Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 110

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 110
 Huginn Þór Ofvirki barnabókaHöfundurinn Orðinn jafn umfangs­ mikill og Mál og menning Huginn Þór Grétarsson stofnaði barnabókaútgáfuna Óðinsauga fyrir nokkrum árum og hefur dælt út barnabókum af miklu kappi. Svo miklu að hann virðist hálf ofvirkur í útgáfunni enda skrifar hann, þýðir eða endursegir stóran hluta þeirra ævintýra sem hann hefur gefið út. Hann gefur út 24 titla á þessu ári og er að einhverju leyti sjálfur með puttana í tíu þeirra. Flaggskip útgáfunnar í ár er bókin Jólalögin okkar þar sem hann fléttar íslensku jólasveinana þrettán saman við útlend áhrif sem rugla börn í ríminu. H uginn Þór Grétarsson gaf út bókina Háska-fór um Suður-Ameríku undir merkjum Óðinsauga árið 2006. Hann gaf síðan allt í botn tveimur árum síðar þegar hann sendi frá sér fimm barnabækur eftir sjálfan sig 2008. „Þarna kom ég inn af fullri hörku og hef að meðal- tali verið með þrjár bækur ár ári en núna er ég með tíu bækur sem ég kem að á einhvern hátt,“ segir Huginn sem gefur í það heila út 24 titla á þessu ári. „Óðinsauga er orðin stærst í íslenskri barna- bókaútgáfu ásamt Máli og menningu. Tíu bækur eru ekkert smáræði en ég er svo líka með helling af verkum eftir aðra höfunda. Ég frumsem þetta nú samt ekki allt og þarna inn á milli eru gömul góð ís- lensk ævintýri, eins og Búkolla og Naglasúpan, sem ég hef aðeins snyrt til. Þannig að ég leik mér svolítið með þekkt efni en auðvitað er þetta alltaf einhver úrvinnsla.“ Huginn segist án efa vera söluhæsti barnabóka- höfundurinn á þessu ári. „Ég er búinn að selja um 2000 bækur bara í leikskólana og er með bækur inni á metsölulistum núna. Ég er með svo marga titla að ég er örugglega lang söluhæsti barnabókahöfundur- inn síðustu tvö ár.“ Myrkfælna tröllið er ein þeirra bóka sem Huginn skrifar sjálfur en í henni hjálpar hann börnum að takast á við myrkfælni. Síðan er hann sérstaklega ánægður með ungbarnabókina Kúkum í koppinn sem hefur farið vel af stað. „Ég gerði hana fyrir lít- inn frænda minn sem heitir Nökkvi og það er engin lygi að daginn sem hann fékk bókina þá hætti hann að kúka í bleiuna. Hún virkaði svona vel.“ Huginn segist hafa heillast af barnabókunum vegna þess að það sé honum ákveðið metnaðarmál að koma góðum boðskap áleiðis og barnabækurnar séu kjörnar til þess. „Það er allt í lagi að vekja börn aðeins til umhugsunar án þess að vera eitthvað að predika sérstaklega. Ég velti bara upp alls konar spurningum á fyndinn hátt.“ Stærsta bók Hugins á þessari vertíð er Jólalögin okkar en í henni segist hann reyna að flétta útlend áhrif á íslensku jólasveinana saman við gömlu sög- urnar og búa til grundvöll fyrir börn að fá til dæmis botn í fljúgandi vagn og hreindýr heilags Nikulásar sem eru vitaskuld býsna fjarri veruleika Grýluson- anna þrettán. „Það eru komnar svo margar hugmyndir að utan sem rugla hugmyndafræðina um jólasveinana þrett- án. Þannig að ég segi til dæmis frá hreindýrum sem var sleppt á hálendi Íslands á sínum tíma og hurfu síðan sporlaust. Ég kem með þá skýringu að auð- vitað hafi jólasveinarnir tekið þau og það hafi síðan helst komið í hlut Grýlu að hugsa um dýrin.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Huginn Þór á fimm ára gamla dóttur og er duglegur að segja henni sögur. Hann segir við- fangsefni sín óhjákvæmi- lega taka eitthvert mið af dótturinni. „Ég er að skrifa aðeins dýpri sögur núna og er að færa mig aðeins upp í aldri með henni.