Bændablaðið - 31.10.2013, Side 41

Bændablaðið - 31.10.2013, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 nær inniloftið í fjósunum að haldast undir 25 gráðum þrátt fyrir útihitastig sem getur farið í 50 gráður þegar verst lætur. 30 burðir á dag Geldkýr og kelfdar kvígur eru hafðar í sér fjósum og er eitt þeirra einungis fyrir gripi sem eru komnir að burði. Þar er fólk að störfum allan sólarhringinn enda bera að jafnaði um 30 kýr í hópstíum svo nóg er að gera við að sjá um burði kúnna, merkja kálfa og stía þá af með mæðrum sínum fyrsta sólarhringinn en eftir það eru þeir fluttir í kálfafjósið. Kýrnar eru hins vegar fluttar í sér fjós sem eingöngu er fyrir nýbærur fyrstu vikuna eftir burð, en svo eru þær fluttar til hinna kúnna sé heilsan í lagi. Óeinangrað kálfafjós Síðustu þrjú ár hafa nánast allar byggingar búsins verið endurnýjaðar nema kálfafjósið. Það stendur við brekkubrún ofan við framleiðslufjós búsins og er hrörlegt stálgrindahús með segldúksþaki sem ver kálfana gegn sterkum geislum sólarinnar en dúkurinn gerir lítið til þess að halda hitanum frá. Hin endurnýjuðu fjós eru öll með þykka einangrun í þaki til þess að halda kuldanum inni og hitanum úti og hefjast brátt framkvæmdir við áþekka byggingu fyrir smákálfana. Þar sem fjósið er óeinangrað er veruleg hætta á því að smákálfarnir verði veikir af völdum of mikils umhverfishita og því eru þeir gegnbleyttir oft á dag með garðslöngu! Í kálfafjósinu eru nautkálfarnir í tvær vikur en þá eru þeir seldir til bænda í kjötframleiðslu. Kvígurnar eru þarna í átta vikur á mjólk en eru svo sendar á sk. kvíguhótel þar sem þær eru aldar fram að burði er þær koma aftur inn á búið. Kýrnar vökvaðar oft á dag Í rauninni var það ekki flókið mál að halda kúnum í svölu umhverfi bæði í fjósunum eða í mjaltabásnum en eftir að það tókst, kom upp annað vandamál sem þurfti að takast á við. Í ljós kom að kýrnar fengu hitastreitu þegar þær gengu eftir hinum löngu gangstígum á milli fjóss og mjaltabáss. Í byrjun þessa árs datt Rami í hug að setja upp hreyfiskynjara og vökvunarkerfi í þak gangstíganna sem fór svo í gang þegar kýrnar komu röltandi eftir stéttinni. Þessi aðferð gjörbreytti ástandinu og nú hafa verið sett upp 20 vökvunarkerfi á mismunandi stöðum á gangstígum kúnna. Kýr sem fara um lengstan veg frá fjósi til mjaltabáss, geta því verið vökvaðar mörgum sinnum á hvorri leið og með því er tryggt að þeim líður vel þrátt fyrir mikinn útihita. 10.000 rúmmetrar vatns á dag Eins og áður segir var staðsetning búsins valin vegna nálægðar við gott vatnsból enda ekki vanþörf á þar sem mikið vatn þarf til kælingar gripanna, þrifa og auðvitað til þess að sinna vatnsþörf þeirra. Meðalnotkun búsins á dag er um 10 þúsund tonn af vatni en þegar verulega heitt er í veðri eykst vatnsþörfin mikið. Í sumar, gekk hitabylgja yfir Dubai um miðjan júlí er hitastigið fór upp í 53 gráður einn daginn. Þá var vatnsþörfin slík að vatnið gekk til þurrðar sem leiddi til þess að ekki var til nægt vatn til kælingar í tvo daga. Það hafði nánast um leið þau áhrif að hin daglega framleiðsla féll um 12 tonn og það tók kýrnar rúman hálfan mánuð að ná sér á ný. Eftir að þetta gerðist var sett upp sérstakur búnaður sem endurnýtir vökvunarvatnið til þess að tryggja að alltaf sé til nóg vatn til kælingar. 210 kýr mjólkaðar í einu Svo unnt sé að mjólka sjö þúsund kýr þrisvar á dag þarf afkastamikil mjaltatæki. Mjaltabásarnir eru þrír og tengjast þeir allir saman með miðlægu þjónustuhúsi. Byggingarnar mynda einskonar T með mjaltabás fyrir 90 kýr í miðjunni og til hvorrar handar er svo sitt hvor básinn með 60 mjaltatækjum í hvorum. Mjaltirnar standa yfir í sjö klukkustundir í einu en svo er gert hlé á vinnunnu í eina klukkustund á meðan kerfisþvottur er settur í gang, gólf og innréttingar eru þvegnar og viðhaldi sinnt sé þörf á því. Svo hefur næsta vakt vinnu við mjaltir og svo koll af kolli en á hverjum tíma sinna 12 manns mjöltum. 