Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 20132
Fréttir
Bændadagar í
borginni
Bænda samtök Í s lands
bjóða bændum í heimsókn í
Bændahöllina dagana 15. og
29. nóvember. Hótel Saga aug-
lýsir sértilboð á gistingu, mat og
drykk fyrir bændur auk þess sem
Borgarleikhúsið veitir veglegan
afslátt fyrir þá sem vilja fara á
leiksýningu yfir helgina.
Tilgang-
urinn er
að kynna
s t a r f s e m i
B æ n d a -
samtakanna
og eiga
samtal við bændur um starfið í
Bændahöllinni og landbúnaðar-
mál almennt. Sindri Sigurgeirsson
formaður og starfsmenn BÍ munu
taka vel á móti bændum báða
föstudagana sem um ræðir en dag-
skráin hefst kl. 14.00 og stendur
til kl. 17.00. Eftir heimsóknina er
tilvalið fyrir bændur að eiga góða
stund á hótelinu en jólahlaðborðið
verður á sínum stað fyrir þá sem
það kjósa.
Viðburðirnir eru nánar auglýstir
á bls. 39 í blaðinu en nauðsynlegt
er að skrá sig með góðum fyrir-
vara hjá Hótel Sögu í síma 525-
9921. Nánari upplýsingar um til-
boðin er jafnframt að finna á vef
Bændasamtakanna, bondi.is. /TB
Í menntamálaráðuneytinu
er unnið að hugmyndum um
sameiningu Landbúnaðarháskóla
Íslands og Háskóla Íslands. Þetta
hefur Bændablaðið eftir öruggum
heimildum innan úr ráðuneytinu.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki samband við Illuga
Gunnarsson menntamálaráðherra
né Ágúst Sigurðsson, rektor
Landbúnaðarháskólans.
Haraldur Benediktsson, alþingis-
maður og fyrrverandi for maður
Bænda samtaka Íslands, segir að það
hafi komið fram hjá menntamála-
ráðherra að menn séu að velta fyrir
sér að sameina háskóla til að ná fram
sterkari stofnunum og betri nýtingu
fjármuna. Þar mun sameining
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri (LbhÍ) og Háskóla
Íslands vera sterklega inn í myndinni.
Haraldur segir að vissulega sé vert
að ræða þessi atriði en málið sé þó
ekki svo einfalt hvað varðar LbhÍ.
Á Búnaðarþingi 2013 var
samþykkt ályktun þar sem tiltekið var
að standa þyrfti vörð um sjálfstæði
landbúnaðarháskólanna. Ástæða
væri til að óttast að ef yfirstjórn
þeirra flyttist til Reykjavíkur myndi
fljótlega fjara undan skólum á
landsbyggðinni. Tryggja þyrfti
sjálfstæði og rekstrargrundvöll
Landbúnaðarháskóla Íslands og
Háskólans á Hólum.
Engu að síður hefur Bændablaðið
heimildir fyrir því að mikill þungi
sé nú í vinnu við sameiningu
há skólanna tveggja.
Í sumar viðraði Ágúst Sigurðs son
þá skoðun sína að miklir möguleikar
væru í því að starfa nánar með
Háskóla Íslands og jafnvel að sameina
skólana, með það að markmiði að
styrkja faglega starfsemi. Á svipuðum
tíma talaði Illugi Gunnarsson mjög
skýrt um að sameining háskóla væri
í undirbúningi í ráðuneytinu, þó að
ekki væru tilgreindir sérstakir skólar
í þeim efnum.
Umræða af þessu tagi er ekki ný af
nálinni, en í tíð síðustu ríkisstjórnar
skoðaði Katrín Jakobsdóttir,
þáverandi menntamálaráðherra, að
sameina umrædda skóla. Samkvæmt
heimildum Bændablaðsins er þó enn
meiri þungi í umræðunni nú.
Samræmist ekki markmiðum
stjórnarsáttmála
„Landbúnaðurinn og Landbúnaðar-
háskólinn eru í raun eitt og hið
sama,“ segir Haraldur Benediktsson.