“ Mynd Hari „Það eru komnar svo margar hugmyndir að utan sem rugla hug- myndafræðina um jólasveinana þrettán.“  Jólatré Ellý StEinSdóttir Er fJögurra barna móðir Og flugfrEyJa Fullt starf að vera í flugbjörgunarsveit „Jú, ég starfa sem flugfreyja og leiðsögumaður auk þess sem ég hef verið að vinna smá aukavinnu í Minju, Skólavörðustíg,“ segir Ellý Steinsdóttir sem gekk að auki í Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík („það er reyndar alveg fullt starf að vera í Flugbjörgunarsveitinni,“ segir hún og hlær) á árinu og gengst þessa dagana undir stranga nýliðaþjálfun auk þess að standa vaktina í jólatrjásölu FBSR í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg. Það er opið frá 10-22 fram að jólum og mikil stemning í húsinu. „Að vera björgunarsveitinni er bara sennilega það magnaðasta sem ég hef gert,“ segir Ellý sem á fjögur börn, það yngsta átján og elsta 27, en það er ekki langt síðan hún flutti heim eftir að hafa búið í fimmtán ár í Bretlandi og eitt og hálft ár í München. „Þetta er miklu skemmtilegra en mig grunaði. Félagsskapurinn og samkenndin er einstök.“ Ellý segist hafa bara gleymt því að hún ætti að vera orðin gömul. Hún lærði það af börnunum sínum og hefur ávallt haft það sem stefnu að lifa lífinu lifandi. „Ég verð að selja jólatré alla helgina,“ segir þessi glaða kona. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Ellý Steinsdóttir bregður á leik með Kertasníki. Vinsæll dagskrárstjóri Kvikmyndagerðarfólk og að því er virðist nánast hver einasta manneskja sem kúldrast með hugmyndir að leiknu sjónvarpsefni í kollinum leggur leið sína í röðum í Efstaleitið til þess að funda með nýráðnum dagskrárstjóra Sjónvarps- ins, Skarphéðni Guðmunds- syni. Skarphéðinn var áður dagskrárstjóri Stöðvar 2 sem hefur á undanförnum árum pakkað Ríkissjónvarp- inu saman þegar kemur að framleiðslu leikins íslensks efnis. Á meðan Stöð 2 hefur teflt fram Vakta-seríunni, Pressu og Rétti hefur RÚV borið á borð til dæmis Tríó og Kexvexsmiðjuna sem stóðu efni Stöðvar 2 langt að baki í gæðum. Nú ríkir hins vegar mikil bjartsýni í bransanum og fólk gerir sér miklar vonir um að Skarphéðni fylgi ferskari straumar. Guðni grínast yfir skötu Skatan er ýmist talin aufúsu- eða vágestur á Þorláksmessu en ekki verður hjá því komist að skötulykt- ina leggi víða yfir á sunnudaginn. Á Grand Hótel verður blásið til rammís- lenskrar skötuveislu á Þorláksmessu á milli klukkan 12-14 og varla er nokkur hætta á því að gestir muni sitja grettnir yfir borðum þar sem landbúnaðarráðherr- ann fyrrverandi og grínarinn Guðni Ágústsson mætir á staðinn, stígur í pontu þar sem hann ætlar að ræða lífsins gagn og nauðsynjar á sinn sérstaka hátt. Sex fengu Kraumsverðlaun Sex hljómsveitir og tónlistarmenn fengu Kraums- verðlaunin í vikunni fyrir framúrskarandi plötur á árinu. Verðlaunin hlutu Ásgeir Trausti, Hjaltalín, Moses Hightower, Ojba Rasta, Pétur Ben og Retro Stefson. Kraumsverðlaunin fela í sér að Kraumur kaupir plötur listamannanna og dreifir þeim til áhrifafólks í tónlistar- bransanum erlendis og eykur þar með möguleika þeirra til að koma verkum sínum á framfæri. THE MOONLIGHT COLLECTION Laugavegi 15 - 101 Reykjavík sími 511 1900 - www.michelsen.is 110 dægurmál Helgin 21.-23. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.