Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Lesendabás Ríkisútvarpið Mér finnst Ríkisútvarpið, eða RÚV eins og það kallar sig núna, vera sérstakt úrlausnarefni sem þarf að taka á, enda víða mikil óánægja með 5-6 milljarða króna eða hvað það nú er báknið og sýnist nú tilhögun á stjórnarskipun ekki ganga nógu langt. Það hefur ekki staðið sig í ýmsum lögboðnum skyldu verkefnum, t.d. ekki sinnt öruggum fréttaflutningi af náttúruhamförum eins og dæmin sanna og framleiðsla og stuðningur við framleiðslu á innlendu menningar efni hefur verið minni en annars hefði mátt búast við. Fréttastofan er mjög oft gagnrýnd fyrir slappa greiningu líðandi atburða og vilhalla afstöðu til mála og þykir þetta hafa aukist og versnað á undanförnum árum, t.a.m. með sérstökum stuðning hennar við Samfylkinguna og aðildina að ESB. Þá er það meira en leiðinlegt hve fréttastjóri og útvarpsstjóri taka báðir tveir ábendingum gjarnan illa í stað þess að hlusta á og bregðast jákvætt við. Þá er tvískinnungur útvarpsstjóra eftirtektarverður, en afstaða hans hefur mjög breyst frá því að hann vann hjá einkareknu fyrirtæki og spyrja má sig um heilindi hans af þeim sökum. Hroki hefur aldrei verið aðlaðandi og hann á ekki að líðast hjá opinberum starfsmönnum í ohf-inu gagnvart fólkinu í landinu, sem borgar laun þeirra. Það er vert að spyrja hvort Ríkisútvarpið sé þjónn almennings, niðurgreidd dægurskemmtistöð sbr. sýningar í sífellu á sápuóperum og afþreyingarbíómyndum eða hvað er það? Er gætt að sem arð- bærustum rekstri eða er það atvinnu- samtryggingar félag fyrir starfs- menn þess? Eða þá jafnvel pólitísk uppeldisstöð eða sértrúarsöfnuður? Og hvað fær eigandinn, skatt- greiðandinn, fyrir snúðinn, sem hann borgar svo hátt verð fyrir? Hver ætti tilgangur Ríkisútvarpsins að vera? Flestum þætti það væntanlega óásættanlegt að það væri hér ríkisrekið dagblað. Sögulega er það skiljanlegt að hið opinbera hafi komið á fót hljóðvarpi og sjónvarpi á sínum tíma, en er það réttmætt í dag að ríkið standi í slíkum rekstri? Hvað er það sem ríkisreknir ljósvakamiðlar gera í dag umfram það sem slík fyrirtæki í einkaeigu geta ekki uppfyllt? Hið opinbera gæti auðvitað keypt þjónustu svo sem tilkynningar ýmiss konar af einkareknum stöðvum, en e.t.v. þyrfti væntanlega eitthvert appírat að vera til þess að sjá um það til þess að gæta að sem hagkvæmustu kaupum. Einnig þarf að hugsa til sérstakra mennta og menningarmála, sem frjálsar stöðvar hefðu e.t.v. minni áhuga á, en sem eru þjóðfélaginu mikilvæg. Þannig mætti rökstyðja það að halda ætti Ríkisútvarpið áfram í rekstri en þá í hvaða mynd? Mér sýnist að hlutverk þess ætti svo til eingöngu að vera: a) öryggistæki landsmanna, m.a. með rekstri langbylgjustöðvar vegna skipa o.fl. b) öryggistæki með veður lýsingum og spám og fréttaflutningi, tilkynningum frá hinu opinbera og tilkynningum í almannaþágu vegna náttúruhamfara o.þ.h. c) ljósvaki með skynsamlega og algjörlega óvilhalla greiningu á atburðum og fréttum d) framleiðandi á innlendu mennta-, menningar- og listaefni e) stuðningur við bakið á slíkri framleiðslu annarra innlendra aðila f) dreifing og sala á slíku efni innanlands og utan g) skráning og varðveisla á innlendu efni, þ.m.t. ræðum, alþingi, fréttum og hvers kyns hljóð og myndefni og veita almenningi gott og óhindrað aðgengi að safni sínu h) kaup og sýning á erlendu menningarefni, vísinda-, fræðslu- og kennsluefni til þess að auka lærdóm og víðsýni landsmanna og þekkingu á menningu annarra þjóða. M.