Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 20134 Fréttir Innflutningur á kartöflum til Íslands nam 1.499 tonnum í lok ágúst, sem er 1.479 tonnum minna en á sama tíma í fyrra þegar flutt höfðu verið inn 2.978 tonn. Árið 2012 var reyndar metár í kartöfluinnflutningi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, en þá voru flutt inn 3.306 tonn allt árið. Þó að umtalsvert minna hafi verið flutt inn fram í ágúst á þessu ári er líklegt að slök kartöfluuppskera vegna bleytu víða sunnanlands í haust geti enn sett strik í reikninginn. Innflutningur á kartöflum hefur verið nokkuð misjafn í gegnum tíðina og virðist tíðarfar á Íslandi spila þar stóra rullu. Árið 1999 var t.d. einungis flutt inn 491 tonn af kartöflum, sem er minnsti kartöfluinnflutningur síðastliðin 14 ár. Næstminnst var flutt inn af kartöflum árið 2002, eða 594 tonn, og 838 tonn árið 2001. Öll hin árin hefur kartöfluinnflutningurinn numið yfir 1.000 tonnum og náði hann hámarki á síðasta ári og endaði eins og áður segir í 3.306 tonnum. Líka metinnflutningur á grænmeti í fyrra Í fyrra var einnig sett met í innflutningi á grænmeti. Þá voru flutt 11.365 tonn til landsins, en næstmest var flutt inn á því fræga ári 2007 eða 11.322 tonn. Minnstur innflutningur á grænmeti var hins vegar árið 1999, eða 6.364 tonn. Í lok ágúst á þessu ári var aftur á móti búið að flytja inn 8.309 tonn af grænmeti, en 8.104 tonn á sama tíma í fyrra. /HKr. Innflutningur á kartöflum: Umtalsvert minna flutt inn Nú standa fyrir dyrum bændafundir Bændasamtakanna sem haldnir eru síðla hausts. Í ár munu nokkrir gestafyrir- lesarar slást í för með stjórnarmönnum samtakanna og fjalla um margvís- leg málefni tengd landbúnaðinum. Í byrjun október var sent bréf til forystumanna bænda í búgreina- félögum og búnaðarsamböndum og óskað eftir tillögum að umræðu- efnum fundanna. Meðal þess sem félagsmenn óskuðu eftir að yrði tekið fyrir var nýliðun í landbúnaði, vinnuverndarmál, fjármögnun og heimavinnsla matvæla. Þá verður á einum stað boðið upp á fyrirlestur um streitu og starfsgleði. Fundarformið er með þeim hætti að forystumenn úr stjórn Bændasamtakanna halda inngangs- erindi en síðan verða tekin fyrir ákveðin mál sem heimamenn hafa óskað eftir að sett verði á dagskrá. Þá verða umræður og skipst á skoðunum um fundarefnið. Á hádegisfundum er boðið upp á súpu og brauð en kaffi og hressingu á kvöldfundunum. Alls er búið að skipuleggja tíu bændafundi en að auki verður Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, með erindi á ráðstefnu í Hornafirði um hagsmunamál dreifbýlis sem bændur eru hvattir til að mæta á. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) heiðraði á dögunum Carlo Petrini, stofnanda Slow Food-hreyfingarinnar, og útnefndi hann Meistara jarðarinnar (Champion of the Earth award). Viðurkenningin er sú æðsta sem Sameinuðu þjóðirnar veita fyrir störf í þágu umhverfis mála. Hún er veitt fyrir störf sem hafa haft umtalsverð og jákvæð áhrif á umhverfið. Petrini veitti viðurkenningunni móttöku úr hendi Achim Steiner, framkvæmda stjóra UNEP, við hátíðlega athöfn sem fór fram í New York 18. september síðastliðinn. Gegn skyndibitavæðingunni Petrini er kunnur fyrir brautryðjenda- starf sitt á síðustu áratugum til að auka skilvirkni og sjálfbærni landbúnaðar heimsins. Hann stofnaði Slow Food- hreyfinguna árið 1989 sem andsvar við skyndibitavæðingunni, sem var þá í örum vexti. Viðurkenningin er veitt á fjórum sviðum og hlaut Petrini hana í flokknum Innblástur og framtakssemi (Inspiration and action). Í rökstuðningi UNEP fyrir veitingu viðurkenningarinnar kemur fram að í starfi sínu hafi Petrini og hreyfing hans unnið að margvíslegum verkefnum sem stuðli að aukinni skilvirkni og sjálfbærni í landbúnaði, varðveislu handverks í matvælaframleiðslu og líffræðilegs fjölbreytileika. Stofnun um lífræðilegan fjölbreytileika Sérstök stofnun helguð líffræðilegum fjölbreytileika er innan vébanda Slow Food og undir henni eru starfandi deildir í meira en 50 löndum – og þar innanborðs um 10.000 smáframleiðendur matvæla. Í þessum deildum er hvatt til vistvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu, hvort heldur í landbúnaði eða í fiskveiðum. Bragðörkin lofsvert framtak Þá þykir verkefni sem heitir Bragðörkin (e. Ark of taste) lofsvert framtak, en það heyrir undir stofnunina um líffræðilegan fjölbreytileika. Bragðörkin geymir upplýsingar um fágætar matvörur sem eru mikilvægar menningarsögunni. Þar eru nú skráðar um 1.000 afurðir eða framleiðsluaðferðir, frá 75 löndum, sem voru að