Bændablaðið - 31.10.2013, Page 12

Bændablaðið - 31.10.2013, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 201312 Fréttir Jarðböðin í Mývatnssveit: Hundrað þúsundasti gestur ársins var kona frá Kóreu Afkvæmarannsóknir á hrútum með tilliti til kjötgæða hafa verið stundaðar meðal bænda með góðum árangri í ára raðir. Styrkur er veittur af fagfé sauðfjársamningsins og gilda sömu reglur í haust líkt og síðustu ár. Skilyrðið er að á búinu séu 8 hrútar að lágmarki í samanburði þar sem hver hrútur á 8 ómmæld afkvæmi af sama kyni og 15 lömb með sláturupplýsingar. Styrkurinn er 10.000 kr. og verður hann greiddur beint til bænda. Eins og fjallað var um í Bændablaðinu fyrr í haust þurfa bændur að senda staðfestingu í tölvupósti á ee@rml.is um að uppgjöri í Fjárvís sé lokið. Miðað var við 31. okt en ákveðið hefur verið að framlengja þann frest til 15. nóvember næstkomandi. Til að gagna frá þessu í Fjárvís. is er valin „afkvæmarannsókn“ og síðan er annarsvegar gert upp fyrir lifandi lömb og hins vegar út frá kjötmatsniðurstöðum. Þegar hafa þó nokkrar staðfestingar borist, ýmist beint frá bændum eða í gegnum aðra ráðunauta. Bændur geta vissulega leitað hjálpar hjá ráðunautum RML við að ganga frá þessu eða ræða niðurstöður en ef bændur óska eftir því að ráðunautar sjái alfarið um að ganga frá afkvæmarannsókninni fellur það undir gjaldskylda vinnu. Lykilatriðið er að menn hafi af þessu gagn, skoði gögnin og túlki þau út frá þeim forsendum sem að baki liggja. Á heimasíðu RML undir sauðfjárrækt má finna leiðbeiningar um hvernig afkvæmarannsókn er gerð upp. Eyþór Einarsson Ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá RML Fáir þekkja það betur en bændur hvað þarf til í ræktun, hvort sem er til að rækta tún, ær, kýr eða hross. Fyrst þarf að ákveða hvert á að stefna, er markmiðið þykkari bakvöðvi, betri fótaburður eða fleiri lítrar? Þegar markmiðið er ljóst þarf að taka ákvörðun um leiðir að settu marki og byrja. Eftir það þarf fyrst og fremst ákveðni, vinnusemi, staðfestu og þrautseigju til að ná þeim árangri í ræktuninni sem stefnt er að. Á sama hátt er hægt að taka ákvörðun um að rækta sína eigin hamingju og nú skora ég á þig að ákveða að nýta veturinn til að auka eigin hamingju. Þú ert verðug og mikilvæg manneskja, það er bara til eitt eintak af þér og þú hefur aðeins í hendi þinni þá leið sem þú gengur núna, einmitt í dag, þína lífsleið. Gefðu sjálfum þér þá gjöf að rækta þína eigin hamingju, það bætir ekki aðeins líf þitt heldur líka þeirra sem standa þér næst, vina, vinnufélaga og nágranna. Ef til vill hugsar þú nú sem svo, já gott og vel en hver er hún þessi hamingja og er eitthvað gagn í henni? Sálfræðingar hafa rann- sakað og skilgreint hamingjuna og hún einkennist af tíðum jákvæð- um hughrifum, lágmarks upplifun á neikvæðum hughrifum og ríkri lífsgleði og það er sannarlega gagn í henni. Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt að hamingjusömu fólki tekst betur en þeim sem njóta minni hamingju að mynda farsæl og gefandi sambönd við maka, börn, fjölskyldu, vini og í félags- lífi. Hamingjusömu fólki vegnar betur í vinnu, afköstin verða betri og viljinn til verka. Hamingjan eykur sjálfstraust og styrk til að mæta erfiðleikum, álagi og áföll- um og hún bætir bæði líkamlega og andlega heilsu. Rúsínan í pylsuendanum er að hamingju- samt fólk lifir einfaldlega lengur. Sem sagt, hamingjan er ekkert grín, hún er dauðans alvara! Þess vegna er afar heppilegt að það er vitað hvernig við getum aukið eigin hamingju, þetta eru engin geimvísindi, þetta er ræktun. Við náum viðvarandi og sjálfbærri hamingjuaukningu með því að nýt verkfæri fræðigreinarinnar, Jákvæð sálfræði, markvisst og meðvitað til að rækta okkar eigin hugsun, hegðun og viðhorf. Sýnt hefur verið fram á að bestu verk- færin í hamingjurækt eru tólf, hér á eftir eru þessi verkfæri listuð upp í stuttu máli. Hafa ber í huga að það er persónubundið hver af þeim gagnast best, við erum ólík og það sama á ekki við alla. Hægt er að taka sérstakt próf til að finna út hvaða fjögur verkfæri passa best fyrir hvern einstakling nú er upp- lagt að skoða í verkfærakistuna og velja sér sjálfur þau verkfæri sem virka eðlilegust, skemmtilegust og líkust þínum eigin gildum. Ekki reyna að tileinka þér öll tólf verk- færin, veldu úr kistunni þau fjögur sem passa þér best og ræktaður þína eigin hamingju með þeim, ekki hika, gerðu það bara! 1. Þakklæti: Vertu þakklátur á hverjum degi. Skrifaðu í þakkardagbók það sem þú ert þakklátur fyrir sama hve lítilmótlegt það virðist. 2. Bjartsýni: Ræktaðu með þér bjartsýni. Skrá niður bestu mögulegu framtíðarsýnina fyrir sig, hugsaðu jákvætt, leitaðu uppi og taktu eftir jákvæðum hliðum á aðstæð- um og atvikum. 3. Æðruleysi: Forðastu jórtur, að velta þér upp úr erfiðum eða neikvæðum hlutum og tileinkaðu þér æðruleysi . Forðastu vangaveltur um skoðanir annarra og saman- burð við aðra. 4. Góðvild: Láttu gott af þér leiða, stundaðu góðverk og sýndu góðvild á fjölbreyttan hátt, án þess að ætlast til endurgjalds, hvort sem er gangvart vinum eða ókunn- ugum. 5. Tengsl: Ræktaðu sambönd og tengsl. Veldu sambönd við annað fólk sem þarfnast stuðnings og næringar og nýtu tíma þinn og orku til að bæta þessi sambönd og auka gleðina í þeim. 6. Bjargráð: Komdu þér upp og lærðu að nýta bjargráð sem eru úrræði, aðferðir og venjur til að takast á við vandamál og erfiðleika, daglega streitu, áföll, álag og depurð. 7. Fyrirgefning: Lærðu að fyrirgefa af heilum hug. Skráðu niður það sem liggur á þér komdu svo til móts við einstaklinga sem hafa gert á þinn hlut, láttu af reiðinni og fyrirgefðu þeim. 8. Flæði: Gerðu oftar eitthvað sem veldur því að þú gleymir stað og stund við krefjandi og ánægjulegu verkefni og upp- lifir flæði í eigin lífi. 9. Fögnuður: Taktu eftir, njóttu og gleddust yfir því góða og fagra, kallaðu fram jákvæðar minningar og upplifanir með hugsun, skrifum, myndum og í samræðum. 