„Ef hugmyndin er að renna LbhÍ
inn í Háskóla Íslands erum við að
taka þessa stoðstofnun frá íslenskum
landbúnaði. Staðreyndin er að
Háskóli Íslands er ekki með nokkrum
hætti tengdur atvinnulífinu eins og
Landbúnaðarháskólinn hefur verið
og þarf að vera fyrir landbúnaðinn.
Þá blasir það við að við sameiningu
þessara skóla verður ekki fyrir
hendi þessi stoðþáttur við íslenskan
landbúnað. Það samrýmist í mínum
huga ekki þeim markmiðum sem
fram koma í stjórnarsáttmálanum
um sókn í matvælaframleiðslu.
Ég vil að sönnu að við tökum
umræðuna um háskólana. Ég þekki
vel umræðuna um Landbúnaðar-
háskólann og hvernig fyrri stjórn-
völd drógu lappirnar við að taka þar
ákvarðanir sem stjórnvöld skólans
lögðu til, svo koma mætti honum
fyrir vind með þeim fjárveitingum
sem honum voru ætlaðar. Ég vakti
athygli á því í síðustu setningar-
ræðu minni á Búnaðarþingi
hvað mér fannst miður fara í
samanburðinum á fjárframlögum til
Landbúnaðarháskólans og annarra
háskóla.“
– Kemur þó til greina að þínu
mati að sameina Háskólann á Hólum
og LbhÍ?
„Mér finnst allt koma til greina
sem eflt getur skólann og styrkir
hann sem atvinnuvegaskóla og til
að sinna öðrum þeim verkefnum
sem gagnast á því fræðasviði. Við
þurfum að ræða alla þessa hluti en
ég er ekki spenntur fyrir sameiningu
LbhÍ og Háskóla Íslands. Það teldi ég
vera sísta kostinn. Ég loka þó ekki á
neinar hugmyndir um eflingu þessa
starfs og ef það eru sóknarfæri í
öðrum breytingum er ég tilbúinn að
ræða þær.
Ég ítreka að það verður að klára
sameiningu Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins (RALA), Landbún-
aðar háskólans á Hvanneyri og
Garðyrkjuskóla ríkisins sem leiddi
til stofnunar LbhÍ árið 2005 þó að
hún sé óþægileg. Menn hafa ýtt þessu
máli á undan sér í allt of langan tíma.
Þannig hafa menn búið til vandamál
skólans um hallarekstur sem ekki
hefði þurft að vera ef menn hefðu
tekið undir hugmyndir stjórnenda
skólans á sínum tíma.
Þetta sinnuleysi má ekki verða til
þess að nú verði rekunum kastað yfir
sjálfstæði Landbúnaðarháskólans.“
/fr/Hkr.
Hugmyndir uppi um að sameina Landbúnaðarháskóla Íslands við Háskóla Íslands:
„Það teldi ég vera sísta kostinn“
– segir Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands Matvælastofnun hefur ráðið sex
búfjáreftirlitsmenn til starfa frá
komandi áramótum og munu þeir
sinna störfum í hverju hinna sex
umdæma stofnunarinnar. Um ný
störf er að ræða sem verða til vegna
yfirfærslu á málaflokki dýra-
velferðar til Matvælastofnunar. Sú
yfirfærsla á sér stoð í nýjum lögum
um velferð dýra annars vegar og
laga um búfjárhald hins vegar en
þau lög voru samþykkt fyrr á þessu
ári og taka gildi 1. janúar 2014.
Búfjáreftirlitsmenn munu heyra
undir embætti héraðsdýralækna
í hverju umdæmi fyrir sig.
Fram til þessa hefur búfjáreftirlit
verið á forræði sveitarfélaga, sem
og forðagæsla. Hvoru tveggja mun
flytjast á hendi Matvælastofnunar.
Helstu verkefni búfjáreftirlitsmanna
munu felast í eftirliti með dýrahaldi,
bæði húsdýra sem og gæludýra.
Tekur það til þátta eins og fóðrunar,
merkinga og aðbúnaðar ásamt öðru.
Þá munu búfjáreftirlitsmenn hafa
eftirlit með dýravelferð, taka við
tilkynningum um illa meðferð dýra
og úrvinnslu þeirra. Einnig munu
búfjáreftirlitsmenn sinna öflun og
úrvinnslu hagtalna ásamt og með
öðrum eftirlitsverkefnum.
