Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1956, Síða 22

Læknablaðið - 01.10.1956, Síða 22
96 LÆKNABLAÐIÐ IVwBikm' orð um LITBLIXDU og LIT< aillMMIMtÓIAMIt (2jlir Cjuhnund iCj i/ornSion Síðastliðin 3 ár hefur dr. med. Jóhannes Björnsson prófað lit- sjón meðal drengja í öllum 12 ára bekkjum Laugarnesskólans í Reykjavík. Þeir drengir, sem reyndust vera með afbrigðilega litskynjun, voru sendir til mín til nánari athugunar á litsjón- inni og einnig til samanburðar á litprófunartöflum, er við nob- um. Þess skal getið, að niður- stöðum okkar bar alltaf saman. Við notum báðir American Optical Company Pseudo-Iso- chromatic litprófunartöflur, en ekki sömu útgáfurnar og að nokkru frábrugðnar. Töflur þessar eru samsettar og endur- bættar úr Ishihara- og Stilling- litprófunartöflum. Þær eru við- urkenndar af ameríska augn- læknafélaginu og mikið notaðar við hóprannsóknir á litblindu. Eingöngu hefur verið prófað fyrir rauð-grænblindu, sem er langalgengust og sú litskynjun- artruflun, er hefur hagnýta þýðingu að vita um. Blá-gul- blinda og algjör litblinda (achromatopsia totalis) eru af- ar sjaldgæfar. 'Af 287 drengjum, sem skoð- aðir voru, reyndust 18 með af- brigðilega rauð-græna li'tskynj- un eða um 6,27% (samanber töflu 1). Tafla 1 Ófullkomin litskynjun meðal 12 ára drengja í Laugarnesskól- anum í Reykjavík. Skólaár Sk.alls Ófullk. | gr.-rlitsk| % 1953-54 66 4 I 6,06 1954-55 107 7 | 6,54 1955-56 114 7 1 6,14 287 A8 | 6,27 Til samanburðar má geta þess, að tíðni rauð-grænlit- blindu og litskynjunarveilu er talin meðal Norðurálfubúa vera frá 4-8% meðal karla og 0,4% meðal kvenna. (1) Meðal Aust- urlandabúa virðist vera um svipaða litblindutíðni að ræða. Við litblinduprófun, sem gerð var á stúdentum í Filipseyja- háskóla, reyndust um 4,3% karla og 0,3% kvenna hafa ó- fullkomna rauð-græna litskynj- un. Prófað var með Ishihara- töflum. (2) Aðeins þrír þeirra drengja, sem við Jóhannes skoðuðum reyndust algjörlega blindir á grænt og rautt. Þekktu þeir ekki í sundur hrein rauð og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.