Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1929, Side 41

Læknablaðið - 01.07.1929, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 127 Úr heilbrigðisskýrslum Svía 1928. Soc.-Medic. Tidskrift, apr. '29. Heilsufar þjótSarinnar taliÖ yfirleitt í franiför. Hreinlæti ábótavant, eink- um hjá eldri kynslóÖinni. VíÖa bagaleg vöntun á baÖhúsum og tannlækn- ingum. Yfirleitt frámunaleg fákunnátta um kynsjúkdóma. Svíar eignuð- ust nýveriÖ lög um varnir gegn kynsjúkd., og varð þá í fyrstu vart, að úr þessum kvillum drægi. En þetta stóð ekki lengi, og eru kynsjúkdómar nú að aukast á ný. Dansinum er m. a. kent um. — Kaffiþamb er víða mjög mikið. Einkum fær kvenfólkiÖ orÖ í eyra, enda víða talið áhugalítið og fákunnandi um það, sem aÖ matargerð lýtur. Injection treatment of varicose veins. The Lancet dec. 1928. Rit- stj.grein. Dæling í æöahnúta er í þann veginn aö útrýma fyrri tíma skurðaðgerð- um. þótt reyndar sé ekki unt ennþá að segja um, hve varanlegur bati fæst með þessari nýtísku lækning. Nýlega hafa amerískir læknar tekið saman það, sem birst hefir í læknaritum um dælingar-aðferðina, og er um 53 þús. sjúkl. að ræða. Áhættan er auðvitað nokkur og dóu 7 sjúkl. af umræddri tölu. Orsökin sú, að notuð voru koagulerandi efni, eða asept- ik ekki i fullkomnu lagi. Af 7 sjúkl. dóu 4 úr æðakökk í art. pulmonalis, en hinir úr thrombo-phlebitis septica, eða kvikasilfurseitrun. Dánartölur eru æði miklu hærri með fyrri aðferðinni. Sepsis 0g suppuration ætti að mega komast hjá, með nægilegri aðgæslu. Ekki hefir orðið vart throm- bosis í djúpum æðum. Dælingar-aðferðin stendur vitanlega til bóta, og er vcn um að framvegis megi lækna flestalla sjúkl. með æðahnúta. G. Cl. F r é 11 ir. Embætti. K r i s t j ári S v e i n s s o 11 hefur verið skipaður héraðs- læknir í Dalahéraði. Laus embætti. Reykjarfjarðarhérað hefur verið auglýst laust til umsóknar og var umsóknarfrestur til 1. ágúst, en þá var engin um- sókn kornin um héraöið. Embættispróf í læknisfræði við háskólann var ekki lokið fyr en kom- ið var fram í júlímánuð vegna þess hve erfiðlega gekk að útvega verkefni til prófs í handlæknisaðgerð. Þessir kandidatar luku prófi: Bragi Ólafsson, Ófeigssonar, kaupmanns í Keflavík með II. betri eink. 153% stigum, Jón Nikulásson, Guðmundssonar, bónda frá Hrafnabjörgum í Norðurmúlasýslu með I. eink. 164^ stig, Karl Jónasson Jónssonar bónda í Sólheimatungu, með II. beri einkuun 135Á stig, Ólafur Einarss.on, Guðmundssonar, bónda á Sval- barði í Dalasýslu, með I. eink. 173*4 stig, Sigurður Sigurðls- s o n, Sigurðssonar, bónda á Húmsstöðum í Húnavatnssýslu með I. eink. 197Á st. og Þórðulr Þórðarson, Jónssonar, kennara í Reykja- vik með I. eink. 1593^ stig.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.