Gengið var frá ráðningunum í
þessari viku en 58 einstaklingar sóttu
um störfin sex. Eftirtaldir voru ráðnir
í störfin.
Í Suðurumdæmi, með aðsetur á
Selfossi: Óðinn Örn Jóhannsson,
BSc. í búvísindum.
Í Suðvesturumdæmi, með aðsetur
í Reykjavík: Antonía Hermanns-
dóttir, BSc. í búvísindum.
Í Vesturumdæmi, með aðsetur í
Borgarnesi: Guðlaugur Antonsson,
BSc. í búvísindum.
Í Norðvesturumdæmi, með
aðsetur á Sauðárkróki: Einar Kári
Magnússon, BSc. í búvísindum.
Í Norðausturumdæmi, með að-
setur á Akureyri: Sigtryggur Veigar
Herbertsson, BSc. í bú vísindum og
MSc. í atferlis- og aðbúnaðar fræðum
Í Austurumdæmi, með aðsetur
á Egilsstöðum: Ásdís Helga
Bjarnadóttir, BSc. í búvísindum og
MSc./Cand. Agric. Gröntmiljö- og
hagebruksvidenskap. /fr
Frá því var greint í Bændablaðinu
hinn 3. október síðastliðinn
að notkun sveppamassa sem
áburðargjafa í lífrænt vottuðum
landbúnaði væri á undanþágu til
næsta ræktunartímabils.
Sveppamassinn, stundum kallaður
rotmassi, er sá jarðvegur sem
Flúðasveppir spretta úr. Í sveppamassa
er meðal annars notaður hænsna skítur
úr hefðbundinni hænsna rækt og það
er ástæða bannsins.
Rótin að umfjöllun Bænda blaðsins
um þetta mál er grein sem birtist í
blaðinu 4. júlí síðastliðinn, með
fyrirsögninni Sveppamassi bannaður
frá og með 1. júlí 2013. Hana skrifaði
Christina Stadler, kennari við
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tilgangur verkefnisins var einmitt
að kanna hvaða áburður gæti komið í
staðinn fyrir sveppamassann í lífrænni
ræktun. Þar kemur fram að það sé lítil
sem engin lífræn ræktun hænsnfugla
og því falli lítið til af vottuðum slíkum
skít sem gæti hentað í lífrænt vottaðan
eða viðurkenndan sveppamassa.
Niðurstaða verkefnisins er að molta
úr búfjáráburði er talin vera jafngóð
sveppamassanum og fiskimjöl enn
betra.
Óraunhæft að finna áburð fyrir
næsta ræktunartímabil
En hvernig er staða mála hjá þeim
bændum sem framleiða lífrænt vott-
aðar búvörur? „Við í félaginu erum
búin að ræða þetta aðeins okkar
á milli en erum ekki búin að taka
formlega afstöðu,“ segir Þórður
Halldórsson, Akri í Laugarási, for-
maður Félags framleiðenda í líf-
rænum búskap.
„Bannið á sveppamassanum hefur
hangið yfir okkur í talsverðan tíma,
en það sem hefur komið i veg fyrir að
það hafi verið hægt að taka skrefið og
hætta notkun á sveppamassanum er
einfaldlega skortur á öðrum góðum
áburði. Það hefur ekki orðið fjölgun
meðal bænda í lífrænni búfjárrækt
og því er langt frá því að vera nægt
framboð af vottuðu eða viðurkenndu
hráefni fyrir okkur sem erum til að
mynda að framleiða grænmeti og
krydd.
Þeir bændur sem eru í búfjárrækt
nota það sem gengur af úr sínum
búskap til eigin nota og eru ekki
aflögufærir. Eftir því sem ég heyri
dugar það ekki einu sinni fyrir þá
sjálfa. Þetta er því vandamál sem
ekki verður leyst í snatri – og ég held
að það sé óraunhæft að ætlast til þess
að bændur verði búnir að því fyrir
næsta ræktunartímabil.