ö.o. mætti og ætti RÚV að draga sig algjörlega frá erlendu dægur- og skemmtiefni, sem ég sé engan tilgang hjá ríkinu að vera að brölta í við ærinn kostnað. Ef til vill væri hægt að gera RÚV að einhvers konar lista- og menningarmiðstöð, en ég hef ekki ennþá hugsað þá hugmynd til enda. Óréttlát samkeppnisstaða Í dag er Ríkisútvarpið fjármagnað í gegnum afar óvinsæl og óréttlát nauðungargjöld sem og með auglýsingatekjum, leyfistekjum o.fl. Því er stjórnað af útvarpsstjóra og fimm manna stjórn og virðist eftirlit með með þeim hafa verið lítið til þessa. Með því að leyfa Ríkisútvarpinu að vera á auglýsingamarkaði er það að keppa við önnur fyrirtæki sem hafa ekki sömu aðstöðu og ríkisbatteríið hefur og varla getur það talist vera hlutverk ríkisins. Mér skilst að Síminn hf eða Landsnet sé eigandi að dreifikerfi landsins, en Ríkisútvarpið eigi útsendingarstöðvarnar. Athuga þyrfti hvort ekki væri eðlilegt að Ríkisútvarpinu verði gert að leigja út aðgang að endurvarpskerfum sínu undir opnum og heiðarlegum samkeppnisreglum og styðja þannig við rekstur, viðhaldskostnað og styrkingu kerfanna. Endurnýjun og endurskipulagning Hvernig ætti stjórn og rekstur Ríkisútvarpsins að vera? Mér finnst að það mætti hugsa sér að fimm manna yfirstjórn eða eftirlitsnefnd væri kosin af alþingi eingöngu skipuð alþingismönnum til tveggja ára í senn og skuli hún skipa fimm manna starfsstjórn til eins árs í senn rétt eins og stjórnir annarra fyrirtækja eru kosnar til eins ár í senn af eigendum þeirra. Þá væri stefnt að því að starfsstjórnin væri fyllt fagfólki einkum á sviði stjórnunar og rekstrarfræða, lögfræði, almannatengsla og verkfræði. Yfirstjórnin skuli þá hafa eftirlit með störfum rekstrarstjórnarinnar með reglulegum fundum og með því að fá ársfjórðungsskýrslu frá henni, bæði fjárhagslega/rekstrarlega sem og dagskrárlega og skuli hún birt alþingi og almenningi. Þess skuli þá vandlega gætt af starfsstjórninni og fimm manna alþingis/eftirlits nefndinni að dagskrá og umfjallanir verði alls ekki með pólitískum áherslum eða persónulegum skoðunum fyrirtækisins og starfsfólks þess. Án þess að það sé aðalatriði finnst mér að hið gamaldags starfsheiti útvarpsstjóri ætti að vera lagt niður en að framkvæmdastjóri yrði að undangengum atvinnuauglýsingum ráðinn tímabundið, t.d. til 3-4 ára í senn, með vönduðum og ítarlegum starfssamningi með starfslýsingu, lýsingu á réttindum og skyldum, uppsagnarákvæðum o.s.frv. eins og hjá vel reknu einkafyrirtæki. Skuli hann ráða og reka starfsmenn fyrirtækisins en þurfi að upplýsa starfsstjórnina þar um, sem hafi sparlega beitt neyðarneitunarvald til þess að geta komið í veg fyrir spillingu, s.s. að nánir ættingjar eða pólitískir návinir verði ráðnir. Starfsfólk skuli einnig ráðið til ákveðins árafjölda, t.d. 1-4 ára í senn og aldrei ævilangt, en framlenging starfssamninga fara eftir faglegum efnum og ástæðum hverju sinni. Þannig er von á að nátttröll festist ekki og að fyrirtækið endurnýi sig örar en hingað til, enda sópa nýir vendir best. Fjármögnun Mér finnst að fyrirtækið eigi að leggja allan sinn metnað og áherslur á hlutverk sitt a) til h) að ofan. Um útvarpsrekstrarþáttinn skuli vera þrjár rásir, ein vegna hljóðvarps og tvær vegna sjónvarps og önnur þeirra eingöngu vegna íþrótta og báðar hinar rásirnar skuli fara að nefndu hlutverki félagsins. Rétt væri að fyrirtækið verði fjármagnað a) í fjárlögum og b) með leyfisgjöldum af framleiðslu sinni og c) seldri þjónustu. Með því að hafa fyrirtækið á fjárlögum má hafa góða aðgát og eftirlit með rekstrinum og gegnsæi ykist, enda þurfi fyrirtækið þá að skilgreina óskir sínar í smátriðum er það sækti um fjárveitingu, sem því væri skylt að gera og verði birt opinberlega. Rétt væri líka að RÚV fari af auglýsingamarkaði. Við það ætti frjálsum miðlum að vaxa fiskur um hrygg. Slíkum fyrirtækjum gæti vonandi fjölgað og þau styrkst og dafnað. Innlend dagskrárgerð og framleiðsla ætti með því meiri möguleika, tjáningarform að verða fjölbreyttara, samkeppni aukast og sköpunarkraftar leysast úr læðingi. Reyndar finnst mér að frjálsu miðlunum verði þá einnig gert það skylt án gjaldtöku að flytja sérstakar varúðartilkynningar frá hinu