Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 77
Fjallgöngur Toppaðu með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum
Hvannadalshnjúkur í jólapakkann
heilsa 77Helgin 21.-23. desember 2012
Gerðu jólamatinn
enn betri!
Komdu við í Heilsuhúsinu fyrir jólin.
Kryddið, meðlætið, krafturinn og bökunarvörurnar okkar
gera matinn bragðbetri og þér líður vel um jólin.
Lífrænt, glútenlaust og
spelt mjöl í allan bakstur.
Allt í eftirréttinn.
Lífrænt og bragðmikið krydd
í jólamatinn, margar tegundir
sem henta í alla matargerð.
Biona lífræna
meðlætið gerir
jólamáltíðina
enn betri.
Krafturinn
í jólasósuna
og súpur,
lífrænn og
án aukefna.
HeIlsuhúsið
LAUGAVEGI, LÁGMÚLA, KRINGLUNNI, SMÁRATORGI, SELFOSSI OG AKUREYRI
heilsuhusid.is I Facebook: Heilsuhúsið I Sími 530 3800
Jóga við
höfuðverk
Ef þér er illa við að leita á náðir
verkjalyfjanna í hvert skipti sem þú
finnur fyrir höfuðverk, ættir þú að
prófa nokkrar léttar jógaæfingar.
Höfuðverkurinn getur stafað af
streitu og eymslum í vöðvum, baki
eða hálsi. Þessar æfingar eru til
þess að slaka á vöðvunum og opna
fyrir orkuflæði og létta á spenni í
baki og hálsi.
Höfuðverkurinn gæti stafað
af stífleika í hálsi. Prófaðu að
setjast á gólfið í jógastellingu
með beint bak og teygja vandlega
á hálsinum með höndunum til
skiptist. Haltu teygjunni nokkur
andartök og skiptu svo um hlið.
Allir jógaiðkendur þekkja hund-
inn. Þessi staða er öðruvísi út-
færsla þar sem álagið er tekið af
höndum og úlnliðum og þú hvílir
fram á handleggnum sjálfum.
Andaðu djúpt inn í stöðuna og
láttu höfuðið hanga fram á milli
axlanna. Að láta blóðið streyma
fram í höfuðið getur oft verið nóg
til þess að stöðva höfuðverkinn.
Ef þú telur að bakverkur sé
ástæða höfuðverkjarins, er þessi
stelling kjörin til þess að slaka
vel á og teygja á bakinu í leiðinni.
Náðu þér í púða og komdu
honum fyrir undir mjóbakinu.
Færðu rassinn eins þétt upp við
vegginn og þú getur og slakaðu á
útlimunum út til hliðanna. Lokaðu
augunum og vertu meðvituð/
aður um öndun þína. Reyndu að
ná fullkominni slökun, liggðu eins
lengi og þú þarft.
Verkefnið „Toppaðu“ með Ís-
lenskum fjallaleiðsögumönnum
hefst um miðjan janúar og er
átakið nú haldið í sjötta skipti.
Verkefnið er unnið í samstarfi
við 66 gráður norður. Í ár nær
það svo hámarki með ferð á
Hvannadalshnjúk þar sem þátt-
takendur geta valið um tvær
dagsetningar, 25.maí eða 1.
júní til göngunnar. Allt eftir því
hvað hentar hverjum og einum.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn
bjóða upp á gjafabréf sem kjörið
er í jólapakka áhugafólks um
útivist.
Áætlun verkefnisins er í
tveimur þáttum og undirbún-
ingur er mikill en hver sem er
getur tekið þátt. Í fyrri þætt-
inum eru sextán göngur, meðal
annars á Fimmvörðuháls sem
ætlað er að efla kunnáttu, líkam-
legt þol og reynslu áður en hald-
ið er á Hvannadalshnjúk. Í þeim
seinni eru svo fyrirlestrar og
námskeið þar sem þátttakendur
fræðast meðal annars um nær-
ingu, klæðnað, búnað, öryggi og
umhverfislega ábyrgð.
Í fyrra tóku hátt í 100 manns
þátt og voru launin ekki af verri
kantinum, eða þau að standa
á þessum hæsta tindi Íslands.
Ganga um hnjúkinn að vori
þykir hin magnaðasta upplifun
sem seint líður þátttakendum úr
minni. Öræfajökull er einstakt
eldfjall með mikla sögu og í ár
verður skemmtilegt hliðarverk-
efni á döfinni en það er undir-
búningur Everest fara samhliða
gönguátakinu. Stefnt verður að
því að Everestfararnir séu að
toppa á sama tíma og Hnjúkfar-
arnir. Upplýsingar og gjafabréf er
að finna á vef íslenskra fjallaleið-
sögumanna.