Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Lesendabás Vettlingaprjón er handavinnubók með 64 uppskriftum að vettlingum á kríli, krakka, konur og karla. Hér eru einfaldar og skýrar uppskriftir sem og gagnlegar leiðbeiningar, góð ráð og örstutt kennsla í því prjóni og hekli sem notað er í uppskriftunum. Þ e t t a e r þriðja hannyrða- bók Guðrúnar S. Magnús dóttur, sem áður hefur gefið út Sokkaprjón (2011) og Húfuprjón (2012) sem báðar njóta mikilla vinsælda. Sem fyrr er bókin fallegt fjölskylduverkefni því sonur Guðrúnar tekur ljósmyndirnar og dóttir hennar sér um umbrotið. Bækur Undanfarnar vikur hafa borist fréttir af misjafnri korn uppskeru og foktjóni á ökrum bænda. Úrkomusömu, sólarlitlu og stuttu sumri er kennt um hægari þroska kornsins í sumar miðað við síðustu ár. Kornrækt krefst ákveðinnar hitasummu, þ.e. hitastigs sinnum lengd vaxtartímabils, svo að ræktunin takist vel. Ljóst er að hækka má hitastig á ökrum og jafnvel heilu svæðunum með trjábeltum. Þetta eru ekki ný fræði en í fréttaflutningi virðast rannsóknir Klemensar Kristjánssonar tilraunastjóra á Sámsstöðum í Fljótshlíð sem hann gerði í kringum miðja 20. öldina hafa gleymst og er því ástæða til að rifja þær upp. Í stuttu máli varð uppskera úr 7 ára tilraunum Klemensar meiri í skjóli trjáa samanborið við bersvæði: að jafnaði varð 24% meiri uppskera af sexraða byggi, 36% meiri af höfrum og 41% meiri af vorhveiti. Mestur varð munurinn í köldum sumrum, allt að helmingsmunur á uppskeru, en öll tilraunaárin varð meiri þroski í skjóli en á bersvæði. Tilraunir Klemensar voru vandaðar og stóðust allar gæðakröfur vísindanna. Niðurstöðurnar eru fullkomlega gjaldgengar enn í dag. Þess ber að geta að tilraunirnar voru gerðar á tímabili sem loftslag var hagstætt kornrækt um miðja 20. öldina. Í aldarbyrjun tók Ingvar Björnsson ráðunautur saman upplýsingar um kosti og galla við hagnýtingu skjólbelta í landbúnaði. Þar segir Ingvar um kornrækt: ,,Ljóst er að skjól getur skipt sköpum fyrir kornrækt á Íslandi í köldum eða þurrum árum. Í ljósi þeirra niðurstaðna ætti ræktun skjólbelta að verða liður í framtíðarskipulagningu þeirrar ræktunar hér á landi ef tryggja á árvissari uppskeru og minni sveiflur milli ára.“ Ljóst er að bændur eru sumir hverjir landsárir og vilja ekki láta gott ræktarland undir skjólbeltaræktun. Rannsóknir erlendar og innlendar sýna þó að meiri ávinningur er af því að rækta skjólbelti jafnvel á góðu ræktunarlandi. Uppskeruaukningin vegur upp tapið á flatarmáli ræktunar- landsins. Líklegt er enn fremur að akrar sem umluktir eru skjólbeltum standist betur illviðri. Landshluta verkefnin í skógrækt hafa veitt styrki til skjólbelta ræktunar í tæpa tvo áratugi. Hafa skjólbelti sprottið upp víða um sveitir og árangur yfirleitt verið góður, en svo virðist sem bæta megi verulega í, sér í lagi í kringum kornakra. Það vekur nokkra undrun hversu lítið kornbændur hafi notfært sér rannsóknaniðurstöður Klemensar og fleiri aðila sem og möguleikana á styrkjum til skjólbelta ræktar, enda miklir hagsmunir í húfi að korn nái nægilegum þroska, sér í lagi í köldum árum. Ingvar Björnsson, 2000. Um hagnýtingu skjólbelta í landbúnaði. http://saga. bondi.is/wpp/almhand.nsf/ id/CBABD86098FE7920002 569BA004165C6 Sjá Klemenz Kr. Kristjánsson, 1976. Áhrif skógarskjóls á kornþunga. Skógræktarritið 1976, bls. 23-26. http://skog. is/skjol/Rit1976/ Virðingarfyllst, Hreinn Óskarsson skógfræðingur Kornrækt í skjóli trjáa Skálholt – framtíðarsýn heimamanns Ég var á ágætu málþingi í Skálholti laugardaginn 