Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 23

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 23
LÆIvNABLAÐIÐ 97 græn ljós, en aftur á móti þekktu þeir auðveldlega gulan og bláan lit. Allir hinir höfðu ófullkomna rauð-græna lit- skynjun (litskynjunarveilu) á mismunandi stigi. Rugluðust þeir á daufum rauðum og græn- um litum, en þekktu skær hrein- i'auð og hreingræn ljós. Rauð- græn litskynjun þeirra virtist vera meira eða minna háð birtu- magni, og greindu þeir þessa liti á litblænum. Flestir drengj- anna vissu ekki, að þeir höfðu gallaða litsjón. Aðra meiri hátt- ar sjóngalla höfðu þessir dreng- ir ekki. Eins og kunnugt er, er lit- blinda meðfæddur ágalli, sem erfist kynbundið og kemur miklu oftar fram á körlum en konum. Það má hugsa sér, að í X-litningi mannsins sé arfberi (gen), sem gæti haft í för með sér litblindu, og er þessi eigin- leiki víkjandi. Litblinda kemur því ekki fram, ef heilbrigður X-litningur kemur á móti þeim gallaða. Þar af leiðir, að karlar eru oftar litblindir en konur. Litblindur maður eignast ekki litblinda sonu, ef barnsmóðirin hefur ekki litblindu arfbera (í X-litningi), en dæturnar hafa dulinn eiginleika, þ.e..a.s. þær hafa litblindu arfbera í öðrum X-litningi. Aftur á móti getur Htblindan komið fram á helm- ingnum af dóttursonunum, þar eð þeir fá X-litning með lit- blinduarfbei'a frá móður- inni. Kona getur því aðeins orð- ið litblind, að móðirin hafi arf- bera að litblindu í öðrum X- litningum og að faðirinn sé lit- blindur eða að bæði foreldri séu litblind. (3,4) 'í nútíma þjóðfélagi, þar sem fullkominnar litskynjunar er krafizt í æ ríkara mæli við ým- iskonar störf, er nauðsynlegt fyrir unglinga að vita sem fyrst, helzt áður en þeir velja ævi- starf, hvort litskynjun þeirra er að nokkru áfá'fct. Tel ég því skynsamlegt, að litblinduprófa alla drengi, áður en þeir út- skrifast úr barnaskóla. Sé þá skýrt fyrir þeim, sem reynast vera með ófullkomna litsjón, hvaða störf væri óheppilegt fyr- ir þá að stunda og foreldrum eða forráðamönnum þeirra enn- fremur gert aðvart. Heppilegast væri að prófa drengina í 12 ára bekkjum, þar sem þeir hafa þá náð nægilegum þroska og hæg’t er að reiða sig á svör þeirra við litprófunina. Af á- stæðum, sem að framan greinir, er einungis nauðsynlegt að prófa fyrir rauð-grænblindu. Stundum getur það valdið miklum vonbrigðum og óþæg- indum fyrir drengi um tvítugs- aldur, sem hafa ætlað sér í stýrimanna- eða flugskóla, að vera vísað frá vegna ófullkom- innar litskynjunar. Beti'a hefði verið, að þeir hefðu vitað um þennan sjóngalla, er þeir voru 12 ára að aldri og snúið sér þá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.