Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Tækifæri Íslendinga til framtíðar- uppbyggingar samfélagsins liggja ekki hvað síst í aukinni matvælaframleiðslu. Þó kunna að vera blikur á lofti í þessum efnum. Garðyrkjan hefur til dæmis um langt árabil barist fyrir hagstæðara verði á raforku til lýsingar í gróður- húsum. Hugmyndir um stór fellda ræktun Hollendinga á tómötum í Grindavík byggja líka á að hér fáist orka á hagstæðu verði. Á sama tíma og menn eru að ræða þetta fundar Landsvirkjun í Bretlandi með þátttöku forseta Íslands um lagningu sæstrengs til útlanda. Vissulega mun Landsvirkjun við slíka tengingu fá mun fleiri krónur í kassann en hún gerir nú. Líklegt er að Landsvirkjun muni græða vegna stórhækkunar orkuverðs á innlendum markaði sem yrði bein afleiðing tengingarinnar. Frá sjónarhóli Landsvirkjunar virðist málið því að vera borðleggjandi. Forsvarsmenn Landvirkjunar hamast hins vegar við að slá ryki í augu fólks og segja að tengingin til útlanda þurfi ekki að hækka orkuverð til almennings svo mikið. Sagt er að höfuðborgarbúar muni ekki finna svo mikið fyrir þeim hækkunum, en um leið sagt að hækkanir hjá þeim sem í dreifbýlinu búa og nota raforku til húshitunar verði verulegar. Er það fólk þá minna virði en höfuðborgarbúar í augum Landsvirkjunar? Það vekur líka athygli að forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki rétt að með tengingu til útlanda verði Íslendingar skuldbundnir til að mismuna ekki kaupendum á hvorum enda strengsins. Af hverju í ósköpunum mun orkuverð þá hækka til notenda á Íslandi? Svarið er einfalt, það verður ekki heimilað að mismuna kaupendum á sitt hvorum enda strengsins. Það þýðir þó ekki að orkuverðið verði endilega það sama, hér og í útlöndum, því margar breytur spila inn í það dæmi. Þarna er ekki bara verið að tala um lítinn sætan hund til Bretlands sem nýti eingöngu umframorku í íslensku raforkukerfi. Það er verið að tala um 700 til 900 megavatta (MW) streng. Til samanburðar er Fljótsdalsvirkjun (Kárahnjúkavirkjun) með 690 MW uppsett afl. Slík orka er einfaldlega ekki á lausu í kerfinu í dag og þar munar mjög miklu. Jafnvel þó einhverjir telji að málið sé þjóðhagslega hagkvæmt þýðir það ekki að Landsvirkjun megi beita fólk gegndarlausum blekkingum til að knýja það í gegn. Það verður að leggja ÖLL spilin á borðið. /HKr. Hér framar í blaðinu er fjallað um hugmyndir sem berast úr stjórnkerfinu um sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri við Háskóla Íslands. Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum eru gríðarlega mikilvægar stofnanir fyrir íslenskan landbúnað. Skólarnir hafa útskrifað fólk sem er stór hluti bændastéttarinnar og stundar landbúnað vítt og breytt um landið. Vísindamenn þessara stofnana hafa með rannsóknum sínum lagt grunninn að framþróun landbúnaðar um áratugaskeið. Í ljósi þessa mikilvægis þarf því ekki að koma neinum á óvart að Búnaðarþing 2013 ályktaði með skýrum hætti um mikilvægi þessara mennta- stofnana. Í ályktun þingsins segir: „Tryggja þarf sjálfstæði og rekstrargrundvöll Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Mikilvægt er fyrir íslenskan landbúnað og þróun hans að í landinu séu öflugir skólar sem sinna endurmenntun bænda, starfsmenntanámi, háskólanámi og hafi rannsóknarskyldu í landbúnaði á Íslandi. Með nýrri Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er m.a. horft til LbhÍ varðandi endurmenntun ráðunauta og annarra starfsmanna í leiðbeiningaþjónustu. Öflugir landbúnaðar- háskólar eru mikilvægur hlekkur í framþróun og framtíð íslensks landbúnaðar. Standa þarf vörð um sjálfstæði landbúnaðarháskólanna og ástæða er til að óttast að ef yfirstjórn þeirra færist til Reykjavíkur, fjari fljótlega undan skólum staðsettum á landsbyggðinni. Tryggja þarf að landbúnaðarháskólarnir fái það fjármagn sem þeim ber og að tekið verði tillit til þess að um frekar litla skóla á landsbyggðinni sé að ræða, því passi hugsanlega ekki mælieiningar miðaðar við stærstu háskóla landsins.