opinbera, s.s. ríkisstjórn, lögreglu, slökkviliði, landhelgisgæslu, almannavörnum og veðurstofu eða öllu því, sem þurfa þykir er varðar öryggi landsins og almannaheill. Fagmenn hver á sínum stað Mér finnst að ráða ætti utanaðkomandi, ótengda og óháða viðskipta- og rekstrarsérfræðinga til þess að fara yfir og endurskipuleggja fyrirtækið frá grunni með það fyrir augum að gera það að nýtísku straumlínu- löguðu, arðbæru og árangurs ríku rekstrarfélagi, þar sem verkferlar eru skýrir með stöðugum markmiða- setningum, afkasta mælingum, eftirfylgni og eftirliti. Þá þyrfti að skera fyrirtækið stórlega niður, m.a. með mikilli fækkun starfsfólks og öðrum samdrætti og sparnaði. Innri starfshættir Fyrirtækið ætti svo setja sér háleitar og strangar reglur um starfs hætti og siðferði, að þessar reglur verði auglýstar opinberlega og svo árangurs- eftirlit með þeim ársfjórðungslega, en almenningur ætti kost á því að koma á athugasemdum sínum á framfæri við yfirstjórnar nefnd alþingis. Mér finnst svo að þarna sem og í öðrum opinberum rekstri eigi að gefa út ítarlegar starfsmannahandbækur, sem starfsfólk skuli kynna sér vandlega og vera hluti af starfs- samningum þess þar sem m.a að góð framkoma og hjálpsemi verði kennd og það undirstrikað að starfsfólkið sé almenningsþjónar. Vandamálið leyst Með þessu ætti styrr um Ríkisútvarpið að linna, fyrirtækið verða að því sem það á að vera, betur skilgreint, miklu smærra í sniðum, kosta mjög miklu minna og skila betri og einbeittari almennings-, öryggis- og menningarþjónustu. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri Bloggsíða: framavid.com Meiri mjólk Góð aðsókn var á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldnir voru víðs vegar um landið fyrir skemmstu enda viðfangsefni fundanna sú spennandi staða sem nú er í mjólkurframleiðslunni. Á fundunum hafa tækifæri til aukningar mjólkurframleiðslu verið bændum efst í huga og hvaða úrræði séu til að nýta þau. Staða kvótakerfisins var talsvert rædd og líkleg þróun á verði greiðslu- marks ásamt því að kynbóta- starfið og staða kúastofnsins bar talsvert á góma. Ráðunautar RML sóttu þessa fundi til þess að taka þátt í umræðum um hvað gera mætti til að auka mjólkurframleiðslu næstu misserin. Ýmislegt er hægt að gera til að ná því takmarki, sá mikli breytileiki sem er á afurðastigi kúbúa hérlendis sýnir það svo ekki verður um villst. Þegar horft er til þess hvernig auka megi mjólkurframleiðslu er annars vegar um að ræða að bregðast við til skemmri tíma eins og mjólkuriðnaðurinn hefur óskað eftir og hins vegar til lengri tíma. Samkvæmt spám um neyslu á næstu tíu árum er ljóst að auka þarf fram- leiðslu mjólkur frá því sem nú er. Kúabændur eiga því engan annan valkost í stöðunni en að auka við framleiðsluna til þess að anna eftir- spurn markaðarins. Þegar horft er til skemmri tíma þarf að bregðast hratt við og þá kemur einkum tvennt til greina. Annars vegar er það að seinka förgun þeirra kúa sem nú þegar eru í framleiðslu og hins vegar að hækka afurðastigið með betri og markvissari fóðrun og jafnvel aðbúnaði. Hafi menn húspláss og aðstöðu er tiltölulega einfalt að seinka förgun þeirra gripa sem komnir eru að enda síns framleiðsluskeiðs. Skilyrði er að sjálfsögðu að viðkomandi gripir séu nægilega hraustir. Betri og markvissari fóðrun er eilítið meira átak og þar þarf líka að gæta hagkvæmni sjónarmiða. Það er ekki endilega rétta leiðin að stórauka kjarnfóðurgjöf því huga þarf að því hver gróffóðurgæðin eru og hvers konar kjarnfóður hentar best með viðkomandi gróffóðri. Þá þarf einnig að gæta að því að tilkostnaðurinn verði ekki meiri en tekjuaukningin þegar upp er staðið. Sem betur fer höfum við verkfæri í höndunum sem getur hjálpað okkur hvað þennan þátt snertir en það er fóðuráætlanagerð. Með vel unninni fóðuráætlun má ekki einungis auka mjólkurframleiðslu með aukinni nyt heldur