10. Markmið: Veldu nokkur merkingabær, skilgreind, afmörkuð, markmið sem hafa mikið gildi fyrir þig og taktu frá tíma, orku og annað sem þarf til að vinna að þeim. 11. Trú/andleg iðja: Ástundaðu trú á æðri mátt. 12. Líkamsvirðing: Hlúðu að eigin líkama með hreyfingu, hvíld og hollri næringu, berðu höfuðið hátt og brostu. Heimild: Dr. Sonja Listin að lifa – geðheilsa Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur Hamingjurækt HREINDÝRSHORN Palli hnífasmiður vill kaupa góð, lítil og meðalstór hreindýrshorn. Ég borga 2000 krónur fyrir kílóið. Einnig hef ég áhuga á massífum hvalbeinum. Upplýsingar í síma 899 6903. Umsóknir um styrki vegna afkvæma- rannsókna í sauðfjárrækt Gestum Jarðbaðanna í Mývatns- sveit hefur fjölgað jafnt og þétt frá því þau voru opnuð árið 2004. Baðgestum hefur fjölgað mikið á þessu ári og höfðu svo dæmi sé tekið um 30% fleiri gestir brugðið sér í Jarðböðin á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma fyrir ári. Mestu skiptir aukning erlendra ferðamanna hér á landi, en stór hluti gesta baðanna eru útlendingar. Hundrað þúsundasti gesturinn frá Suður-Kóreu Að jafnaði koma 6-800 gestir í Jarðböðin á hverjum degi og þegar mest er yfir háannatímann eru þeir allt að 1.200 talsins. Nú fyrir skömmu mætti 100 þúsundasti baðgestur ársins í Jarðböðin við Mývatn. Þar var á ferðinni Hyeonsook-Jo frá Suður-Kóreu sem var í Íslandsferð ásamt dóttur sinni. S t e f á n G u n n a r s s o n framkvæmdastjóri afhenti henni gjafakörfu með ýmsum íslenskum varningi af þessu tilefni, en haft er eftir Stefáni í tilkynningu frá Jarðböðunum að mæðgurnar hafi ætlað sér að vera eina viku hér á landi. Ferðin hafi verið ánægjuleg og Mývatnssveitin skartað sínu fegursta þegar þær voru þar á ferð í einstaklega fallegu haustveðri. /MÞÞ Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri afhendir Hyeonsook-Jo frá Suður-Kóreu gjafakörfu með íslenskum varningi, en hún var 100 þúsundasti gestur Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Mynd / 641.is Út er komin skýrsla um jarðhita og berglög við Laugareyri í Hörgárdal, sem er jarðhitastaður á eyrum Hörgár um 5 km innan við Staðarbakka sem er innsti bær í byggð í dalnum. Heitt vatn kemur upp á nokkrum stöðum á eyrinni. Hiti hefur mælst hæst um og yfir 50 °C á áreyrinni og er víða um og yfir 30 °C í jarðvegi. Þetta kemur fram á vefsíðu Hörgársveitar. Í skýrslunni kemur fram að jarðlögin séu líklega um 9,5 milljón ára gömul og að jarðlagastaflinn virðist heillegur og lítt brotinn. Berggangar, sprungur og smá misgengi skera þó staflann hér og hvar. Segulmælingar benda til þess að undir eyrinni séu tveir berggangar.Hitamælingar í jarðvegi sýna að mesti hitinn er ofan og rétt austan við berggangana. Því er dregin sú ályktun að jarðhitastreymið tengt þeim. Æskilegt að bæta við seglumælingum Æskilegt væri að bæta við segul- mælingum í Hörgárdal, sérstaklega sunnan og austan við Laugareyri. Slíkar mælingar geta gefið mikilvægar viðbótarupplýsingar og eru til þess að gera ódýrar rannsóknir miðað við t.d. borun grunnra rannsóknarholna. Áður en til þess kemur að staðsetja djúpa rannsóknarholu, sem gæti jafnframt orðið vinnsluhola ef hún heppnast, þarf að bora nokkrar könnunarholur í innanverðum dalnum, meðal annars til að kanna nákvæmlega hitadreifingu í berggrunninum. Þá bendir margt bendir til þess að kerfishiti sé talsvert yfir þeim rúmlega 50 °C hita sem hæst hefur mælst við yfirborð. /MÞÞ Ný skýrsla um jarðhita á Laugareyri í Hörgárdal: Heitt vatn kemur upp á nokkrum stöðum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.