19. okt. sl., en það var haldið að frumkvæði Skálholtsfélagsins nýja, sem stofnað var í sumar. Þar var fjallað um framtíð Skálholts, þar sem m.a. voru til umræðu spurningar um hlutverk og rekstur staðarins og framkomnar hugmyndir um miðalda„kirkju“, sem setja á inn á deiliskipulag sem nú er í vinnslu fyrir Skálholtsjörðina. Þar voru fróðleg framsöguerindi og ágætar pallborðsumræður á eftir. Í mínum huga er niðurstaðan eftirfarandi. Það er mikilvægt að gott samráð verði haft við alla sem málið varða, við kirkjuna, heimamenn í nágrannasveitum, tónlistarfólk, ferðaþjónustu aðila, hollvini staðarins o.s.frv. og komist verði að niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við, þannig að staðurinn geti áfram þjónað sem menningar-, fræðslu- og kyrrðarsetur fyrir landsmenn alla, en jafnframt sinnt auknum ferðamannastraumi, miðlað merkilegri sögu staðarins á sem áhrifaríkastan og fagmannlegastan hátt, og sem, ef vel tekst til, gæti skotið sterkari fótum undir fjárhagslegan grundvöll staðarins sem menningarseturs. Skálholt þarf að verða sjálfbært. Það kom fram í máli Kristjáns Vals Ingólfssonar að mikið viðhaldsstarf og dýrt liggur fyrir í Skálholtskirkju og er orðið mjög brýnt. Gera þarf við gluggana, hin fögru listaverk Gerðar Helgadóttur og einnig við kirkjuklukkurnar og festingar þeirra, en ein þeirra liggur enn brotin á turnloftinu eftir að hún slitnaði niður fyrir mörgum árum. Pétur H. Ármannsson, arkitekt á Minjastofnun Íslands, sagði mikið verk óunnið í skráningu fornminja á Skálholtsjörðinni. Ekki verði hægt að ganga frá deiliskipulagi fyrr en slík skráning liggi fyrir. Mikið á líka eftir að gera í fornleifauppgrefti. Fyrir liggur því að ganga til þessarar skráningarvinnu áður en frekar verður aðhafst. Sem heimamaður í Biskups- tungum hef ég átt þá ósk heitasta að byggt verði gott safnaðarheimili í nágrenni kirkjunnar, þar sem þeir sem vinna í kirkjunni, þar með talið tónlistarfólk og heimamenn, hefðu vinnuaðstöðu og salernisaðstöðu. Hluti af kjallara Biskupshússins hefur gegnt því hlutverki, en er allt of þröng aðstaða eins og er. Einn möguleiki væri að taka stærri hluta kjallarans til þeirra nota og sóknirnar og tónlistarfólk greiddu þá einhverja húsaleigu fyrir aðstöðuna. Þetta þarf allt að semja um og ræða. Eins er mikilvægt að búskapur haldi áfram á jörðinni, og gefi umhverfi kirkjunnar líf og tilgang. Ég er alin upp við það að ásýnd staðarins eigi að vera stílhrein, ekkert megi skyggja á kirkjuna, og er ég enn þeirrar skoðunar. Þær byggingar sem kæmu yrðu að falla inn í umhverfið og þann byggingarstíl sem fyrir er. Í þessu efni má ekki flana að neinu heldur vanda til verka. Víti til varnaðar er Þorláksbúð – eins og það er fallegt og vel smíðað hús, ef það stæði einhversstaðar annarsstaðar. Varðandi ferðaþjónustuna er ég sammála um að það verður að taka á móti ferðamönnum af fagmennsku og gestrisni á þann hátt að það trufli sem minnst helgi staðarins. Og móttaka ferðamanna þarf að vera opin alla daga og á ákveðnum tímum, alltaf. Ef tekinn er aðgangseyrir þarf líka eitthvað að vera í boði. Ég hef oft tekið í húninn á þjónustu skúrnum á hlaðinu hér fyrir framan skólann, en hingað til hefur hann nær alltaf verið lokaður. Ekki er von að reksturinn gangi vel ef aðrir hafa sömu reynslu. Klósettin mætti vel útbúa þannig að gestir borguðu sig inn. Útlendingar eru vanir að þurfa að borga fyrir klósettaðstöðu og Íslendingar myndu venjast því líka. Klósettpappír er dýr í alla þá túrista sem stoppa á Skálholtshlaðinu. Í þessu