einnig spara umtalsverðar fjárhæðir með betri og markvissari fóðrun sem tekur mið af þörfum gripanna. Ef litið er til lengri tíma og þess hvernig auka má mjólkurframleiðslu til frambúðar og varanlega þurfum við að skoða hlutina í víðara samhengi. Á undanförnum áratugum hefur kúabúum og kúm í landinu fækkað verulega og nú er svo komið að mjólkurkýr eru í reynd orðnar of fáar. Í dag er staðan sú að burðaraldur við 1. burð er að jafnaði nálægt 29,5 mánuðum. Þetta þýðir í reynd að við eigum inni hálfan árgang sem mætti láta bera fyrr en raunin er í dag. Þannig mætti fjölga kúnum tímabundið og nýta þá auknu burðartíðni til þess að stækka stofninn varan lega. Til þess að svo megi verða þarf samstillt átak allra kúabænda í landinu. Eitt af þeim atriðum sem horfa þarf til við aukningu mjólkurframleiðslu til lengri tíma er frjósemin en hún skiptir miklu máli varðandi afkomu búsins og það magn mjólkur sem framleidd er á hverju ári. Ef bil milli burða verður of langt þýðir það lengri geldstöðu, færri fædda kálfa á hverja kú á ári og minni mjólk. Það er því brýnt að vanda vel til verka við beiðslisgreiningu, sæðingu og fóðrun þannig að frjósemin sé sem allra mest. Víða er pottur brotinn í uppeldi kvígna og allt of oft sér maður smáar og lítt þroskaðar fyrsta kálfs kvígur sem í raun eru ekki tilbúnar til þess að takast á við það verkefni að vera orðin mjólkurkú. Oft er um að kenna of lítilli uppeldisaðstöðu og rangri fóðrun. Margir hafa því brugðið á það ráð að láta kvígurnar bera heldur eldri en ella og ná þannig stórum og vel þroskuðum gripum við fyrsta burð. Vandinn er hins vegar oftar en ekki sá að þá eru menn komnir með þrjá árganga í uppeldi í stað tveggja og þannig eykst vandinn fremur en hitt. Þrengsli í stíum verða mikil og það eru ekki ný vísindi að erfiðara er að fóðra gripi í þrengslum en þar sem rúmgott er. Í raun verður til nokkurs konar vítahringur þar sem kvígurnar verða eldri og eldri til þess að ná nægum þroska og jafnframt aukast þrengslin. Í þessu sambandi eru til tvær leiðir. Í fyrsta lagi að bæta við uppeldisaðstöðuna með tilheyrandi kostnaði og í öðru lagi að láta kvígurnar bera yngri. Það útheimtir hins vegar góða og markvissa fóðrun strax frá fæðingu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun á næstunni hrinda af stað átaki í ráðgjöf til kúabænda með það að markmiði að auka framleiðslu mjólkur í landinu. Í fyrstu verður einkum horft til skemmri tíma og þess hverning við getum aukið framleiðsluna strax í vetur en í kjölfarið verður horft til lengri tíma og þess hvernig auka megi mjólkur- framleiðslu varanlega. Guðmundur Jóhannesson Ráðunautur í nautgriparækt hjá RML Ráðgjöf fyrir kúabændur: FÓÐRUN HEFUR ÁHRIF Með réttri fóðrun getur þú haft áhrif á nyt og efnainnihald mjólk- urinnar. Val á kjarnfóðri skiptir höfuðmáli og til þess að vanda valið er mikilvægt að vita eigin- leika gróffóðursins. Ráðunautar RML koma í heimsókn og taka sýni úr gróffóðrinu og senda í efnagreiningu. Í kjölfarið geta þeir ráðlagt þér hvaða kjarnfóður hentar með þínu gróffóðri til þess að ná fram þeim markmiðum sem þú setur í framleiðslunni. FITA Í MJÓLK Mikilvægasti þátturinn til að tryggja hátt fituinnihald í mjólk er fóðrun sem gefur gott vambar- jafnvægi. Það næst með réttu hlutfalli gróffóðurs og kjarnfóð- urs og þegar rétt kjarnfóður er gefið með gróffóðrinu. GRÓFFÓÐRIÐ SKIPTIR MIKLU MÁLI FYRIR FITUMYNDUN Í JÚGRI Við niðurbrot á gróffóðri í vömb verða til ediksýra og smjörsýra sem eru notaðar í fitumyndun í júgri. EIGINLEIKAR KJARN- FÓÐURS SKIPTA MÁLI Við niðurbrot á auðleystri sterkju í vömb verður til mikið af pró- píonsýru sem er mikilvæg fyrir mjólkurpróteinframleiðslu en getur haft neikvæð áhrif á fituna. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins 516 5000 - www.rml.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.