Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 37

Læknablaðið - 01.10.1956, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 111 Hérumbil 15,000 sin'num var ABO flokkun prófuð með end- urflokkun án þess að nokkur villa fyndist. Meðal hinna 15,000 voru 6 rangar, þar af 2 vegna raka, en það var áður en rakaþéttar umbúðir voru upp teknar. Maður nokkur gerði 2 athuganir með aðferð 2 og taldi 0,Rh jákvæðari og A,Rh-jákvæðan mann báða 0,Rh-neikvæða. Hann hafði hrært stöðugt í hverjum reit í 5-7 mínútur. Þegar betur var að gáð kom í ljós að kekkina má skemma með því að hræra svo ákaflega. Ennfremur skeði það, að 2 byrjendur fluttu efni úr anti-D reit í anti-B reit. Varð það til þess að 2 0,Rh- jákvæðir menri töldust B,Rh- jákvæðir. Aukaleg CDE flokkun á spjöldum: Smám saman hefur fengizt vissa fyrir því að hver sá, sem ekki hefur Rh einkennið D er Rh neikvæður sem recipient, en aðeins þeir, sem ekki hafa Rh einkennin C og E teljast einnig Rh neikvæðir sem donorar. Upp á síðkastið hafa blóðbank- ar bæjarspítalanna í Kaup- mannahöfn notað sérstök spjöld til þess að gera viðbótar CDE flokkun á þeim blóðgjöfum, sem ‘taldir voru Rh neikvæðir með tilliti til þess að fá blóð eftir niðurstöðum fyrri rannsókna rneð anti D efni. CDE spjöldin eru notuð al- veg eins og ABO og Rh flokk- unar spjöldin. Sökum þess að anti E móh efnið er veikara en hin, er nið- urstaðan lesin þar af 2 mín. síðar, eftir að spjaldinu hefur verið ruggað þeim mun lengur. Meðal 1179 blóðgjafa, sem voru Rh neikvæðir með tilliti til þess að fá blóð, voru 110 Rh já- kvæðir með tilliti til þess að gefa blóð (64 vegna C og 46 vegna E eiginleika). Aihugasemdir: Blóðflokkun, sem gerð er með þurrefnum, sem leyst eru upp um leið og hún er framkvæmd, byggist á því • að fyllstu ná- kvæmni sé gætt þegar hún fer fram. Þegar samtímis er gerð ABO og Rh flokkun á spjöldum ber að leggja áherzlu á ná- kvæmni í eftirtöldum atriðum: 1. Eirium dropa af vökva skal dreypt í hvern reit með dropateljara, sem haldið skal í réttum skorðum (lóðrétt við aðferð 1 og með 45° halla við aðferð 2) 2. öll efni verða að vera upp- leyst og skal dreyfa blóði og efnablöndu þannig að hver reit- ur sé að fullu þakinn. i 3. Hræristautinn skal vand- lega hreinsa eftir hverja hræru. Það hefur sannazt að þessar nauðsynlegu reglur, sem leggja skal áherzlu á við byrjendur hafa verið haldnar af rannsak- endum, sem gert hafa fleiri en

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.