200 þúsund lítrar á dag Árið 2012 var dagleg framleiðsla kúabúsins 120 þúsund lítrar, innvegið í afurðastöð, en í apríl síðastliðnum var hún komin í 170 þúsund lítra, bæði vegna hækkandi meðalaldurs kúa í fjósunum og vökvunarkerfisins. Markmið búsins er að fara í 200 þúsund lítra á dag í árslok eða sem svarar til 73 milljón lítra framleiðslu á ári. Meðalnyt búsins fyrr á þessu ári var rétt um 9 þúsund lítrar á árskúna en unnið er jafnt og þétt að því að ná meiru út úr hinum evrópsku kynbótagripum sem búið keypti. Markmið búsins er að ná meðalnytinni upp í 13-14.000 lítra á árskúna innan fjögurra ára og þar með hinni árlegu framleiðslu í hart nær 100 milljónir lítra mjólkur. Beint í afurðastöðina Frá mjaltabásunum þremur fer mjólkin í annan af tveimur 75 þúsund lítra sílótönkum búsins. Afurðastöð Al Rawabi stendur við hlið mjólkurhússins en þó er mjólkinni ekið á milli! Skýringin felst í leyfisveitingum búsins en þar er frumframleiðslan skilin frá vinnslunni. Í afurðastöðinni eru svo unnar margskonar mjólkurafurðir en stærsti hluti mjólkurinnar er seldur sem hefðbundin drykkjarmjólk, smjör eða ostur. Auk þess eru framleiddar margs konar aðrar mjólkurafurðir sem þykja væntanlega nokkuð óvenjulegar hér á landi s.s. sigtað jógúrt sem kallast labneh en það minnir á sk. grískt jógúrt. Þá er einnig framleidd bragðbætt mjólk með margs konar bragðtegundum sem væntanlega þykja óvenjulegar hér á landi, s.s. með döðlubragði. Kaupa að allt fóður Þegar kýrnar eru mjólkaðar er heilfóður keyrt út á fóðurganginn á meðan. Í Dubai er útilokað að rækta gras án mikils vökvunarbúnaðar og tilkostnaðar bæði vegna hita og úrkomuleysis. Eigin gróffóðurframleiðsla er því ekki inn í myndinni og því er allt gróffóður aðkeypt frá nágrannalöndunum en einnig frá löndum lengra að m.a. Bandaríkjunum. Eru að byggja annað kúabú Fyrirtækið Al Rawabi hefur gengið afar vel upp á síðkastið en afurðirnar eru seldar innan Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Óman og í Katar. Svo vel hefur gengið að markaðshlutdeild þess er nú meiri en 30% og nánast stöðug eftirspurn eftir mjólkurvörum hefur gert það að verkum að nú eru hafnar framkvæmdir við nýtt kúabú. Það verður staðsett í Liwa í Abu Dhabi og í fyrsta áfanga þess bús hefur stefnan verið sett á sex þúsund mjólkurkýr. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku Senn er sláturtíð víðast hvar á enda og því rétt að sauðfjár- bændur hugi að því að skila inn skýrsluhaldsgögnum fyrir árið 2013. Þegar haustbækurnar voru sendar út síðla sumars fylgdi með þeim bréf varðandi vinnslu kyn- bótamats sem rétt er að minna á. Þar kom fram að þeir sem myndu skila skýrsluhaldsgögnum tímanlega myndu fá uppfært kynbótamat í gulu vorbókunum sem svo verða sendar út. Kynbótamat fyrir kjötgæði verður uppfært núna í byrjun nóvember vegna vinnu við hrútaskrá næsta árs. Hjá þeim sem ekki verða búnir að staðfesta gögn frá sláturhúsum núna í haust verða göng úr óstaðfestum sláturskrám tekin með þar sem þau ganga upp miðað við vorskráningu. Þá verður búið að uppfæra kyn- bótamat fyrir alla eiginleika nema mjólkurlagni á þessu ári. Til að reikna kynbótamat fyrir mjólkurlagni þarf afurðauppgjör vegna ársins 2013 að vera lokið. Kynbótamat fyrir mjólkurlagni verður keyrt í byrjun desember verði nægjanlegur fjöldi bænda búinn að skila afurðauppgjöri vegna ársins 2013 annars verður keyrsla kynbótamats látin bíða þar til nægjanlegur fjöldi bænda hefur skilað uppgjöri. Af þessum sökum verða engar vorbækur prentaðar fyrr en í byrjun desember þegar búið verður að upp- færa kynbótamat í gagnagrunni. Líkt og boðið var upp á í voru verður veittur 25% afsláttur af skráningargjöld á haustbókum sem skilað verður inn fyrir 15. nóvember nk. Allar nánari upplýsingar um skráningar fjárbóka hjá RML veitir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt. Netfang hans er eyjolfur@rml.is, sími 516-5013 og 862-0384. Skil haustbóka 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nú er sláturtíð að ljúka og tími til kominn hjá bændum að fara að huga að skilum á skýrsluhaldsgögnum. Mynd / HKr. Svona var umhorfs utan við mjólkurhúsið. Kýrnar eru kældar niður í fjósinu vatnskældu lofti. Hér er Rami sjálfur í kálfafjósinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.