“ Ljóst er á þessari ályktun að íslenskir bændur bera traust til háskólanna á Hvanneyri og á Hólum og ætla þeim stórt hlutverk í eflingu matvæla- framleiðslu á Íslandi. Skortir á að sameining Rala og Landbúnaðarháskólans verði fullnustuð Á undanförnum árum hefur skort verulega á að ákvarðanir er vörðuðu sameiningu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala) og Landbúnaðarháskólans væru fullnustaðar. Stjórnendur LbhÍ hafa ítrekað lagt fram hugmyndir um að stíga það skref til fulls að sameina starfsemi skólans og selja eignir til þess að styrkja rekstargrundvöll og efla faglegt starf. Hins vegar hefur alltaf skort pólitískan kjark til að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. Enginn fjárhagslegur ávinningur Nú þegar Illugi Gunnarsson hefur tekið við búsforráðum í menntamálaráðuneytinu kveður við nýjan tón. Þaðan berast þær fregnir að sameina eigi Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskóla Íslands. Þá er eðlilegt að spyrja sig: Hafa menn velt fyrir sér þeirri staðreynd að fjárhagslegur ávinningur af slíkri sameiningu er enginn, heldur þvert á móti árleg kostnaðaraukning? Starfsmenntanámið, lykill nýliðunar í landbúnaði, er skilið eftir munaðarlaust. Það er látið liggja milli hluta að aðgerðin veikir landbúnað og byggðir. Sérhæfð störf flytjast í ofbeitta Vatnsmýrina sem nú þegar er fullsetin af flugumferð, ferðamönnum og háskólastarfi. Réttlætingin, ef einhver er, felst í auknu akademísku vægi skólans. Sú var tíðin að menn héldu því fram að Íslendingar ætu bækur. Sú skáldlega líking, sem mörgum þótti niðurlægjandi, var sennilega sett fram til að ögra. Nú, fimmtán árum eftir andlát nóbelsskáldsins, virðist þessi skoðun aftur skjóta rótum þótt með öðrum hætti sé. Auðvitað vill enginn vega að akademísku frelsi eða gera lítið úr metnaðarfullu alþjóðlegu háskólanámi en huga þarf að fjölbreytileika og fleiri sjónarmiðum. Sjálfstæði bændaskóla er engin tilviljun Bækur eru ákaflega slappt fóður en menntun, bókleg og verkleg, er hins vegar mikilvæg landbúnaði eins og öðrum framleiðslugreinum. Það er engin tilviljun að Búnaðarþing 2013 lagði áherslu á sjálfstæði bændaskólanna, eins og okkur er tamt að kalla þá. Það er því umhugsunarefni af hverju stjórnvöld vega að sjálfstæði skólanna á sama tíma og yfirlýst stefna þeirra er efling landbúnaðar og aukning innlendrar matvælaframleiðslu. Bændur vilja gjarnan framþróun en eins og þegar líffé er valið til ásetnings þarf fyrst að horfa á staðreyndir, mældar í viðeigandi mælikvörðum. Síðan þarf greiningar á staðreyndum en síðast er ásetningur valinn á grundvelli þeirra. Við köllum eftir þessu. Bændur hafa tjáð sig með skýrum hætti um bændaskólana í ályktun á Búnaðarþingi 2013, sem send var mennta- og menningarmálaráðuneytinu á vordögum. Hyggst menntamálaráðherra bregðast við þeirri ályktun með því að ganga í þveröfuga átt, þvert á vilja og án samráðs við atvinnugreinina? Fyrir hverja er það gert? Er hægt að þróa öflugt landbúnaðarnám við þær aðstæður? Bændasamtökin eru reiðubúin að vinna með stjórnvöldum að þróun landbúnaðarháskólanna ef eftir því er leitað, en fyrirliggjandi tillögur eru því miður ekki heillavænlegar fyrir menntun í greininni. /SSS Öll spilin á borðið LOKAORÐIN Bændur vilja standa vörð um sjálfstæði landbúnaðarháskólanna að fylgjast með mannfjöldanum á Skólavörðustignum í Reykjavík sem fylgdist með er settur var lokapunktur á söfnunarátakið og kynnt úrslit í samkeppni um hönnun óveðurspeysu og Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.