Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 86
86 bílar Helgin 21.-23. desember 2012  Skoda FramleiðSla haFin nýrri gerð hinS vinSæla milliStærðarbílS Glæsileg þriðja kynslóð Octavia af færibandinu Kia pro_cee‘d fékk iF hönnunarverðlaunin Kia pro_ceé d, nýjasti bíllinn frá suður-kóreska bílaframleið- andanum, hlaut á dögunum hin eftirsóttu iF hönnunarverð- laun. Það merkilega við þetta er að bíllinn hlýtur verðlaunin áður en hann kemur á markað, að því er fram kemur í til- kynningu Öskju, umboðsaðila Kia. Þar segir enn fremur: „Kia bilar hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir fallega hönnun og frá árinu 2009 hefur bílaframleiðandinn fengið alls 20 hönnunarverðlaun, þar af fimm iF hönnunarverðlaun, sem eru með þeim eftirsóttustu í heimi. Þjóðverjinn Peter Schreyer er yfir- hönnuður Kia og hann á tvímælalaust stærstan heiðurinn af þessari miklu velgengni Kia á hönnunarsviðinu. Schreyer var áður aðalhönnuður VW-samsteypunnar og er m.a. ábyrgur fyrir hönnun bíla eins og nýju Bjöllunnar, Audi A6 og A3 og Audi TT. Ráðning hans virðist hafa skilað sér því Kia hefur sópar að sér hönnunarverðlaunum síðan Þjóðverj- inn snjalli kom yfir í herbúðir suður-kóreska fyrirtækisins. Kia pro cee‘d, sem nú var verðlaunaður, er þriggja dyra bíll með sportlegar línur. Hann kemur á markað næsta vor. Dómnefndin í valinu var skipuð 30 sérfræðing- um úr bílageiranum og lagði mat á þætti eins og hönnun, gæði, útlit, nýjungar, virkni og öryggi.“ Kia pro_cee´d er væntanlegur á markað næsta vor. „Öryggi farþega og ökumanns tryggja meðal annars níu loftpúðar, þar af einn til verndar hnjám öku- manns.“ Erlendir bílasérfræðingar segja að bíll- inn sé meðal laglegustu bíla Volkswa- gen-samsteypunnar. F ramleiðsla er hafin á nýjum Skoda Octavia, þriðju kynslóð, í verksmiðj-um tékkneska bílaframleiðandans í Mlada Boleslav. Verksmiðjan var endurnýj- uð í því hléi sem myndaðist milli framleiðslu þeirrar gerðar sem verið hefur í framleiðslu og hinnar nýju. Myndir hafa borist af hinum vinsæla bíl og óhætt er að segja að ný Oc- tavia sé glæsileg en bíllinn hefur verið með þeim söluhæstu hér á landi. Þar hafa farið saman gæði og gott verð. Nýja Octavian er byggð á sama MQB undirvagni og nýr Volkswagen Golf, sjönda kynslóð, sem kynntur var á bílasýning- unni í París í haust og Hekla hefur auglýst að sé væntanlegur á markað hér á landi. Audi A3 og Seal Leon eru einnig með sama undirvagn en allar þessar bílgerðir tilheyra Volkswagen móðurfélaginu. Langbaksút- færsla Octavia kemur á markaðinn næsta sumar og enn síðar fjórhjóladrifin gerð. Þá hefur framleiðsla kraftaútgáfunnar, RS, einnig verið staðfest. Vélarnar sem í boði verða eru þær sömu og í A3, Golf og Leon, 3 bensínvélar, allt að 178 hestaafla vélar og 2 dísilvélar, allt að 148 hestafla. Bíllinn léttist frá forveranum um allt að 102 kílóum, eftir búnaði. Bíllinn er samt 9 cm lengri og 4,5 cm breiðari en var. Þá er til muna lengra milli hjóla en á fyrri gerð, svo munar 10,8 cm. Skottrými bílsins er 590 lítrar. Helstu mál eru: Lengd 4659 mm, breidd 1844 mm og lengd milli hjóla 2686 mm. Fótapláss er það mesta sem þekk- ist í þessum stærðarflokki bíla, C-flokki, og fylgir hin nýa Octavia þar í kjölfar stóra bróður, Skoda Suberb, en þar er fótarými hið mesta í þeim stærðaflokki bíla, D-flokki. Í umsögn erlendra bílasérfræðinga kemur fram að hinn nýi Skoda Octavia sé meðal laglegustu bíla Volkswagen-samsteypunnar. Skodaverksmiðjurnar í Tékklandi binda miklar vonir við sölu þessa bíls enda búist við að hann verði ein helsta uppistaðan í sölu verksmiðjanna. Þar á bæ ætla menn að sala Skoda verði komin í 1,5 milljón bíla á ári árið 2018. Alls hafa verksmiðjurnar framleitt 3,7 milljónir Octavia frá því að framleiðsla þessarar fornfrægu gerðar Skoda hófst að nýju árið 1996. Innra rými er í senn glæsilegt og nútíma- legt og öryggi farþega og ökumanns tryggja meðal annars níu loftpúðar, þar af einn til verndar hnjám ökumanns. Flottur að framan. Hinn nýi Skoda Octavia er meðal annarra bíla Volkswagen-sam- steypunnar, byggður á sama undirvagni og nýr Volkswagen Golf sem kynntur var í haust og er væntanlegur á íslenskan markað innan skamms. Skoda Octavia, árgerð 2013, er meðal laglegustu bíla í Volkswagen-fjölskyldunni allri, þ.e. VW, Skoda, Seat og Audi. Nútímaleg innrétting. Bíllinn er meðal annars búinn níu loftpúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.