Við veltum því líka fyrir okkur á
hvaða forsendum verið sé að banna
sveppamassann, því ef það er vegna
óviðunandi aðstæðna í húsum og
fóðrun í alifuglaræktuninni ná þær
einnig til annarra greina innan
hefðbundinnar búfjárræktar. Fóður
af svipuðum meiði er til að mynda
notað í nautgriparækt, svínarækt og
jafnvel sauðfjárrækt líka. Það er því
vandamál líka að búfjáráburður úr
hefðbundinni búfjárrækt hefur ekki
verið metinn með þessum hætti hjá
Vottunarstofunni Túni; það er hvort
hann sé hæfur sem áburður hjá okkur
í lífrænt vottuðum búskap.“
Ekki aðgengi að neinu
í svipuðum gæðaflokki
Að sögn Þórðar hefur sveppamassinn
verið undirstöðu áburðargjafi, í það
minnsta meðal bænda á Suðurlandi
þar sem aðgengi er gott að honum.
„Sveppamassinn er afburðagóður
áburður og við höfum ekki aðgengi að
neinu sem er í svipuðum gæðaflokki. Í
verkefni Landbúnaðarháskólans kom
fiskimjöl vel út, en það er ljóst að það
getur aldrei orðið að grunnáburðar-
gjafi hjá okkur. Við notum bæði fiski-
og þörungamjöl en einungis sem við-
bótaráburð. Fiskimjölið notum við til
að mynda á ræktunartímabilinu, til
móts við sveppamassann, til að koma
plöntunum vel af stað. Það gengur
hins vegar ekki að rækta jarðveginn
með fiskimjölinu sem grunnáburði.
Þar fyrir utan höfum við reynslusögur
af því að mikil notkun á fiskimjöli hafi
haft neikvæð áhrif á bragðið og svo
hitt, sem er kannski enn verra, að þeir
sem eru með fiskofnæmi (prótínof-
næmi) hafi fundið fyrir einkennum í
gegnum grænmetið.
Þar sem þessi krafa hefur hangið
yfir okkur höfum við verið að skoða
möguleika á því að finna áburð sem
gæti leyst sveppamassann af hólmi.
Við höfum nokkrir sunnlenskir bænd-
ur verið með verkefni í gangi síðan í
vor, með stuðningi frá Vaxtarsamningi
Suðurlands, þar sem við reynum að
finna út úr því hvaðan við getum
fengið hráefni og hvort við getum
farið í sambærilega framleiðslu. Það
gengur hins vegar hægt.“
Eins og fyrr segir hefur
Vottunarstofan Tún gert kröfu um
að lífrænt vottuð framleiðsla hætti
notkun á sveppamassanum fyrir
næsta ræktunartímabil. En hvernig er
ræktunartímabilunum skipt upp? „Það
eru hin árlegu skipti; hefðbundið
tímabil er frá vori að hausti en
þar sem komin er heilsársræktun
fara sáðskiptin fram á sumartíma.
Þá er gert hlé í fjórar til sex vikur
á meðan gengið er frá, þrifið og
nýtt ræktunartímabil undirbúið.
Hjá mér hagar því reyndar þannig
til að ræktunartímabil er nýhafið
– og það er líklega einstakt meðal
lífrænna ræktenda. Þannig að þetta
er misjafnt eftir framleiðendum,“
útskýrir Þórður.
Að óbreyttu leggst lífrænt vottuð
grænmetisframleiðsla af
„Það sem blasir við að gerist, ef
við fáum ekki áfram svigrúm, er
einfaldlega að við missum vottunina.
Þróunin í lífrænni ræktun hér á Íslandi
er svo einstaklega hæg að það verður
ekki hjá því komið að taka mið af því.
Næst á dagskrá hjá okkur sem erum
í framleiðslu á vottuðum búvörum
er því að sækja um áframhaldandi
undanþágu. Félagið mun svo taka
þetta fyrir og væntanlega óska eftir
samráði við Vottunarstofuna að lausn
á þessu máli.“ /smh
Framleiðendur í lífrænt vottuðum búskap uggandi:
Við blasir að við missum vottunina
– ef ekki fæst áfram svigrúm til að nota sveppamassann sem áburðargjafa
Þórður Halldórsson, Akri.
Búfjáreftirlit:
58 sóttu um
6 stöður
Hænsnabúið á Sólheimum. Eitt af fáum sem eru lífrænt vottuð. Myndir / smh