gleymast eða eru taldar vera í hættu, með einum eða öðrum hætti. Til gamans má geta þess að þarna inni eru nú skráðar sjö íslenskar afurðir; kæstur hákarl, hjallaþurrkuð ýsa (harðfiskur), sólþurrkaður saltfiskur, hveraþurrkað salt, íslenska geitin, skyrið, og nýjasta afurðin þarna inni er taðreykt hangikjöt. Stuðningur í Afríku og Diskósúpa Einnig er bent á verkefni Slow Food í Afríku, A Thousand Gardens in Africa, sem styður á virkan hátt við samfélög í 25 löndum heimsálfunnar til baráttu gegn hungri og réttinum fyrir mat og fæðuöryggi. Að lokum tiltekur UNEP virðingarvert átak sem fer fram hjá yngri meðlimum Slow Food-hreyfingarinnar (Slow Food´s Youth Network), en þeir takast á við vandamálið við sóun matvæla. Í því skyni hafa þeir stofnað til viðburða undir yfirskriftinni „Disco Soup“, meðal annars í Frakklandi, Írlandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Þá koma ungir sjálfboðaliðar saman til að elda ókeypis máltíðir og nota til þess gæðahráefni sem gengur af frá mörkuðum, verslunum og heimilum. Tileinkun til fólksins sem starfar í Slow Food Við móttöku viðurkenningarinnar sagði Petrini að hann væri snortinn af þeim heiðri sem honum væri sýndur. „Viðurkenningin sýnir að leiðin sem Slow Food hefur fetað síðustu 27 árin hefur gjörbreytt hugmyndinni um sælkeramat, með því að setja hann í beint samhengi við umhverfisvitund og verndun. Gjörvöll hreyfingin vinnur hvern dag að því að reyna að tryggja að heimurinn eigi góð og hrein matvæli sem framleidd eru á sanngjarnan hátt. Ég tileinka þessa dýrmætu viðurkenningu öllu fólkinu sem þar starfar.“ /smh Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna heiðrar stofnanda Slow Food-hreyfingarinnarVísitala framleiðsluverðs í septem- ber 2013 var 203,3 stig (4. fjórð- ungur 2005 = 100) og hækkaði um 2,9% frá ágúst 2013 sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 252,4 stig, sem er hækkun um 1,6% (vísitöluáhrif 0,6%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 203,9 stig, hækk- aði um 3,3% (1,1%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,5% og vísi- tala fyrir annan iðnað hækkaði um 7,4% (1,2%). Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 2,7% (0,6%) milli mánaða en vísi- tala fyrir útfluttar afurðir hækkaði um 3,0% (2,3%). Miðað við september 2012 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 1,9% og verðvísitala sjávar- afurða lækkað um 5,2%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju lækkað um 2,6% en matvælaverð hefur hækkað um 2,2%. Framleiðsluverð hækkar um 2,9% milli mánaða Carlo Petrini Wikimedia Commons / Bruno Cordioli Bændafundir Bændasamtakanna haldnir á næstu vikum – gestafyrirlesarar mæta á fundina og ræða meðal annars um fjármögnun og vinnuvernd Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, mun ásamt öðrum stjórnarmönnum samtakanna fara í árlega fundaferð um landið til að hitta félagsmenn að máli. Dags. Staðsetning Fundarstaður Fundartími Meðal fundarefna mán. 11. nóv. Hella Árhús 12.00 Vinnuverndarmál fim. 14. nóv. Blönduós Sjálfstæðishúsið 12.00 Fjármögnun í landbúnaði fim. 14. nóv. Hrútafjörður Staðarflöt 20.30 Nýliðun í landbúnaði mán. 18. nóv. Akureyri Hótel KEA 12.00 Vinnuvernd og nýliðun mán. 18. nóv. Kópasker Fjallalamb 20.30 Vinnuverndarmál þri. 19. nóv. Kjós Ásgarður 20.30 Heimavinnsla matvæla mið. 20. nóv. Sauðárkrókur Kaffi Krókur 12.00 Streita og starfsgleði mið. 20. nóv. Borgarnes Hótel Hamar 12.00 Fjármögnun í landbúnaði fim. 21. nóv. Ísafjörður Hótel Ísafjörður 12.00 Eignarhald á bújörðum mán. 25. nóv. Hornafjörður Mánagarður í Nesjum 11.00 Staða landbúnaðarins mán. 25. nóv. Egilsstaðir Hótel Hérað - Icelandair 20.30 Landbúnaður og stjórnvöld Í sumar var kýrin Mókolla 230 á Kirkjulæk í Fljótshlíð felld sökum elli, en hún setti á farsælli ævi sinni sem mjólkurkýr íslandsmet í heildarafurðum. Mókolla var fædd 7. apríl 1996 og bar sínum fyrsta kálfi 24. október 1998. Alls bar hún þrettán sinnum og mjólkaði samtals 114.635 kílóum mjólkur á ævinni, eða 7.824 kílóum að ári að jafnaði. Ef sú mjólk sem kýrin mjólkaði væri reiknuð á verði dagsins í dag næmi verðmætið rúmlega 10,5 milljónum króna. Mókolla bætti eldra Íslandsmet Hrafnhettu í Hólmum um 3.441 kíló. Hún skilaði alla tíð fremur efnaríkri mjólk og til jafnaðar var fitu- hlutfallið 4,69 prósent og prótín- hlutfallið 3,69 prósent. Hér var því um mikinn stólpagrip að ræða. Heimasíða Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins greindi frá. Íslandsmethafi felldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.