sambandi langar mig að segja frá upplifun minni af því að koma til Stonehenge í Englandi, en mér dettur í hug að eitthvað svipað mætti gera í Skálholti. Þegar ekið er í áttina að Stonehenge blasa þessir risastóru steinar við á hæð inni á milli sléttra akra í aðeins öldóttu landslagi, en engin önnur sýnileg mannvirki þar í kring. Þegar komið er að staðnum er ekið í sveig niður á bílastæði í dálítilli lægð, sem ekki sést neins staðar frá, og þar er gengið inn í þjónustuhús með öllu því sem ferðamanninn vantar. Allt neðanjarðar og sést ekki heldur tilsýndar. Yfirborðið er grænn akur. Þar er klósettaðstaða, vönduð margmiðlunarsýning um sögu staðarins, minjagripaverslanir, o.fl o.fl. Þar borgar maður sig inn, getur leigt heyrnartæki með lýsingu á því sem fyrir augu ber, valið um ýmis tungumál, og síðan gengur maður upp á yfirborðið eftir vel mörkuðum og merktum göngustíg í þögn meira og minna og upplifir staðinn. Þeir sem vilja njóta kyrrðar geta það líka með því að taka niður heyrnartækin. Þegar við vorum þarna var stanslaus straumur ferðamanna gegnum staðinn, en það var ekki óþægilegt og maður kom til baka margs vísari og hrifinn. Væri þetta ekki betri lausn en risa fornaldar timbur„kirkja“? Það hefur ekki verið kynnt svo ég viti hvað eigi að fara fram þar inni, sennilega eitthvað svipað og í öðrum ferðamannamiðstöðvum. Fólk á að borga sig inn og kaupa minjagripi og horfa á sýningar. Ég bý í timburhúsi og veit að timburhús þurfa viðhald og það er dýrt. Hvað þá þegar um er að ræða risa timburkirkju í íslensku veðurfari. Hefur verið hugsað út í það? Illa viðhaldið hús hefur lítið aðdráttarafl. Kirkjur annars staðar í heiminum eru flestar mun stærri en á Íslandi og það getur varla þótt merkilegt að koma inn í eftirlíkingu af timburkirkju, þótt stór sé á íslenskan mælikvarða. Að mínu mati þarf ekki að reisa neina eftirlíkingu. Saga staðarins stendur fyrir sínu og má segja hana í öðrum sölum með áhrifaríkum og nútímalegum hætti. Og einnig segja sögu kirkjunnar sem nú stendur og þeirra listaverka sem prýða hana áður en fólk fær að ganga inn í helgidóminn – í þögn. Eins þarf að beina gangandi umferð um afmarkaða og merkta göngustíga um umhverfið, gjarnan með „audioguide“. Ein hugmynd er að byggja ferðamannamiðstöðina yfir rústirnar fyrir sunnan kirkjuna, sem yrðu þá hluti af sýningu og upplifun á fornri sögu staðarins. Rústirnar yrðu sýnilegar en jafnframt varðveittar. Slíkt hefur verið gert með góðum árangri á stöðum þar sem mikið er af fornminjum, t.d. í Aþenu – eða í Reykjavík... Grasþak færi örugglega ekki illa sunnan við kirkjuna og hægt væri að tengja bygginguna göngunum inn í safnið í kjallara kirkjunnar og þaðan upp? (Þyrfti að laga það aðgengi, jafnvel koma þar fyrir klósettum fyrir kirkjugesti?..) Ferðamannamiðstöðin þyrfti þó auðvitað ekki að vera neðanjarðar eða með sléttu grasþaki, en bara þannig að húsið truflaði ekki ásýnd staðarins, væri lágreist og í sama stíl og önnur hús á staðnum og með aðgengi sem ekki truflaði. Nauðsynlegt er að húsið yrði eins viðhaldsfrítt og unnt er og umhverfisvænt. Þetta eru bara hugmyndir sem hafa verið að gerjast síðan á síðasta íbúaþingi um Skálholt í nóvember í fyrra og mér dettur í hug að gætu verið innlegg í umræðuna um framtíð staðarins. Geirþrúður Sighvatsdóttir, félagi í Skálholtsfélagi hinu nýja. Víti til varnaðar er Þorláksbúð – eins og það er fallegt og vel smíðað hús, ef það stæði einhvers staðar annars staðar. Mynd / HKr. Vettlingaveður alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.