Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 91
tíska 91Helgin 21.-23. desember 2012
Á rangur EGF Húðdropana um borð í flug-vélum Lufthansa, Air France, Swiss og British Airways hlýtur að teljast nokkuð
góður þar sem um borð í vélum félagana keppa
droparnir við ekki minni merki en Estée Lauder,
L'Oreal, Guerlain og La Prairie.
Björn Örvar, framkvæmdastjóri Sif Cosme-
tics, segir grunninn að velgengni húðdropanna
hér heima og erlendis byggja á gæðum þeirra
og virkni sem spyrjist hratt út. „Samkeppnin er
hins vegar gríðarlega hörð á þessum markaði og
því ekki sjálfgefið að fólk trúi
okkur endilega frekar en öðr-
um þegar við tölum um vísindi
og einstaka virkni.“
Hann segir góða ímynd Ís-
lands því vega þungt auk þess
sem droparnir séu sprottnir
upp úr líftæknirannsóknum.
„Við höfum gætt okkur á því
að láta virkni Húðdropanna
tala sínu máli og ekki reyna að
keppa beint við stóru snyrti-
vörufyrirtækin sem fyrst og
fremst nota auglýsingar til að
markaðssetja sínar vörur.“
Sif Cosmetics, er dótturfyrir-
tæki ORF Líftækni hf., og var
stofnað árið 2009. Björn segir
húðvörur fyrirtækisins þær
einu á markaði á Íslandi sem innihalda frumu-
vaka sem eru náttúrulegir húðinni og stuðla að
endurnýjun hennar. Frumuvakarnir eru fram-
leiddir í samstarfi við ORF Líftækni hf. sem hef-
ur þróað einstakar framleiðsluaðferðir, byggðar
á íslensku hugviti, þar sem byggfræ er notað
sem smiðja til að framleiða frumuvakana.
„Byggið sem frumuvakarnir eru unnir úr er
ræktað í Grænu smiðjunni okkar í Grindavík,“
segir Eiríkur Sigurðsson hjá Sif Cosmetics.
„Sala Húðdropanna hófst erlendis fyrir aðeins
tæpum tveimur árum, undir
vörumerkinu BIOEFFECT.
Þeir eru nú seldir í mörgum
virtustu snyrtivöruverslunum
Evrópu, meðal annars í Sel-
fridges og Harvey Nichols
í London, La Rinascente í
Mílanó og Colette í París og
í á annað hundrað verslunum
um alla Evrópu. Í Colette,
einni frægustu lífsstílsverslun
Parísar, eru Húðdroparnir
mest selda snyrtivaran frá upp-
hafi, enda segir Lisa Libreton,
yfirmaður snyrtivörudeildar
Colette, að nánast 100% við-
skiptavina hennar sjái greini-
legan mun á húðinni eftir
notkun þeirra.“
Sif CoSmetiCS Húðdroparnir fljúga HÁtt
Mest selda snyrtivaran hjá
evrópskum flugfélögum
Íslensku EGF Húðdroparnir frá Sif Cosmetics eru mest selda snyrtivaran um borð í flugvélum Lufthansa, Air France og Swiss og
í öðru sæti hjá British Airways en á þeim bænum eru droparnir, sem unnir eru úr byggi í Grindavík, sagðir eitt besta dæmið um
velheppnaða markaðssetningu um borð í vélum félagsins.
Okkur fannst vanta svolítið upp
á að hægt væri að nálgast flottan
fatnað á viðráðanlegu verði. Svo
það var ákveðinn útgangspunktur.“
Athygli vekur að fyrirsæturnar
sem strákarnir notast við í kynn-
ingarskyni eru ekki mjög hefð-
bundnar. „Það hefur alltaf verið
hluti af okkar nálgun, að reyna að
gera hlutina á annan hátt en tíðkast
svo við fengum vistmenn af hjúkr-
unarheimilinu Mörk til liðs við
okkur. Manneskjan er svo falleg í
margbreytileikanum og það lang-
aði okkur að fanga.“ Bolirnir segir
Kolbeinn að ættu að henta öllum og
þá er hægt að nálgast í Útúrdúr á
Hverfisgötu, Morrow í Kringlunni
eða í gegnum atlibender.tumblr.
com þar sem hægt er að skoða úr-
valið.
Björn Örvar er í harðri samkeppni við þekktustu
snyrtivöruframleiðendur heims um borð í vélum
evrópskra flugfélaga.
EGF Húðdroparnir hafa slegið
í gegn í háloftunum.
www.hjahrafnhildi.is S. 581 2141
Jólagjöfin
hennar
Skoðið úrvalið á
facebook!
Mikið úrval
af kjólum og
kjólabolum
St. 40-58
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Fylgstu með jólasveinadagatali
Belladonna á Facebook
s.512 1733 - s.512 7733
Kringlan - Smáralind
www.ntc.is | erum á
Hælaskór m/platform
10.995.-
Fylltir ökklaskór
8.995.-
Ökklaskór m/glimmer
9.995.-
Hælaskór
5.995.-
Ökklaskór m/rennilás
9.995.-
Ný sending
góð verð
20% afsláttur
af öllum vörum
Jólatilboð