristinn R. Ólafsson er snúinn aftur til Íslands eftir áratugalanga búsetu á Spáni. Aðdáendur hans þurfa þó ekki að örvænta þar sem hann sendir ennþá frá sér útvarpspistla. Ljósmyndir/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.